Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 40

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 40
MARKAÐURINN 13. desember 2006 miðvikudagur2 f r é t t i r G E N G i S Þ r Ó U N Vika Frá áramót­um 365 25% -25% Actavis 0% 33% Alfesca -1% 25% Atlantic Petroleum 1% 27% Atorka Group 3% 3% Bakkavör 2% 24% FL Group 2% 26% Glitnir 4% 36% Hf. Eimskipafélagið 1% -31% KB banki 3% 13% Landsbankinn 2% 6% Marel -1% 18% Mosaic Fashions -2% -13% Straumur 1% 10% Össur 0% -1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Samanlagt útflutningsverð- mæti fyrir fersk þorsk- og ýsu- flök nam 10 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 30 prósenta aukning á milli ára, samkvæmt upplýsing- um Landssambands smábáta- eigenda. Verðmæti þorskflaka hefur hækkað um 20 prósent en ýsu- flaka um 16 prósent á milli ára. Til samanburðar jókst heildar- magn þorskflaka um 7 prósent en ýsuflaka um 15 prósent á sama tíma. Langmest af útfluttum flök- um fór líkt og fyrri ár á markað í Bretlandi. Næstmest fer til Bandaríkjanna en þar á eftir kemur Frakkland en þangað fóru 8 prósent af útfluttum flök- um á árinu - jab ýsuflak Bretland er stærsti markaðurinn fyrir íslensk ýsuflök. Markaðurinn/E.Ól. Verðmæti flaka jókst um 30% Stærri fjármálafyrirtæki kunna að geta losað um tölu- verða fjármuni í rekstri sínum eftir að um áramót taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja gildi. Reglurnar byggja á svo- nefndum Basel II staðli. Guðrún Jónsdóttir hjá Fjármálaeftirlitinu áréttar að í engu sé slegið af í kröfum til fjármálafyrirtækja. Stærri fjármálafyrirtæki njóta þess hins vegar að vera með öflug áhættustýringartæki og eiga þess kost að koma á svoköll- uðu „innra matskerfi“ þar sem áhætta er metin í samstarfi við Fjármálaeftirlitið. „Í raun borgar sig samt ekki nema fyrir stærstu fyrirtæki að taka þetta upp,“ segir Guðrún og bendir á að því fylgi mikil vinna og umfang. Kjósi fyrirtæki að taka upp innra mat tekur svo við þriggja ára aðlögunartími þar sem einungis er heimilt að trappa eigið fé fyrirtækis- ins niður um ákveðið hlutfall á ári hverju. Eftirlitsferlið sem í staðinn kemur á svo að tryggja að fyrirtækin hafi ávallt nægi- legt eigið fé að styðjast við. „Reglurnar sem við gefum út núna eru frá samtökum banka- eftirlita og snúa í raun að dálítið breyttum eftirlitsháttum,“ segir Guðrún, en þeir byggja í meira mæli á samstarfi fyrirtækjanna og eftirlitanna. - óká Nýjar reglur losa um peninga Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til sam- starfs um eftirlit og upplýs- ingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftir- litsaðila utan EES. „Mön er þekkt fjármálamið- stöð og ég er ánægður með að við skulum vera búin ljúka þessum fyrsta samningi við ríki fyrir utan EES, miðað við útrás bank- anna verður þetta ekki síðasti,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Annað dæmi um starfsemi banka utan EES er nýstofna útibú Glitnis í Kína. Samningurinn við fjármálaeftirlitið á Mön er sagð- ur til kominn vegna starfsemi dótturfélaga Kaupþings Singer & Friedlander á Mön. Samningurinn tekur þó til almenns samstarfs milli eftirlitsstofnananna. - óká FME semur um eftirlit Mön Kaupthing Fund Global Value, sjóður í umsjá eignastýringar Kaupþings, fékk nýverið fjór- ar stjörnur af fimm í einkunn frá matsfyrirtækinu Standard & Poors. Þetta er hæsta einkunn erlendra hlutabréfasjóða hér. Stjörnugjöfin endurspeglar ávöxtun að teknu tilliti til áhættu í samanburði við aðra sambæri- lega sjóði. Sjóðurinn var metinn gagnvart hópi 672 annarra. Sjóðurinn, sem fjárfestir í 30- 40 hlutabréfum í Bandaríkjunum, hefur hækkað um 48 prósent