Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 24

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 24
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR24 nær og fjær „orðrétt“ Útvarpsstöðin Voice 987 og Hljóð- kerfi.com standa nú að umfangs- mikilli söfnun í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Ásgeir Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri Voice 987, segir á bilinu 80-100 fjölskyldur í brýnni þörf fyrir aðstoð fyrir þessi jól á Akureyri og nágrenni en það er 25 fjölskyldum fleiri en í fyrra. Söfnunin hófst 7. desember og mun standa til 16. desember en á tímabilinu gefur Voice 987 allar auglýsingatekjur stöðvarinnar til Hjálparstarfs kirkjunnar á Norð- urlandi. Hinn 16. desember verð- ur söfnuninni sjónvarpað beint á Sjónvarpi Norðurlands, N4. Að söfnuninni koma Sparisjóður Norðlendinga, sem kostar söfnun- ina, ásamt N4 og Símanum. Ásgeir segir markmiðið að safna fimm milljónum og mun fjárhæðin skiptast á milli þeirra fjölskyldna sem eru í mestri þörf en hluti fjárhæðarinnar verður lagður inn á reikning Hjálpar- starfs kirkjunnar og notaður síðar. Voice 987 hefur einnig tekið þá ákvörðun að útvarpa aftansöng beint frá Akureyrarkirkju á aðfangadag frá kl. 18-19 en þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem það er gert. Þeir sem hafa hug á að láta eitt- hvað af hendi rakna til söfnunar- innar er bent á reikning Hjálpar- starfs kirkjunnar á Norðurlandi en nánari upplýsingar um hann er að finna á www.voice.is -hs Útvarpsstöðin Voice 987 á Norðurlandi aðstoðar 80-100 fjölskyldur í neyð: Hátt í 100 fjölskyldur í neyð ÁrniMÁrValMundarsonútVarps- stjóriÚtvarpsstöðin Voice 987 og Hljóðkerfi.com standa nú fyrir umfangs- mikilli söfnun í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. nMeðalaldur fólks er hæstur í Japan, eða um 83,5 ár, og lægst- ur í Svasílandi, eða um 32 ár við fæðingu. Sú manneskja sem hefur lifað lengst svo vitað sé er hin franska Jeanne Calment, sem lést árið 1997, þá 122 ára að aldri. Sú skepna sem hefur lifað lengst er Grænlandshvalurinn, en dæmi eru um að þeir hafi orðið 200 ára gamlir. Ísland er með áttunda hæsta meðalaldur í heimi, rétt á eftir Ástralíu, en meðalaldur hér er 80,3 ár. MeÐAlAlDUR: Hæsturíjapan Jólin eru hættutími fyrir matarfíkla. Esther Helga Guðmundsdóttir ráðleggur matarfíklum að vera í sam- bandi við stuðningsaðila og halda sig frá þeim mat sem veldur fíkninni. Það „getur skipt sköpum að taka ekki fyrsta bitann“. Esther Helga Guðmundsdóttir, sem rekur MFM miðstöðina, er matarfíkill en hefur verið í bata í fjögur ár. Hún segir að matarfíkl- ar séu haldnir þráhyggju gagn- vart mat og líkamsþyngd. Þeir missi stjórn á magninu sem þeir láta í sig og borði í óhófi. „Matarfíknin er bæði líkamleg- ur og andlegur, huglægur og til- finningalegur sjúkdómur. Matar- fíkillinn ánetjast eða verður fíkinn í ákveðin matvæli eða hegðun á sama hátt og aðrir ánetjast áfengi og ákveðinni hegðun, til dæmis spilum,“ segir hún. Venjulegt fólk getur orðið of feitt en beitir viljastyrknum og nær stjórn á þyngd og breyttu mataræði, stundum með stuðningi einkaþjálfara eða sérfræðings. Esther Helga segir að gen hafi fundist sem auki hættuna á því að fólk geti þróað með sér matarfíkn og þá geti sjúkdómurinn brotist fram en þurfi ekki nauðsynlega að gera það. Sumir þrói hins vegar sjúkdóminn með sér og eigi í harðri baráttu við hann, kannski alla ævi. „Allt venjulegt fólk getur notað viljastyrkinn þegar matur er ann- ars vegar en fyrir matarfíkla dugar viljastyrkurinn ekki og því þarf að vinna með sjúkdóminn á líkamlega, huglæga og andlega sviðinu. Þar kemur tólf spora stefnan inn í. Hún hefur skilað bestum árangri,“ segir Esther Helga. Undirstaða þess að ná bata er að fjarlægja fíknvaldinn og hætta að borða ákveðinn mat. Esther Helga segir að skoða þurfi hvaða matvæli það eru sem mynda fíkn- ina hjá hverjum og einum. „Helstu matvæli eru sykur, hveiti og ákveðin fiturík matvæli, til dæmis skyndibitamatur. Fólk þarf að fjarlægja þessa fíknvalda úr mat- aræðinu til að hægt sé að skoða þessa huglægu þráhyggju og vinna að bættri andlegri heilsu.