Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 5 Jólatré úr plexigleri vekja at- hygli í verslunum Epal, bæði í Skeifunni og Leifsstöð. Þau eru eftir myndlistarmanninn Elínu Hansdóttur. „Trén voru upphaflega byggð á verkinu MONEYTREE, sem ég sýndi í Listasafni Árnesinga árið 2004. Það tré var útbúið raufum sem hægt var að stinga peninga- seðlum í. Ég lagði til nokkra seðla í upphafi sýningarinnar en svo var gestum í sjálfsvald sett hvort þeir vildu bæta við blóma trjánna eða tína af þeim.“ Þannig lýsir Elín tilurð hinna nýstárlegu plexiglertrjáa og hún hefur meiri sögu að segja. „Haustið 2005, þegar ég dvaldi í Kína í mánuð, lét ég búa til fyrir mig plexiglert- ré fyrir sýningu sem ég var að taka þátt í í New York og alls voru framleidd fyrir mig tólf tré.“ Trén hennar Elínar eru um 1.20 m á hæð og 1 m í þvermál. Þau eru búin til úr litlum akrílplast- trjám sem Elín segir fást í veislu- búðum í New York. „Slík tré eru sett á veisluborð í brúðkaupum og eiga að safna aur fyrir brúð- hjónin,“ útskýrir hún. Elín bendir á að trén standi á mörkum hönnunar og myndlist- ar. „Þetta er verk sem getur að sjálfsögðu verið uppi allt árið, en er líka skemmtileg tilbreyting í stað jólatrés yfir hátíðarnar. Trén má skreyta með ýmsu móti hvort heldur sem er með nýmóð- ins skrauti úr svörtum palíettum og fjöðrum eða gamaldags jóla- pokum, allt eftir smekk hvers og eins. Svo er einfalt að taka það í sundur og það tekur ekki mikið pláss í geymslu. Það er hins vegar takmarkað upplag af þeim og fleiri verða ekki framleidd.“ - gun Nýstárleg plexígler-jólatré Plexiglertréð má skreyta með ýmsum hætti. Hér er það með rauðum jóla- pökkum í húsnæði Epal í Skeifunni. Fréttablaðið/anton Uppskrift dagsins Þegar tíminn er naumur til baksturs getur verið bráðgóð lausn að baka rúllutertur því það er svo fljótlegt. Gaman er að eiga bæði brúna og hvíta. Draumterta 3 egg 1,5 dl sykur 50 g kartöflumjöl 1,5 tsk. lyftiduft 2 msk. kakó Egg og sykur eru þeytt vel. Þurrefnunum blandað saman og bætt varlega út í. Bökunar- pappír er breiddur á plötu og deigið breitt út á hann. Sett inn í 180 gráðu heitan ofn og bakað í um 10 mínútur. Hvolft á hreint viskastykki og látið kólna. Á meðan er búið til smjörkrem sem síðan er breitt ofan á kökuna og henni er rúllað upp. Smjörkrem 100 g smjör 4 dl flórsykur 2 msk. soðið vatn 1 tsk. vanilla Hvít rúlluterta 3 egg 125 g sykur 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 1 msk vatn Aðferðin er sú sama og við draumtertuna en út í kremið er sett 1,5 msk. kakó. Rúllutertur Draumaterta, bragðgóð og auðveld. Hvít rúlluterta, skemmtilegt mótvægi við þá brúnu. Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Góðan dag! Við gerum okkur grein fyrir því að góður svefn er ein mikilvægasta for- senda vellíðunar og góðrar heilsu. Þess vegna höfum við nú ákveðið að bjóða til sölu Winx 300 heilsurúm frá Lattoflex í Þýskalandi. Lattoflex hefur verið í fararbroddi í þróun heilsurúma í hálfa öld og eiga Winx 300 rúmin sér enga hliðstæðu. Winx 300 heilsurúmin sóma sér vel í fallegum og vönduðum svefnherbergis- húsgögnum frá Zack. • Þau bæta blóðflæði með vöðva- slakandi örhreyfingum. Winx virkjar eðlilegar hreyfingar í svefni og skilar hreyfiorkunni mjúklega til líkamans ólíkt mörgum öðrum rúmum sem draga í sig orkuna. • Axla- og mjaðmasvæði eru mýkri til að halda bakinu beinu og losa spennu. Þrískipt fjöðrunarkerfi stuðlar að endur- nærandi svefni. Að auki veitir næmni sérhannaðra vængja líkamanum breyti- legan stuðning óháð þyngd. • Álagspunktar eru hverfandi vegna vængjanna sem Lattoflex hefur þróað ásamt Evo dýnunum sem eru hannaðar með tilliti til lögunar líkamans. • Rúmin eru að auki stillanleg undir baki og öxlum eftir breytilegum þörfum hvers og eins, og þau fást einnig með slakandi nuddkerfi. Winx heilsurúmin uppfylla fjögur skilyrði sem eru forsenda rétts stuðnings við bak og þess að vakna endurnærð og úthvíld að morgni: Fjárfestu í betri líðan! Skoðaðu vefsetur okkar www.eirberg.is til að fá nánari upplýsingar um Winx 300 heilsurúmin eða komdu í verslun Eirbergs að Stórhöfða 25 (gulu húsin). Í desember er verslunin opin á laugardögum kl. 11:00 - 16:00 og á virkum dögum kl. 9:00 - 18:00. Unicef Prýtt liStavErkum Frá yFir 200 þjóðlönDum. jólakort barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, uniCEF, eru komin í verslanir. kortin fást í öllum betri bókabúðum landsins og á skrif- stofu uniCEF á Íslandi að laugavegi 42. uniCEF kortin eru prýdd listaverk- um og eru frá yfir 200 þjóðlöndum. Hægt er að kaupa dagbækur, kerti, leikföng og margt fleira á skrifstofu uniCEF. margar gjafavaranna eru búnar til í þróunarlöndunum og þannig er stutt við atvinnusköpun og framleiðslu. allur ágóðinn af sölunni rennur til verkefna uniCEF. jólakort } 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.