Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 60

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 60
12 Jólin eru annasamur tími. Eins mikið og okkur langar til að sinna öllum og öllu virðist tíminn ávallt af skornum skammti. Þótt okkur langi til að baka tuttugu sortir af smákökum, skreyta eins og jólin hafi gubbað yfir heim- ilin okkar og vanda valið á jólagjöf- um með ítarlegum verslunarferðum, verðum við að velja og hafna því ekki getur maður gert allt. Hins vegar mega mannlegir jóla- sveinar ekki gleyma að um jólin má segja nei. Lögmálið um tímann gild- ir þennan mánuð sem aðra, vilji fólk gefa sér tíma til ýmissa verka, þá gefur það sér þann tíma. Veldu þér kvöld sem þú vilt verja með börnunum í piparkökubakstur, eða í að skrifa jólakort, eða að fara á tónleika eða bara til að lesa jólabók um engla og hreindýr. Bjóðist þér að gera eitthvað annað það kvöld er svarið einfaldlega nei. Við megum ekki gleyma að við stjórnum eigin tíma. Á annasömum tímum eins og í desember virðumst við stjórnast af annarra manna tíma eða afgreiðslutíma verslana. En það er lítið mál að taka völdin í sínar hendur og segja við sjálfan sig: „Þetta eru mín jól og þau verða eins og ég vil.” Farið nú bara að skipuleggja svo jólamánuðurinn verði afslappaður og eytt í faðmi vina og ættingja. Nei, nei, nei, ekki um jólin Jólin eru hátíð barnanna og fátt eykur á jólagleðina en stund með þeim við föndur eða bakstur. nordicphotos/gettyimages Með því að stjórna eigin tíma og segja nei við því sem ekki fellur inn í aðventudag- skrána má meðal annars gefa sér góðan tíma til að föndra glæsilega aðventukransa.  nordicphotos/gettyimages ■■■■ { blessuð jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Útikerti, bál, kertaljós, jólaskraut og piparkökulykt myndaði huggulega jólastemningu á jólamarkaði sem haldinn var í gamalli hlöðu við bæinn Skeið í botni Svarfaðardals hinn 10. desember. Þetta var annar sunnudagurinn í röð sem jólamark- aðurinn var haldinn og tókst vel til enda veðrið óvenju fallegt. Fólk fann sér fallegar jólagjafir, smakkaði þýska jóla- brauðið stollen og dreypti á jólaglögg. Það naut kyrrðar og friðs í faðmi fjallanna í botni Svarfaðardals. Bærinn Skeið stendur á rólegum stað í botni Svarf- aðardals vestanverðum um 18 km frá Dalvík. Forðum var þetta sveitabær með hefðbundnum búskap, en búskap var þar hætt 1995. Bæjarins er fyrst getið á 11. öld í sögu landsins. Í botni dalsins eru tveir jöklar, þaðan renna tvær ár, sem eru upptök Svarfað- ardalsár. Jólaljós í Svarfaðardal SíðaSti jólamarkaðurinn á Skeiði í Svarfaðardal verður haldinn á Sunnudag. Gestir nutu kyrrðar og fallegra jólaljósa.Bærinn Skeið stendur á rólegum stað í botni Svarfaðardals.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.