Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 28

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 28
28 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags ÚtgáfUfÉlag: 365 ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UmræÐan Ástæður þess að Hydro hætti við þátt- töku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verk- efninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverf- isáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverk- efninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega við- urkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóð- legum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sér- fræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfis- gildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niður- staða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrir- liggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátt- töku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjár- festingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau sam- tímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrir- tækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta fram- kvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki sam- þykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Norður-Atlants- hafsskrifstofu Hydro Aluminium. Forsendur Hydro Þ að hefði mátt standa betur að sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum árið 2003 samkvæmt frétta- flutningi Fréttablaðsins undanfarna daga. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf. og JB bygginga- félag ehf. hafa kært íslenska ríkið fyrir framkvæmd sölunnar og telja að óeðlilega hafi verið að henni staðið. Mikil- vægt er að þessi fyrirtæki leiti réttar síns svo að hægt sé að fá úr því skorið hvort ásakanir þeirra eiga við rök að styðjast. Það er brýnt hagsmunamál að vinna faglega að sölu ríkisfyrirtækja og koma þannig í veg fyrir tortryggni í garð einkavæðingar. Það sem forsvarsmenn Tresmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingarfélags gagnrýna meðal annars er aðkoma hóps starfsmanna ÍAV að söluferlinu, sem jafnframt vildu kaupa hlut ríkisins. Þeir hafi haft aðgang að upplýsingum sem ekki voru öðrum tiltækar. Jafnframt hafi tengsl aðila, sem annaðhvort unnu að útboðinu eða vildu kaupa hlut ríkisins, að fyrirtækinu eða innbyrðis verið óeðlileg. Á það við um eigendur ÍAV í hópi bjóðenda, stjórnendur félagsins, Landsbankann sem var upphaf- lega umsjónaraðili útboðsins og Jón Sveinsson sem sat í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu. Niðurstaðan var sú að selja hlutinn hópi starfsmanna þrátt fyrir að áhöld voru um hvort þeirra tilboð taldist gilt samkvæmt mati Verðbréfastofunnar. Höfðu þeir fyrirvara á tilboði sínu sem ekki var gert ráð fyrir í útboðsgögnum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur í flestum tilfellum geng- ið vel undanfarinn áratug en nauðsynlegt að ræða opinskátt um það sem fer úrskeiðis. Öðruvísi lærum við ekki af reynslunni. Það var til dæmis gagnlegt að lesa ítarlega úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttir í Fréttablaðinu í maí 2005 um söluferli Landsbankans og Búnaðarbankans. Í þeim skrifum var leitt í ljós að önnur sjónarmið, en að hámarka söluverð bankanna, réð för. Það virtist skipta forystumenn stjórnarflokkanna meira máli hverjir keyptu bankanna en að hámarka söluhagnaðinn. Þessi umfjöllun og önnur, til dæmis í kjölfar sölu á Sements- verksmiðju ríkisins, ýtti undir fagleg vinnubrögð við söluna á Landssíma Íslands á síðasta ári. Allt söluferli Landssímans