Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 42

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 42
MARKAÐURINN 13. desember 2006 miðvikudagur4 f r é t t i r Óli Kristján Ármannsson skrifar Nefnd sem samgönguráðherra skipaði í vor leggur, samkvæmt heimildum Markaðarins, til að ráðist verði sem fyrst í lagningu nýs sæstrengs með aðkomu ríkisins til að tryggja öryggi gagnaflutn- inga til og frá landinu. Nýr strengur kæmi til viðbótar Farice-1 sæstrengnum sem tekinn var í notkun í febrúarbyrjun 2004 og svo tenginga um Cantat-3 sæstrenginn sem kominn er til ára sinna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kemur til starfa í dag eftir vinnuferð til útlanda og tekur við skýrslu nefndarinnar, en í henni eiga sæti full- trúar Farice, Símans, Vodafone, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Á föstudag er svo stefnt að því að ráðherra kynni tillögur nefndarinnar í ríkisstjórn og að þær verði svo í kjölfarið gerðar opinberar. Ætlað er að kostn- aður við lagningu nýs sæstrengs nemi um þremur milljörðum króna. Verkefni nefndarinnar var að huga að því hvort og hvernig koma ætti á varasambandi við útlönd um sæstreng og hvaða leiðir væru færar í þeim efnum, bæði hvað varðaði fjármögnun og rekstur. Velt er upp mögulegu samstarfi við fyrirtæki og eins önnur lönd, en Farice-sæstrengurinn var sem kunnugt er lagður í samstarfi fjarskiptafyrirtækja hér heima og í Færeyjum auk aðkomu ríkisins. Líklegt er að sérstaklega sé horft til samstarfs við Færeyjar, en þar hefur þegar verið ákveðið að ráð- ast á næsta ári í lagningu nýs sæstrengs til viðbótar við Farice-strenginn. Kjósi stjórnvöld hér að efna til samstarfs við Færeyinga og fá að samnýta þann streng þurfa þau því væntanlega að bregðast skjótt við. Þann streng á að leggja til Skotlands, líkt og Farice-1 strenginn, en stefnt er að því að færeyski strengurinn nýi verði kominn í rekstur í nóvember á næsta ári. Forsvarsmenn upplýsingatæknifyrirtækja hafa bent á nauðsyn þess að hér sé tryggt öryggi gagna- flutninga. Þannig hefur Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðandi tölvunet- leiksins EVE Online, sagt skort á slíkri tengingu hafa verið ráðandi í að allir miðlarar leiksins voru settir upp í lundunum. Í niðurstöðum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi hér, sem kynnt var í byrjun síðasta mánaðar, er einnig bent á að í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptamálum 2005-2010 komi fram að „fjarskiptasamband milli Íslands og útlanda sé við- kvæmt fyrir óvæntum áföllum, svo sem bilunum eða skemmdarverkum, og staðan því óásættanleg til lengri tíma litið vegna viðskiptahagsmuna og þjóðaröryggis“. Staðan er sögð geta hamlað því að innlend og erlend fyrirtæki teldu sér fært að ráðast í að byggja hér upp þjónustu sem krefðist öruggrar tengingar við umheiminn. Nefnd forsætisráðherra taldi því mikilvægt að hefja hið fyrsta lagningu á nýjum sæstreng. Ljóst er af viðræðum við þá sem til þekkja að almennt séu menn sammála um nauð- syn þess að leggja nýjan streng og því viðbúið að mjög fljótlega verði tekin ákvörðun um að ráðast í verkið. NútímiNN er stafræNN Í skýrslu þar sem fjallað var um möguleikann á því að koma hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð er örugg gagnatenging við útlönd sögð ein af grunnforsendum. Til að viðkvæm starfsemi þrífist hér þarf að sýna fram á að óheppilegt botnvörputog geti ekki kippt landinu úr sambandi. Markaðurinn/AFP Farice 2 lagður fyrir ríkisstjórn á föstudag Samgönguráðherra kynnir í vikulokin fyrir ríkisstjórn tillögur varðandi lagningu nýs sæstrengs til viðbótar við Farice-1. Engar tilfærslur urðu á félögum inn eða út úr nýrri Úrvalsvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Sömu fimmtán félög og skipuðu eldri Úrvalsvísitölu sitja því sem fastast áfram. Tvisvar á ári eru tólf til fimmt- án félög valin inn eftir ákveðnum reglum sem byggjast á gögnum um