Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 16
16 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR EfnAhAGsMál Verðbólgan mælist sjö prósent nú í desember, sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan var 7,3 prósent á ársgrundvelli í nóvember. Hún sígur því hægt og rólega niður á við. Verðbólga án húsnæðisliðar helst óbreytt frá því í nóvember. Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, sérfræðingur á vísitöludeild Hag- stofunnar, segir að litlar breyting- ar eigi sér stað á vísitölunni þessa dagana og ekki mikið sem hafi áhrif á hana. Verðbólgan hafi breyst mikið frá mars til júní á þessu ári þegar gengið hafi lækk- að mikið, verð hækkað verulega en á þessum tíma hafi húsnæðis- verð ekki verið byrjað að hjaðna. Verðbólgan fari líklega ekki að hjaðna verulega fyrr en um mitt næsta ár. „Verðbólguhjöðnunin kemur ekki svo mikið fram fyrr en við losnum við stóru mælingarnar. Hjöðnun verðbólgunnar verður líklega mjög hröð næsta vor þegar háu mælingarnar detta út og svo má búast við að verðlagsáhrif af aðgerðum ríkisstjórnarinnar komi til viðbótar eftir 1. mars. Verð- bólgan ætti því að vera komin niður í verðbólgumarkmiðið næsta vor eða haust,“ segir hún. Vísitala neysluverðs mældist 266,2 stig í desember og hafði hækkað um 0,04 prósent frá því í nóvember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er óbreytt 245 stig. Verð á bensíni og dísil hefur mest áhrif á vísitöluna. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að búist hafi verið við örlítið meiri vísitöluhækkun, sér- staklega að matur og drykkjarvör- ur myndu hækka í verði en það hafi ekki gengið eftir. „Þetta þýðir bara að það er minni verðbólga og í fyrsta skipti í langan tíma helst húsnæðisliður vísitölunnar óbreyttur,“ segir Henný. Gjaldskrárhækkanir koma til framkvæmda um áramótin, til dæmis hjá tryggingafélögum og sveitarfélögum. Henný segir að útsölur í janúar og febrúar geti hins vegar vegið á móti. Sigurður Jóhannesson, hag- fræðingur við Háskóla Íslands, segir að skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar, lítið atvinnuleysi og þær framkvæmdir sem eru í gangi auki almennt líkurnar á hækkun stýrivaxta hjá Seðlabankanum 21. desember. „Það er ennþá mikið líf á vinnumarkaðnum og maður sér ekki að þetta háa vaxtastig sé farið að bíta mikið,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Konungur Kveður Syed Sirajuddin Syed Putra Majalullail hefur verið konungur Malasíu í fimm ár en kvaddi konungstignina í gær því þar í landi er skipt um konung á fimm ára fresti. fréttablaðið/aP Sept. 2005 Jan.Des. 2006 Mars Maí Júlí Sept. Nóv. Des. 4,8% 4,2% 4,1% 7,6% 8,4% 8,6% 7,2% 7,0% verðbólgan samkvæmt vísitölu neysluverðs september 2005 til desember 2006 Verðbólguhjöðnun í vor Verðbólgan er sjö prósent og hefur lækkað örlítið milli mánaða. Sérfræðingur hjá Hagstofunni segir hjöðn- unina verða næsta vor. Hagfræðingur við HÍ telur talsverðar líkur á hækkun stýrivaxta 21. desember. seðlabanKinn Sigurður Jóhann- esson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, segir skattalækkanir, lítið atvinnuleysi og framkvæmdir auka líkurnar á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti 21. desember. sKÓlAMál Tæplega 1.700 fermetra viðbygging hefur verið tekin í notkun við Laugarnesskóla. Við vígslu viðbyggingarinnar flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ávarp