var fyrir opnum tjöldum og lögð var áhersla á gagnsæ vinnubrögð. Fjárfestar stóðu jafnfætis þegar kom að öflun upplýsinga um fyrirtækið og allar forsendur lágu fyrir áður en tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og fréttamanna. Að uppfylltum fyrirfram skilgreindum skilyrðum fékk hæstbjóðandi að kaupa Símann. Verðið er líka sá hlutlægi mælikvarði sem á að ráða sölu ríkisfyrirtækja. Sérfræðingur frá Morgan Stanley sagði að þessi umfangs- mesta einkavæðing Íslandssögunnar væri skólabókardæmi um hvernig standa ætti að sölu ríkisfyrirtækja. Einkavæðingin hefur leyst áður óþekktan kraft úr læðingi í íslensku samfélagi sem allur almenningur nýtur góðs af í dag. Mikilvægt er að vanda vel til verka svo að tortryggni almenn- ings skjóti ekki rótum. Það verður að ríkja almenn sátt um sölu ríkisfyrirtækja þegar ráðist verður í næsta stóra verkefni, einkavæðingu Landsvirkjunar. Einkavæðing hefur haft jákvæð áhrif: Hnökrar á sölu ríkisfyrirtækja bJörgvin gUÐmUndssOn skrifar Það er hverjum manni á Íslandi ljóst, að á Íslandi, og sérstak- lega í Norðvesturkjördæmi, er það vænlegt til árangurs í atkvæða- veiðum að styðja með ráðum og dáð hvalveiðar í atvinnuskyni. Jafnljóst er það þeim, sem eitthvað þekkja til í pólitík t.d. í Bandaríkjunum eða Bretlandi, að þar yrði það hverjum stjórnmála- manni pólitískur banabiti að lýsa yfir stuðningi við hvalveiðar (þótt með þeim rökum væri, að þær væru stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti). Á þau rök væri einfaldlega ekki hlustað fremur en gerði forfaðir vor, Jón Loftsson forðum, er hann tryggði sér sess í Íslandssögunni með þeim ummælum sínum að heyra mætti hann erkibiskups boðskap en væri ráðinn í að hafa hann að engu! Á nákvæmlega sama hátt og almenningsálitið á Íslandi er eindregið fylgjandi hvalveiðum, er almenningsálitið í öðrum löndum mótfallið þeim, og samtök umhverfissinna eiga auðvelt með að vekja þá andstöðu til virkra mótmæla, hvort sem er til þess að sniðganga íslenskar vörur í stórmörkuðum eða sérvöldum matgæðingaverslunum eða til þess að krefjast þess af stjórnmála- mönnum sínum og yfirvöldum að þau komi á og framfylgi almennu viðskiptabanni á Ísland og allt sem íslenskt er. Öllum sem fylgst hafa með fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins er ljóst að þar eru rök löngu hætt að skipta máli. Þýðingarlaust er að skírskota til stofnsamþykkta ráðsins um að hlutverk þess sé að skipuleggja hvalveiðar og hafa eftirlit með þeim innan ramma vísindalegrar þekkingar – meiri- hlutinn heldur áfram að ganga þvert gegn stofnsáttmálanum og halda fram alfriðun hvala, hvar- vetna og ævinlega. Sérstaklega hafa fulltrúar Bandaríkjanna á þeim vettvangi verið ómyrkir í máli um að þeir kæri sig kollótta um allar álitsgerðir vísindamanna og rök. Þeir muni líta á það sem hlutverk sitt að tryggja um aldur og ævi friðun hvala að öllu öðru leyti en að leyfa nokkrum hópum frumbyggja að veiða einhverja örfáa hvali árlega samkvæmt hefðum ættbálks síns. Auk Alþjóðahvalveiðiráðsins heyra hvalveiðar undir CITES (Samtökin um alþjóðaviðskipti með afurðir af tegundum í útrýmingar- hættu). Hlutverk Cites er að skrá slíkar tegundir og koma í veg fyrir hvers konar alþjóðleg viðskipti með afurðir af þeim. Samkvæmt núverandi listum gildir 0-kvóti um afurðir af hvölum og Cites viðurkennir bann Alþjóðahvalveiði- ráðsins við hvalveiðum og lítur svo á að hvers konar viðleitni til að versla með hvalafurðir miði að því að grafa undan friðun hvala. En hver framfylgir þessum boðum og bönnum? Það er hér sem Bandarík- in koma inn í málið. Bandarísk yfirvöld