Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 39

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 39
Nýtt met | Viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri á einum árs- fjórðungi en hann reyndist tæp- lega 81 milljarður króna á þeim þriðja. Viðskiptahalli ársins er því orðinn 205 milljarðar króna og meiri en allt árið í fyrra. Úr landi | Actavis íhugar að flytja framleiðslu um tuttugu samheita- lyfja til Bretlands. Um er að ræða lyf sem hefur verið kostnaðar- samt að framleiða á Íslandi. Með þessu er leitast við að lækka verð lyfjanna. Ný útgáfa | Landsbankinn hefur lokið við skuldabréfaútgáfu í Kanada fyrir 300 milljónir kan- adískra dala eða 18 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er á gjalddaga í janúar 2010. Fons næststærstur | Fons, sem er að meirihluta í eigu Pálma Haraldssonar, hefur keypt 9,2 prósenta hlut Straums-Burðaráss og dótturfélags þess, Iðu fjárfest- inga, í 365. Fons er eftir kaupin næststærsti hluthafinn í 365. LÍ ráðleggur | Landsbanki Íslands var aðalráðgjafi við kaup norska fjárfestingarfélagsins Estatia á kanadísku magnesíum-málm- steypunni Meridian Technologies á yfir 12 milljarða íslenskra króna. Dragast saman | Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörð- um króna í nóvember. Þetta er 1,5 milljörðum króna minna en í mánuðinum á undan. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum. Bæta við | FL Group hefur eign- ast þrjátíu prósenta hlut í Glitni eftir að fjárfestingafélagið keypti bréf í bankanum fyrir 2,3 millj- arða króna. Heildarhlutur bank- ans er metinn á rúma 99 milljarða króna. Sérfræðingar Lánstrausts Benda á veiku blettina 18 General Motors Dregur úr fram- leiðslu jeppa 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 13. desember 2006 – 48. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Framtíðarskipan gengismála Peningalaust Ísland 10-11 Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss. Jafnframt hefur Gnúpur selt um fimm prósenta hlut til FL sem á nú um sjö prósent í eigin bréfum. Öll viðskiptin fóru fram á genginu 23,1 sem var undir þáverandi markaðsgengi hluta- bréfa í FL. Eignarhlutur Gnúps er því um 17,2 prósent í FL eða rúmir 32 milljarðar að markaðsvirði. Félög í eigu Magnúsar héldu utan um 14,5 prósenta hlut í FL fyrir viðskiptin, en félag í eigu Kristins og systkina hans um 7,7 prósent. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Kristinn og Magnús eigi saman- lagt 93 prósent hlutafjár í Gnúpi. Fjárfestingafélagið Brekka, sem er í eigu Þórðar Más, er einnig meðal hluthafa. - eþa Gnúpur kaupir og selur í FL Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04 prósent milli mánaða í desember og jafngildir það 7,0 prósents verðbólgu síð- astliðna 12 mán- uði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburð- ar var verðbólgan 7,3 prósent í nóvember. Hækkunin er ívið minni en greiningardeildir bankanna spáðu en þær hljóðuðu upp á 0,1 til 0,2 prósenta hækkun milli mánaða. Eldsneytisverð lækkaði milli mánaða. Á móti hækkaði verð á bílum og húsaleigu en það er í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þá lækkaði matvöru- verð þriðja mánuðinn í röð en það var þvert á spár bankanna. - jab Minni verðbólga B e n s í n d æ l a Vísitala neysluverð hækkaði minna en gre in ingarde i ld i r bankanna reiknuðu með. Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræð- ingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálf- stæðar að því marki að ákvörðunar- valdið lægi hjá Seðlabanka Íslands. „Engin þjóð hefur enn sem komið er tekið upp peningalaust kerfi þó svo að fræðilega hafi þessi hugmynd verið á reiki innan hagfræðinnar í heila öld,“ segir Björn Rúnar í grein sinni um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Hann telur þó að með aukinni tækni- væðingu og rafrænum greiðslum sé bara tímaspursmál hvenær skrefið verði tekið til fulls. Björn Rúnar segir að þótt „dollaravæð- ing“ hafi fengið á sig óorð í Argentínu og myntráð hafi á margan hátt þótt gamal- dags kunni millivegurinn að henta hér. Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils hefur verið áberandi á árinu og forsvarsmenn fyrirtækja bent á að hún standi í raun í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér og að með jafn óstöðug- an gjaldmiðil sé strik sett í allar rekstr- aráætlanir fyrirtækja sem viðskipti eiga við útlönd. Sjá úttekt í miðopnu / - óká Björn rúnar Guðmundsson Björn Rúnar stingur upp á nýrri leið hvað varðar gjaldmið- il þjóðarinnar í viðamikilli grein í miðopnu blaðsins. Evran án aðildar að ESB Óli Kristján Ármannsson skrifar Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að setja á þagn- artímabil í þrjár vikur fyrir útgáfu Peningamála og tvær vikur fyrir aðra vaxtaákvörðunardaga. Ákvörðun um þetta var tekin fyrir helgi að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Næsti vaxta- ákvörðunardagur er 21. desember og fyrsta þagn- artímabil bankans því þegar hafið. Eiríkur segir það ekki síst vera fyrir ásókn greiningardeilda erlendra fjármálastofnana að þagnartímabilsleiðin hafi verið farin. „Þær hafa sóst hér eftir fundum og einhvern veginn hitt nákvæmlega á að vera svona skömmu fyrir ákvörð- unardag,“ segir hann og bætir við að þekkist að sami háttur sé hafður á í öðrum seðlabönkum. Nú tjá starfsmenn bankans sig því ekki um stefnu hans eða efnahagsmál þegar að vaxtaákvörðun líður. „Við gefum út mikið efni með Peningamálum og nokkuð þegar aðrir ákvörðunardagar eru og okkur þykir það nóg. Svona framlag af okkar hálfu hefur stóraukist með Seðlabankalögunum og framkvæmd þeirra og ætti að nægja,“ segir hann. Greiningardeildir bankanna hér segja ákvörð- un bankans skiljanlega og í raun sé með þessu lítið annað gert en að formgera fyrirkomulag sem þegar hafi verið við lýði. Á fimmtudag- inn eftir viku er aukavaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum, en í nóvember byrjun lét bankinn stýrivexti óbreytta í 14 prósentum, en hvað frek- ari hækkun í spilunum yrðu þróun efnahagsmála ekki hagfelld. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir hækkun. Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningardeildar Glitnis, segir flest það sem gerst hafi frá síðasta vaxtaákvörðunardegi ýta undir þörfina á hækkun og bendir þar bæði á gengisþróun og tölur um viðskiptahalla. Glitnir spáir 25 punkta hækkun. Landsbankinn telur að hækkunin gæti numið allt að 50 punktum, með fyrirvara um hvernig hagvaxtarmæling sem birt verður í dag kemur út. Þá gerir greiningardeild Kaupþings ráð fyrir 50 punkta hækkun og rekur þörfina á henni ekki síst til lítils aðhalds í nýsam- þykktum fjárlögum. Bent er á að fjárlögin geri ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda um leið. Greiningardeildin segist óttast að vegið sé nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þensla gangi niður. „Ennfremur, virðast allir hemlar á fjárfestingum ríkisins vera að gefa eftir og gildir einu hvort um sé að ræða bein ríkisútgjöld eða einkaframkvæmdir á vega- bótum,“ segir bankinn og bendir á að baráttan við verðbólguna sé enn í algleymingi. Seðlabankinn þegir í tvær til þrjár vikur Erlend ásókn í upplýsingar hefur knúið Seðlabankann til að setja reglur um þagnartímabil fyrir vaxtaákvarðanir. Greiningardeildir spá 25 til 50 punkta hækkun næst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.