og nemendur skólans sungu og fluttu frumsam- in ljóð. Fyrsta skóflustungan að viðbyggingunni var tekin í desember 2004 en hún tengist gamla skólahúsinu með glergangi og var leitast við að nota sömu byggingarefni til að halda heildarsvip skólans. Í viðbygging- unni er fjölnota salur, kennslu- stofa fyrir tónlist, verk- og listgreinar ásamt kennslurými fyrir yngstu börnin. - hs Laugarnesskóli: Viðbygging tekin í notkun viðbygging við laugarnessKóla tæplega 1.700 fermetra viðbygging hefur verið tekin í notkun. sAMsTARfssAMnInGUR Eimskipa­ félag Íslands og Skógræktarfélag Íslands hafa undirritað samstarfs­ samning sem felur í sér frekari uppbyggingu og bætta aðstöðu fyrir gesti sem koma í Brynjudal í Hvalfirði. Samningurinn gildir til þriggja ára og við undirritun hans um síðustu helgi var glatt á hjalla og jólasveinar skemmtu yngstu kynslóðinni. Skógræktarfélag Íslands ræktar jólatré í Brynjudal og við undirritun samningsins heimsóttu á þriðja hundrað starfsmenn Eimskips Brynjudal og völdu sitt eigið jólatré. - hs Samstarfssamningur: Uppbygging í Brynjudal ÞRÓUnARAÐsTOÐ Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hefur hafið þriggja ára átaksverkefni í fræðslumálum fyrir frumkvöðla í Úganda en um er að ræða fyrsta verkefni ÞSSÍ sem lýtur að stuðn- ingi við einkageirann. Heildar- kostnaður verkefnisins er metinn á 40 milljónir íslenskra króna, þar af er hlutur Þróunarsamvinnu- stofnunar um 30 milljónir króna. Að sögn Ágústu Gísladóttur, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Úganda, er helsta markmið verkefnisins að bæta aðgengi frumkvöðla að gæðaþjálfun, einkum þeirra sem áforma að reka lítil eða meðalstór fyrirtæki. Ágústa segir að þjálf- unin feli meðal annars í sér að frumkvöðlarnir tileinki sér við- eigandi viðskiptafærni sem geri þeim kleift að nýta sér fyrirliggj- andi upplýsingar og þjónustu, bæði fjárhagslegar og tæknilegar. „Prófun á námsefninu var gerð fyrir nokkru með þátttöku 18 úgandískra frumkvöðla sem báru því vel söguna.“ ÞSSÍ hefur skrif- að undir samning við fjármála- ráðuneyti Úganda en helstu sam- stafsaðilar verkefnisins eru Fjárfestingarstofa Úganda, Háskól- inn í Reykjavík, Makarere viðskiptaháskólinn, Fræðslusetur iðnaðarins og Samtök úgandskra frumkvöðlakvenna. - hs Þróunarsamvinnustofnun styrkir frumkvöðla í Úganda um þrjátíu milljónir: Þjálfa frumkvöðla í Úganda í Afríku fyrsti útsKriftarhópurinn Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi frumkvöðla að gæðaþjálfun, einkum þeirra sem áforma að reka lítil eða meðalstór fyrirtæki. fRAKKlAnD, AP Leiðtogi stjórnar- andstöðu Hvíta-Rússlands, Alexander Milinkevits, tók í gær við mannréttindaverðlaunum Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn í Frakklandi. Hlaut hann heiðurinn vegna baráttu sinnar fyrir lýðræði í heimalandi sínu. Milinkevits tapaði forseta- kosningum í mars, en hann hafði boðið sig fram gegn Alexander Lukasjenkó, forseta. Verðlaunin eru nefnd eftir Andrei Sakharov, einum frægasta andófsmanni Sovét- ríkjanna, og eru afhent einu sinni á ári til einstaklinga eða samtaka sem talin eru hafa unnið ötullega að mannréttind- um, alþjóðlegu samstarfi eða lýðræði og laganna rétti. - smk Mannréttindaverðlaun ESB: Hvít-Rússi heiðraður alexander MilinKevich Hlaut mannréttindaverðlaun ESb í gær. fréttablaðið/aP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.