Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 54

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 54
6 ■■■■ { blessuð jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Skreytingar með kertum og greni eru eitt það jólalegasta sem margir geta hugsað sér. Margir gera sínar skreytingar sjálfir og reyna jafnvel að slá sjálfa sig út ár hvert en aðrir þræða blómabúðirnar í leit að fullkominni skreytingu. Auk þess sem kertaskreyting er falleg á stofuborðið heima þá er hún líka fyrirtaks tækifærisgjöf ef farið er í heimsókn á aðventunni. Einnig er stórbrotin kertaskreyting góð jólagjöf handa þeim sem eiga allt. Jólaskrautið verður undir áhrifum tískunnar eins og annað og í ár setja fuglar og fiðrildi nokkurn svip á jóla- skreytingarnar. Svarti liturinn sést einnig víða en svo má auðvitað alltaf fá þessar klassísku með kúlum og hvítum eða rauðum kertum. - bb Eitt það allra jólalegasta Kerti og greinar eru sígildur hluti jólanna og sameinast í kertaskreytingum. Í Hlíðablómum fæst þessi skemmtilega hvíta skreyting á rauðum grunni á 3.900 krónur. Borðdúkur og silfurlitað glimmer Í ár eru svartur tískulitur jólanna. Dularfullt litarval að mati margra, en kannski ekki svo galinn þar sem hann minnir á svartan næturhiminn sem vakir yfir okkur á þessum árstíma. Einhverjir láta tískuna sem vind um eyru þjóta og halda fast í sínar hefðir á meðan aðrir vilja fylgja straumnum. Kostnaðarsamt getur verið að skipta út skrauti um hver jól og því sniðugt að leita leiða til að halda kostnaði í lágmarki. Til að ná svörtu stemningunni þessi jólin þarf ekki meira en einn svartan borðdúk og heilmikið af silfurlituðu og svörtu glimmeri. Dúkurinn er lagður á jólaborðið, og glimmeri dreift yfir hann. Svo er hægt að toppa þetta með svörtum og silfurlitum kertum og servíettum. Svört jól Gylltur engill hefur prýtt glugga Ísblóms í átta ár og er fyrir mörgum tákn jólanna í hverfinu. Engla- skreytingin er vegleg og kostar 19.900 krónur. Rauði liturinn klikkar ekki fyrir jólin. Þessi kostar 3.900 krónur í Ísblómi. Löng og mjó kerti eiga sannarlega erindi í skreytingu. Þessi eru vín- rauð og passa vel við gylltan fugl. Verð krónur 6.900. Fást í Ísblómi við Háaleitisbraut. fréttablaðið/stefán Palíetur á rauðri grein eru alls staðar til prýði. Þessi skreyting kostar 2.325 krónur í Hlíðablómum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.