“ Matarfíkn getur sett mark sitt á fólk alla ævi. Ef réttu sporin eru stig- in verður sjúk- dómurinn auð- veldari og baráttan létt- ari. Hún segir að mikilvægast sé að taka einn dag í einu og halda sér frá þeim matvælum sem valda fíkn. Þegar kræsingarnar flæða yfir öll borð um jólin geta margir lent í erfiðleikum með matar- fíknina. Esther Helga ráðleggur matarfíklum að vera oftar í sam- bandi við meðferðaraðila eða stuðningsaðila en venjulega og halda sig við þá matardagskrá sem hentar. Miklu skipti að borða heil- brigðan og góðan mat þrisvar til fjórum sinnum á dag og láta ekki líða langan tíma á milli máltíða þannig að viðkomandi verði ekki svangur og grípi í sætindi. „Fyrir matarfíkilinn getur skipt sköpum að taka ekki fyrsta bitann. Það er nóg fyrir fíkilinn að fá sér einn bita og þá fer fíknin af stað. Viðkomandi ræður þá ekki við sig og verður að fá meira,“ segir Esther Helga. ghs@frettabladid.is Mikilvægt að taka ekki fyrsta bitann EstHErHElga guðMundsdóttir HættafyrirsuMaÞegar kræsingarnar og sætindin flæða yfir öll borð um jólin geta margir lent í erfiðleikum með matarfíknina. Best er að fjarlægja allt sem veldur fíkn, til dæmis öll sætindi eins og sælgæti, konfekt og kökur. rÁðgEgn Matarfíkn Haltu þig við mataræði sem hentar þér. Borðaðu vel og reglulega þrisvar til fjórum sinnum á dag. Leitaðu til meðferðaraðila oftar en venjulega. Ekki fá þér fyrsta konfektmolann eða jólasmákökuna. „Það er svo margt í kortunum núna. Ég hef verið að leysa af í námsráðgjöf í Háskólanum á Akur- eyri og hætti þar um áramótin. Þá ætla ég að stíga stóra skrefið sem ég hef verið að stefna að um skeið, það er að verða alveg sjálfstætt starfandi. Ég rek lítið fyrirtæki sem heitir Vanadís sem er ráðgjafar- og fræðslu- fyrirtæki. Ég er með ráðgjöf og kenni á ýmsum stöðum,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir. „Minn bakgrunnur er sá að ég er félagsráðgjafi og svo er ég með meistaragráðu í femínískri trúarheimspeki og menn- ingarsögu. Það sem ég geri ber keim af þessu. Ég er með ráðgjöf fyrir einstakl- inga, í sumum tilvikum fólk sem vinnur saman og pör þar sem fólk vill læra aðferðir til að gera lífið sitt ríkara og betra. Ég er með allt frá því að vera með hefðbundna ráðgjöf og yfir í það að vinna með drauma, út frá goðsögnum og shamanískum aðferðum. Ég er líka með draumanámskeið og sjálfstyrkingarnámskeið.“ Valgerður segir að á draumanámskeiðum sínum læri fólk grundvallaratriðin í því að vinna með drauma, nýta sér drauma og vinna úr þeim í vökunni. „Fólk lærir að skilja sjálft sig betur og gera eitthvað skemmtilegt því að það er ofboðslega gaman að skoða þennan þátt lífsins sem fer fram meðan við sofum. Okkur dreymir tuttugu og fimm prósent af lífinu. Það er synd að láta það allt fara forgörðum því að það er svo spennandi þáttur lífsins. Margt skemmtilegt gerist í draumunum.“ HVaðEraðfrétta? VALGErður H. BJArnAdóttir, FÉLAGSrÁðGJAFi Á AkurEyri: Byrja með námskeið í draumum „Þetta er ekki endilega rangt. Ég hef unnið lengi í ummönnun, og sumir starfsmenn eru góðir en aðrir ekki,“ segir Hafdís Víglundsdóttir, starfsmaður á kleppsspítala, um að blaðakona Ísafoldar hafi fengið starf á elliheimilinu Grund og skrifað um reynslu sína, en stjórn Grund- ar hefur farið fram á rannsókn um hvort lög hafi verið brotin. „Mér finnst ekki að það eigi að kæra þetta. Þó það geti verið erfitt fyrir blaðakonuna að setja sig inn í aðstæður á svo stuttum tíma þarf stundum róttækar aðferðir til að sýna hvernig hlutirnir eru. Það er oft rosalega undirmannað á svona stöðum og ef það væri meira af starfsfólki væri líka hægt að sinna andlegu hliðinni, og ekki bara búa um og skipta á.“ Henni líst þó betur á ástandið á núverandi vinnustað. „Hér á kleppsspítala er betur mannað, og því gefst meiri tími til að sinna fólki.“ SjónARhóll ísafoldogElliHEiMiliðgrund Stundum þarf róttækar aðgerðir HafdísVíglundsdóttir Heilbrigðisstarfsmaður Stórir skór að fylla „líklegaerþaðhlutiaftaum- lausrineysluhyggjunnihérá landiaðísumumskómeru svodýrirhlutiraðeigendur skónnasegjahelstekkifrá þvíískólanumhvaðþeir fengu.“ inGA róSA ÞórðArdóttir piStLA- HöFundur HEFur ÁHyGGJur AF óHóFLEGu örLæti JóLASVEinA. fréttablaðið12.desember En hvað með magnaf- slátt? „ístaðþessaðþaðséeinn ogeinnaðstelaeinsogvar áðursjáumviðmeiraheilu genginsemeruaðstela ogbeitatilþessallskonar aðferðum.“ SiGurður JónSSOn, FrAM- kVæMdAStJóri SAMtAkA VErSL- unAr OG ÞJónuStu, uM Aukið BÚðAHnupL Fyrir JóLin. Blaðið,12.desember ������������������ ������������������������������ ����� �������� �������������������� ����������� ����������� ��� ��� �� ����� ���� ��� ��� �� ������������ �������������� ����� ����� �������������������������
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.