Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 12
12 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR jólasveinn í rammagerðinni Leikskólabörn fylgdust agndofa með jólasveini á sleða í glugga Ramma- gerðarinnar í Hafnarstrætinu. fRéttabLaðið/gva SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 Föt fyrir töffara VísInDI Allur ís á norðurpólnum gæti horfið mjög hratt næstu ára- tugina, einkum á sumrin, að mati hóps bandarískra vísindamanna, sem kynntu niðurstöður rann- sókna sinna á fundi Samtaka bandarískra jarðeðlisfræðinga nýverið. Íshellan vex ekki jafn hratt og áður á haustin og í síðasta mán- uði var hafísinn tveimur milljón ferkílómetrum minni en hann hefur verið að meðaltali í nóvem- ber þegar mælingar eru skoðað- ar aftur í tímann. „Þetta svæði er jafnstórt Alaska,“ sagði Mark Serreze, sérfræðingur í hafís við Color- ado-háskólann, í samtali við fréttamann breska ríkisútvarps- ins, BBC. „Við náum okkur ekki vel aftur á strik á haustin lengur. Ísinn gæti verið farinn að fylgja skilyrðum, verður kannski farinn að sýna mjög öra minnkun í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Hafísinn varð minnstur í ár þann 14. september og hefur hann eingöngu þrisvar áður mælst minni í 29 ára sögu mæl- inga íssins með aðstoð gervi- hnatta. Minnstur varð hann í fyrra. Áhyggjur Serreze endurspegl- uðust í nýju tölvulíkani sem vísindamenn Loftslagsrannsóknar- stöðvar Bandaríkjanna og McGill og Washington háskólanna kynntu á fundinum, sem sýnir að allur hafís á norðurpólnum gæti bráðnað sumarið árið 2040. Vísindamennirnir sýndu fram á að því meira sem bráðnar af ísnum, því örar bráðnar hann. „Þegar ísinn hopar, flytur hafið meiri hita til norðurheim- skautsins og íslaust vatnið drekkur í sig meira sólarljós, sem aftur eykur hraða hlýnunar og leiðir til frekara ístaps,“ sagði Markia Holland, íssérfræðingur. Að lokum kemst þetta ferli á stig þaðan sem ekki verður aftur snúið, og þarf ekki meiri háttar atburð til heldur eingöngu eitt ár sem er hlýrra en önnur, að sögn Hollands. Eftir það, verður bráðnunin afar ör. Þessar breytingar munu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir allt lífríki þessa svæðis, ekki síst fyrir ísbirni sem veiða sér til matar á og í sjónum umhverfis. Jafnframt myndu þær hafa gríðarleg áhrif á mennska íbúa svæðisins, sem myndu þar með tapa aldagömlum hefðum. Aftur á móti gæti ístapið skapað ný atvinnutækifæri fyrir þetta fólk, því hægt verður að sigla yfir norðurpólinn. Auk þess má gera ráð fyrir frekari loftlagsbreytingum um heim allan, þegar jörðin fer að drekka í sig meiri hita frá sólinni. smk@frettabladid.is Ísinn bráðnar örar en áður Bandarískir vísindamenn telja að sumarísinn á norðurpólnum geti allur verið horfinn árið 2040. Hafísinn varð minnstur í ár í september og hefur hann einungis þrisvar áður mælst minni á síðustu 29 árum. Heimskautsísinn bráðnar hraðar en áður var talið AfGAnIstAn, AP Átta menn biðu bana er sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við innganginn að skrifstofum héraðsstjóra Helmand-héraðs í sunnanverðu Afganistan í gær. Hamid Karzai forseti fordæmdi tilræðið og sakaði grannríkið Pakistan um að vera „forsprakka talíbana“. Flestir hinna látnu voru öryggis- verðir, en einn var sýslumaður. Héraðsstjórinn meiddist ekki. Tilræðið var nýjasta árásin sem skæruliðar talíbana efna til gegn háttsettum fulltrúum stjórnar Karzais. Þá féll breskur hermaður í skotárás annars staðar í Helmand í gær. - aa Tilræði í Afganistan: Karzai ásakar Pakistana Hamid Karzai forseti afganistans talar í Kandahar í gær. fRéttabLaðið/ap stjóRnMál „Það er ekki nógu mikill sveigj- anleiki í framhaldsskólunum til að taka á móti unglingum af erlendum uppruna. Þetta er mér mikið áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, sem í gær ræddi við fólk sem fæst við málefni innflytjenda á degi hverjum. Meðal þeirra sem Ingibjörg Sólrún boðaði á sinn fund voru fulltrúar vinnu- markaðarins, Alþjóðahúss og Reykjavíkur- borgar auk Íslendinga af erlendum upp- runa. Ingibjörg vildi draga upp heildarmynd af málaflokknum og átta sig á brýnustu úrlausnarefnunum. Auk þess að ráða bót á málefnum framhaldsskólans segir Ingibjörg mikil- vægt að tryggja jafnræði milli innfluttra Íslendinga og innfæddra. „Það snýr að launum, sjúkratryggingum, lífeyrisgreiðsl- um og öllum öðrum réttindum. Það má ekki gerast að fyrirtæki misnoti útlendinga til að ná niður launum eða félagslegum réttindum eins og dæmi eru um.“ Ingibjörg vill að móttökumiðstöð verði sett á fót þar sem fólk geti nálgast allar upplýsingar, umsóknir og leyfi. Þá þurfi að veita fólki raunhæf tækifæri til að læra íslensku sér að kostnaðarlausu. „Það verður að bjóða upp á mismunandi lausnir í þeim efnum því það sama hentar ekki öllum.“ - bþs Formaður Samfylkingarinnar fundaði með fólki sem fæst við málefni innflytjenda: Þröskuldar í framhaldsskólum Farið yFir stöðuna ingibjörg Sólrún gísladóttir ásamt nokkrum fundarmanna. fRéttabLaðið/gva lAnDBÚnAÐUR Í síðustu viku var innvigtun mjólkur 2.186.324 lítrar og er innleggið á árinu orðið 110 milljónir lítra. Þetta er sjö milljónum lítra meira en á sama tíma í fyrra. Ef ekki verða óvænt áföll í mjólkurframleiðslunni það sem eftir lifir árs má reikna með að hún verði rúmlega 116 milljónir lítra á þessu ári. Það yrði þriðja mesta innvigtun Íslandssögunnar en aðeins var framleitt meira af mjólk árin 1978, 120,2 milljónir lítra og 1979 en þá voru fram- leiddar 117,2 milljónir lítra af mjólk. - hs Landbúnaður: Þriðja mesta framleiðsluárið nýmjólK búast má við að mjólkurfram- leiðsla í ár verði um 116 milljónir lítrar en hún hefur ekki verið meiri í 27 ár. Undanfarna daga hefur ljósaper- um, í tuga- og jafnvel hundraðatali, verið stolið úr jólaskreytingum við heimahús í Keflavík í skjóli nætur. greint var frá þessu í víkurfréttum á þriðjudag. Lögregla hefur ekki fundið peruþjófinn. lögregluFréttir ljósaperuþjófur í Keflavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.