draga yfirleitt lappirnar í umhverfismál- um hvers konar. Eins og til að vega á móti því illa orði sem af þeim fer á því sviði, hafa þau hins vegar beitt sér af öllu afli (og gegn öllum rökum) fyrir alfriðun hvala um allan heim. Með lagaviðaukum við fiskveiðalög Bandaríkjanna (Pelly amendment, Packwood-Magnusson amendment) hefur þingið falið stjórnvöldum sínum vald alþjóða- lögreglu til að framfylgja alþjóða- samþykktum á sviði tegundavernd- ar. Samkvæmt því ber forseta Bandaríkjanna að lýsa yfir viðskiptabanni þegar hann fær í hendur frá viðskiptaráðherra sínum staðfest vottorð þess efnis að land eða lönd séu að draga úr virkni alþjóðasamþykkta um verndun tegunda, með veiðum friðaðra tegunda eða verslun með afurðir af þeim. Bandaríkjaforseti hefur svigrúm til þess að ákveða hversu víðtækt viðskiptabannið er, en frá 1992 hefur hann heimildir til að láta það ná til allra viðskipta viðkom- andi landa. Bandaríkjamenn hafa líka farið sér hægt gagnvart okkur meðan við stunduðum eingöngu hrefnuveiðar í vísindaskyni og torguðum afurðunum innanlands. En nú má búast við að gamanið fari að kárna. Það er efalaust enginn hörgull á þingmönnum á Bandaríkjaþingi, sem eru reiðubúnir að vinna sig í áliti hjá kjósendum sínum með því að hóta Japönum viðskiptaþvingun- um, ef þeir verða til þess að yfir- lýstar hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist að nýju eftir 20 ára hlé, með því að vera opinn markaður fyrir hvalafurðir frá öðrum þjóðum. Og Japanir eru þekktir að því að vega vandlega hagsmuni sína og taka ævinlega meiri hagsmuni fram yfir minni. Hér á landi verða menn hins vegar þjóðhetjur með því að standa á réttinum, hvað sem tautar og raular, og öllum hagsmunum (öðrum en Kristjáns Loftssonar) líður. Viðskiptastríð við USA? bJarne reinhOldt Hvalveiðar ÓlafUr hannibalssOn Í dag | stór dagur Framsóknarmenn bíða þess með ofvæni að laugardagurinn 16. desember renni upp en þá verður flokkurinn níræður. Framsóknarflokk- urinn var stofnaður á Alþingi og fer því vel á að Jón Sigurðsson formaður minnist tímamótanna í alþingishús- inu við Austurvöll á afmælisdaginn. Jón er þrettándi formað- ur flokksins frá stofnun og hafa formenn því setið að meðaltali í rétt tæp sjö ár. Hermann Jónasson var manna lengst formað- ur eða í átján ár en tveir, Ásgeir Ásgeirsson og Sigurður Krist- insson, sátu í eitt ár hvor. elstur Framsóknarflokkurinn er elsti starf- andi stjórnmálaflokkur landsins en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929. Saman mynda þessir lang- elstu flokkar landsins ríkisstjórn og eru stjórnarandstöðuflokkarnir þrír eins og smábörn í samanburðinum. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður í nóvember 1998 og VG þremur mánuðum síðar – í febrúar 1999. Stofnfundur Samfylkingarinnar var árið 2000 en hún bauð fram til þings sem kosningabandalag ári áður. margrét vestur? Í dag verður haldinn miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins. Þar á bæ hafa menn verið að fara yfir málin, enda sérlega ófriðlegt meðal frjálslyndra upp á síðkastið. Heyrst hefur að Margrét Sverrisdóttir hug- leiði nú krók á móti bragði fyrir næstu kosningar. Til greina komi að hún rífi sig upp úr Reykjavíkinni og bjóði fram í fyrsta sæti í Norðvestur-kjördæmi en þar situr fyrir sjálfur formaðurinn Guðjón Arnar. Margrét er ættstór vestra og vilja fróðir menn meina að hún eigi ekki síður stuðning fólks þar en Guðjón Arnar. Það er svo til að styrkja söguna að Margrét var fyrir vestan um síðustu helgi. bjorn@frettabladid.is klemenens@fretta- bladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.