viðskipti frá 1. desember árið 2005 til 30. nóvember í ár. Kaupþing banki hefur mesta vægi allra félaga í vísitölunni, að 34 prósentum, en bæði Landsbankinn og Glitnir hafa rúmlega fjórtán prósenta vægi. Fyrirfram hafði greiningar- deild Kaupþings reiknað með að Icelandic Group tæki sæti Atlantic Petroleum en sú varð ekki raunin. - eþa Engar breytingar á Úrvalsvísitölunni Ú r v a l s v í s i t ö l u - f é l ö g i n vægi í vísitölu miðað við 30.11.2006 Kaupþing 34,55 Landsbankinn 14,85% Glitnir 13,29% Actavis 9,31% Straumur-Burðarás 7,45% Bakkavör 6,54% FL Group 5,11% Mosaic Fashions 2,48% Össur 1,21% Atorka 1,18% Alfesca 1,10% Hf. Eimskipafélag Íslands 1,03% Marel 0,79% Atlantic Petroleum 0,64% 365 hf. 0,47% Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í síðasta mánuði en það er ríflega sex þúsund tonnum og sex prósentum meira en fyrir ári. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nemur 1.251 þúsund tonni það sem af er árs en það er 22 prósenta samdrátt- ur á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir samdráttinn skýrast af mun styttri loðnuvertíð á árinu. Á móti kom að hærra hlutfall en áður fór til manneldis auk þess sem afurðaverð sé hærra nú en í fyrra vegna lækkunar krónunnar og hærra afurðaverðs á erlend- um mörkuðum, sem er í sögu- legu hámarki. Megi því búast við hærra aflaverðmæti á árinu í heild þrátt fyrir aflasamdrátt á milli ára, að mati Glitnis. - jab fiskiskip Greiningardeild Glitnis býst við hærra aflaverðmæti á árinu þrátt fyrir sam- drátt í veiðum. Markaðurinn/GVa Aflaverðmæti eykst Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um tvö hundruð þúsund krónum meira á ári fyrir áburð- inn en þeir gerðu í fyrra. Könnun sem Búnaðarsamband Suðurlands lét gera nýverið og Bændablaðið segir frá leiðir í ljós að áburðar- verð hefur hækkað verulega milli ára. Er hækkunin á bilinu tíu til sautján prósentum. Áætlað er að þau fjögur fyr- irtæki sem bítast um áburðar- markaðinn, Áburðarverksmiðjan, Betra land, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands, ann- ist sölu á um 55 til 60 þúsund- um tonna af áburði hér á landi árlega. Áburðarsalar hafa skýrt verðhækkunina með gengisþró- un hér á landi og hækkun flutn- ingskostnaðar í kjölfar olíuverðs- hækkana. - hhs sauðfé Bændur greiða um 200 þúsund krónum meira fyrir áburðinn í ár en í fyrra. Áburðarverð hækkar Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þessar mundir. Í viðtali Bændablaðsins við Jóhannes Símonar-son hér- aðsráðunaut kemur fram að eft- irspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðarsambands Suðurlands, þangað sem bændum gefst kost- ur á að leita ef þeir hyggjast kaupa eða selja kýr, hafi ekki verið ýkja mikil. Ástæðan sé sú að þeir hugi fyrst að mark- aði fyrir gripi sína innansveitar og verði oftast ágengt í þeim efnum. Í greininni kemur fram að algengt verð á kvígum hafi verið á bilinu 75 til l85 þúsund krónur. Nú sé gangverð á kvíg- um á fyrsta mjaltaskeiði um 120 til 130 þúsund krónur. - hhs Kýr rokseljast kýr kvígur á fyrsta mjaltaskeiði kosta 120 til 130 þúsund krónur. Samskip hafa opnað þriðju sölu- skrifstofuna í Svíþjóð, en hún er í Helsingjaborg. Hinar skrif- stofurnar eru í Gautaborg og Varberg. Söluskrifstofur Samskipa eru við þetta orðnar 56 talsins í fjór- um heimsálfum, auk umboðs- manna víða um heim. Samskip bjóða vikuleg- ar siglingar frá Varberg til Íslands, með viðkomu í Árósum og Þórshöfn í Færeyjum, auk umfangsmikilla gáma- og lest- arflutninga milli Svíþjóðar og meginlands Evrópu sem og aust- ur til Eystrasaltslandanna og Rússlands. - óká Opna í Svíþjóð SPRON Myntlán eru veitt til kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Unnt er að taka fullt SPRON Myntlán eða blandað lán þar sem helmingur lánsins er myntlán og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin? A RG U S / 06 -0 55 0 Myntlán
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.