á undanförnum þremur árum. - eþa Fremstir að mati S&P Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Þrír stærstu sparisjóðir landsins, SPRON, SPV/ SPH og SpKef, ætla að selja nýtt stofnfé fyrir um 14,7 milljarða króna á næstunni. Þarna er um tals- verða fjárhæð að ræða þegar haft er í huga að allt stofnfé í sparisjóðakerfinu nam tæpum sjö millj- örðum króna um síðustu áramót. Stofnfjárútgáfan styrkir eiginfjárstöðu spari- sjóðanna og gerir þeim kleift að vaxa frekar. Hún býður einnig upp á þann möguleika að arðgreiðslur til stofnfjáreiganda aukist. Fyrir síðustu helgi hófst tíu milljarða króna stofnfjárútboð í SPRON þar sem núverandi stofnfé verður aukið um 90 prósent. Ef allt stofnféð selst verður heildarvirði stofnfjár um 20 milljarðar í SPRON. Þetta er önnur stofnfjáraukningin í SPRON á þessu ári en í vor var nýtt stofnfé selt fyrir fimm milljarða króna. Stjórn hins nýja sameinaða sparisjóðs SPH og SPV hefur ákveðið að nýta heimild til stofnfjáraukningar að fullu með því að selja nýtt stofnfé fyrir 3,7 millj- arða króna. Útboðslýsing er til yfirlestrar hjá FME en ekki liggur endanlega fyrir hvort stofnfjáraukn- ingin fari fram á þessu ári. Þá liggur fyrir útboðslýsing í Sparisjóðnum í Keflavík um sölu á stofnfé fyrir hálfan milljarð að nafnvirði samkvæmt heimild frá árinu 2003. Þetta samsvarar einum milljarði króna miðað við uppreiknað gengi stofnfjárbréfa sjóðsins. Útboðið hefst þann 21. desember. „Tilgangurinn með þessari sölu er að styrkja eiginfjárgrunn félagsins. Afkoma sparisjóðsins verður góð á þessu ári en aukinn stærð og meiri hagnaður taka í svokölluð eiginfjárhlutföll,“ segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í SpKef. Jafnframt liggur fyrir fyrir stofnfjáreigenda- fundi í Spkef tillaga um að stjórn spari- sjóðsins fái heimild til að gefa út nýtt stofnfé fyrir 700 millj- ónir króna að nafnvirði eða 1,4 milljarða að söluvirði. Geirmundur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um sölu þess hlutar sam- þykki fundurinn tillöguna. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breyting- ar á samþykktum sjóðs- ins vegna samruna við Sparisjóðinn í Ólafsvík. Þar er gert ráð fyrir að starfssvæði sparisjóðs- ins verði útvíkkað. Höfuðstövðar spron í ármúlanum Þrír stærstu sparisjóðirnir ætla að selja nýtt stofnfé fyrir fimmán milljarða króna að söluvirði. Selja stofnfé fyrir fimmtán milljarða SPRON, SPV og SpKef vilja auka stofnfé sem styrkir eigin- fjárstöðu sparisjóðanna. Heildarstofnfé í sparisjóðakerfinu nam sjö milljörðum um síðustu áramót. Norska lággjaldaflugfélag- ið Sterling, sem er í eigu FL Group, hyggst stofna nýtt félag undir nafninu Essential Aircraft Maintenance Services A/S (EAMS) utan um viðhaldsþjón- ustu sína. Félagið verður selt í tveimur hlutum á næstu sex mánuðum, þann 1. febrúar og 1. maí. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir þann háttinn hafðan á til þess að Sterling hafi áfram ákveðna stjórn yfir fyrirtækinu á meðan breytingarnar ganga í gegn. Kaupendur nýja félagsins eru meðal annarra fyrrverandi stjórnendur hjá SAS og aðrir sem hafa langa reynslu af við- haldsrekstri, bæði í Skandinavíu og Evrópu, ásamt hópi fjárfesta. Nýja félagið mun, auk Sterling, sinna öðrum viðskiptavinum og sérhæfa sig sérstaklega í Boeing 737 og Airbus 320 flug- vélum. Almar segir söluna í takti við það sem önnur lággjalda- flugfélög hafa gert. Óvenjulegt sé að þau sinni viðhaldi á flota sínum sjálf. Það að nýja félg- ið muni jafnframt sinna öðrum viðskiptavinum feli í sér kostn- aðarhagræðingu. - hhs Sterling selur viðhaldsþjónustuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.