Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 30

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 30
[ ] Mín skoðun Jólakötturinn tekur til MJálMs Skautafélagið Björninn stend- ur fyrir Jólaskautaskóla fyrir börn á milli jóla og nýárs. „Jólaskautaskólinn er bæði ætlað­ ur byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og vilja bæta getu sína annað hvort í íshokkí eða á listskautum,“ segir Sergei Zak, sem hefur gegnt stöðu yfirþjálfara hjá Skautafélaginu Birninum síðastliðin sex ár. Að sögn Sergeis verður farið yfir helstu undirstöðuatriðin á skautum á námskeiðinu og reynt að hafa það með skemmtilegra móti. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára og er skipt í hópa eftir aldri og getu. „Meginmarkmið Jólaskólans er að kynna skautaíþróttir fyrir börn­ um,“ útskýrir Sergei og bætir við að hann sé nýjasta viðbót nám­ skeiða, sem haldin eru á vegum Skautafélagsins Bjarnarins. Var boðið upp á Jólaskólann í fyrsta sinn í desember á síðasta ári og vegna þess hve vel tókst til var ákveðið að endurtaka leikinn nú í ár. „Skautaíþróttir hafa verið í örum vexti síðan ég hóf störf hjá Birninum fyrir sex árum síðan,“ segir Sergei. „Í upphafi var æfingar­ tímabilið styttra en nú tíðkast, en við lengdum það með stofnun sér­ staks Sumar íshokkískóla fyrir börn árið 2001. Er hann starfræktur við mikl­ ar vinsældir á ári hverju. Ekki má heldur gleyma Línuskautaskólan­ um sem er hafður opinn tvisvar sinnum í júní, þar sem áhersla er lögð á grunnatriði línuskauta og línuskautahokkí.“ Jólaskautaskólinn verður hald­ inn í fjóra daga í Egilshöll, eða frá kl. 9 til 12 dagana 27. til 30. desem­ ber. Hægt er að kynna sér betur starfsemi skólans og skrá þátttak­ endur með því að fara inn á vefsíð­ una www.bjorninn.com eða hafa samband í síma 594 9696 eða 847 5366. roald@frettabladid.is Björninn býður börnin velkomin í Jólaskautaskóla Jólaskautaskólinn er fyrir byrjendur og eins þá sem vilja bæta getu sína annað hvort í íshokkíi eða á listskautum. Að sögn Sergeis njóta skautaíþróttir vaxandi vinsælda hérlendis. fréttAblAðið/Vilhelm Sergei Zak hefur gegnt stöðu yfirþjálfara hjá Skautafélaginu birninum síðastliðin sex ár. fréttAblAðið/pJetur Ja hérna! Kann fólk ekkert að skipuleggja sig? Af hverju er beðið með allt fram á síðustu stundu? eftir að ég hætti að fá eitthvað út úr því að eltast við bandhnykla og ljótar mýs, gerði ég mér ljóst að tíminn líður. Og oftast líður hann hratt. Jólin koma á hverju einasta ári. hvers vegna bíður fólk samt með að undirbúa þau og lætur eins og allur tími heims sé í boði? Allt er geymt fram til síðustu viku. Þá á að fara að baka, kaupa jólaföt, jólagjafir, gera jólahreingerninguna og semja jólalögin. er ekki skynsamlegra að byrja í október? Jólin koma, hvað sem hver segir. Það kemst enginn hjá því að taka þátt í þeim. Venjulegt fólk sem stingur hausnum í sandinn og lætur eins og jólin séu ekki á leiðinni ætti að koma upp í esju til mín og sjá hvað er í gangi þar. Þar hugsum við um jólin allan ársins hring. Jól, jól, jól og aftur jól … ekki bíðum við fram í síðustu viku með að gera allt sem þarf að gera. Nei, Grýla bætir pokann sinn, skreppur í bæinn á nóttunni til að skoða óþekktaranga. Saman höldum við skrá yfir þá krakka sem eiga ekki eftir að fá jólaföt og enda í pokan- um hennar. Kannski að Grýla ætti að sauma stærri poka. Það fer ekki hjá því að fullorðnir ættu það skilið að enda í pokanum. Svei! Hafa allir nægan tíma? skórinn stendur nú í glugga fjölmargra barna. ekki falla í þá gryfju að gefa eingöngu sælgæti. litir og smádót virka jafn vel eða betur. Ný endurbætt gerð, mjúkur botn, fer betur í hornin og milli hluta Bylti ng í þ rifum Jólagjöfin í ár. Söluaðilar: Byggt&Búið, Samkaup Úrval og Nettó um land allt, Iðnú Brautarholti, Fjarðarkaup Hf. Skipavík Stykkishólmi, KFH Egilsstöðum, Gólfefni & þrif Höfn og Kaskó Keflavík Ný gerð Það vinnur á meðan þú ert að heiman Lítil rafdrifin kúla dregur hringlaga mjúkan disk með filti undir sem dregur í sig ryk, ló, dýrahár o. fl. Eitt handtak að skipta um filt. Gengur 1,5 klst á hleðslu, hleðslutæki fylgir. Parket Flísar Gólfdúka Þrífur Holtasmári 1• sími 571 8500 • www.tvolif.is Opið 11-18 alla virka daga og 11-16 á laugardögum Hjá okkur færðu fallegustu bumbufötin fyrir jólin Fallegar gjafavörur fyrir verðandi mæður og litlu krílin. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.