Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 65

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 65
H A U S MARKAÐURINN 11miðvikudaGuR 13. deSembeR 2006 ú t t e k t myntráð útelt og úr sér gengin er vert að gefa henni aðeins betri gaum. Með því að sníða fyr- irkomulagið að þeim aðstæðum sem ríkja hér á landi gæti fyrirkomulag sem er eins konar blanda myntráðs og „dollariseringar“ verið ein- faldasta leiðin til þess að taka upp evru án þess að gerast aðili að myntbandalaginu. Vel má vera að hægt sé að slá nokkrar flugur í einu höggi, þ.e. breyta yfir í evru, taka upp nýstár- legt fyrirkomulag í peningamálum og umbreyta starfsemi Seðlabankans með einni allsherjar skipulagsbreytingu. Í grófum dráttum væri um að ræða útfærslu með þeim hætti að í stað þess að festa krónuna við evru, eins og yfirleitt er gert þegar um hefð- bundið myntráð er að ræða, væri evran tekin upp sem viðmiðunargjaldmiðill á ákveðnu gengi en jafnframt yrði Íslandi breytt í peningalaust hagkerfi þar sem eingöngu yrði notast við raf- rænar færslur í viðskiptum og í bankakerfinu. Seðlar og mynt yrðu því einfaldlega lögð niður í núverandi mynd og evran tekin upp í staðinn sem lögbundin mynt. Að breyta yfir í peningalaust hagkerfi er ekki eins fjarstæðukennt og það kann að hljóma í fyrstu. Tækniþróun í bankaþjónustu og við- skiptum almennt hefur nú þegar dregið mjög úr notkun seðla og myntar hér á landi og er Ísland sennilega komið hvað lengst í þessari þróun. Hlutfall seðla og myntar í umferð er með því lægsta sem þekkist. Í nágrannalöndunum er algengt að hlutfall seðla og myntar miðað við landsframleiðslu sé nálægt 10 prósentum. Á Íslandi hefur þetta hlutfall verið um 2,5 prósent um alllangt skeið. Þessu til viðbótar má nefna að hér á landi er þegar til staðar kerfi í eigu bank- anna sem býður upp á rafræna smámynt sem hægt er að taka í notkun með litlum fyrirvara. Slíkt kerfi myndi færa okkur enn lengra í átt að peningalausu hagkerfi. Það má því segja að við höfum ákveðið samkeppnisforskot á aðrar þjóðir hvað þetta varðar. Hagræðið af því að breyta yfir í peninga- laust hagkerfi við þessar aðstæður er augljóst þar sem slík útfærsla á myntbreytingu felur í raun í sér eins afgerandi upptöku á hinni nýju mynt og hægt er, án þess að um beina aðild að myntbandalaginu sé að ræða. Seðlabankinn yrði áfram til staðar og réði yfir gjaldeyrisforða í evrum. Hversu hár slíkur gjaldeyrisforði þyrfti að vera er erfitt að segja til um, en stærðar- gráða nálægt 10 prósentum af landsframleiðslu gæti verið nærri lagi. Auk þess að tryggja eins fasta tengingu við evruna og unnt er innan ramma einhliða evru- væðingar má nefna að peningalaust hagkerfi yrði væntanlega til þess að draga úr umfangi ólöglegra viðskipta. Að líkindum fer stór hluti þeirra viðskipta þar sem undanskot frá skatti eiga sér stað, fram með uppgjöri í seðlum sem nánast ómögulegt er að rekja. Í peningalausu kerfi yrðu slík viðskipti erfiðari en áður þó svo að í reynd megi búast við því að evruseðlar yrðu í einhverjum mæli notaðir í þessu skyni. Líklegt er að nokkur hluti þjóðarinnar ætti erfitt með að skipta algerlega yfir í rafrænar færslur svo sem eldra fólk sem ekki hefur enn tileinkað sér að fullu allar tæknibreytingar á þessu sviði. Til að koma til móts við þennan hóp gæti því þurft að innleiða evruseðla í takmörk- uðu magni. Í raun yrði því ekki um algerlega peningalaust kerfi að ræða í upphafi heldur yrði seðlanotkun haldið í lágmarki. Spurningin um á hvaða gengi eigi að breyta úr íslenskum krónum yfir í evrur er eins og gefur að skilja nokkuð snúin. Ekki er meiningin að fjalla um þennan þátt sérstaklega en gengi krónunnar um þessar mundir er sennilega ekki langt frá langtímajafnvægisgildi. HlUtveRK Nýs seÐlAbANKA Eftir er að huga að hlutverki Seðlabankans í þessu nýja fyrirkomulagi. Fyrir liggur að engir innlendir seðlar eða mynt eru til staðar og því ekki þörf á umsýslu í tengslum við slíka útgáfu. Hins vegar þarf að huga að daglegum rekstri íslenska fjármálakerfisins og það yrði meg- inhlutverk Seðlabankans (Nafnabreyting væri vissulega við hæfi). Eðlilegast væri að breyta starfsemi Seðlabankans í takt við það sem gert hefur verið í nokkrum löndum svo sem Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og lýst er í grein Jóns Steinssonar: Stjórntæki peningamála og skil- virkni peningamarkaðarins, Peningamál 2004/3. Í grófum dráttum felur slíkt fyrirkomulag í sér að Seðlabankinn sér um rekstur greiðslukerf- is með svipuðum hætti og gert er í dag. Greiddir eru vextir af grunnfé en jafnframt er magni grunnfjár haldið óbreyttu frá degi til dags. Sú krafa er gerð til allra aðila í greiðslukerfinu, þ.e. viðskiptabankanna, að í lok dags séu þeir hvorki í skuld, né eigi inneign í kerfinu. Kerfið er jafn- framt sett þannig upp að byggður er inn hvati fyrir þá sem eru með neikvæða stöðu í kerfinu að taka lán hjá þeim sem eru með jákvæða stöðu. Að öðrum kosti þurfa þeir að eiga viðskipti við Seðlabankann á lakari kjörum. Með þessum hætti tryggir Seðlabankinn að peningakerfið þjóni sínu hlutverki jafnframt því sem engin peningaþensla á sér stað þar sem grunnfé breyt- ist ekki. Þar með virkar innlenda peningakerfið með sama hætti og gildir þegar um myntráð eða „dollariserað“ kerfi er að ræða. Vaxtaákvarðanir yrðu áfram sjálfstæðar í þeirri merkingu að þær yrðu framkvæmdar af Seðlabankanum. Hins vegar liggur í augum uppi að þær myndu taka fullkomlega mið af vaxtabreytingum evrópska seðlabank- ans með svipuðum hætti og nú er gert í Danmörku. Til viðbótar við greiðslumiðlunarhlut- verkið yrði Seðlabankinn áfram bak- hjarl innlendra lánastofnana (lender of last resort). Slíkt er óhjákvæmilegt þar sem einhliða evruvæðing af þessu tagi veitir íslenskum lánastofnunum ekki sjálfkrafa aðgang að öryggisneti evrópska myntbandalagsins. Hversu mikilvægur þessi þáttur er fer eftir stærð gjaldeyrisforðans og skuldastöðu ríkissjóðs ásamt fjárhagslegum styrk- leika viðskiptabankanna, auk þess sem hlutverk fjármálaeftirlitsins skiptir hér miklu máli til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika. Af HveRjU eKKI? Hugmyndin um að taka upp evruna með þessum nýstárlega hætti kann að virðast óraunsæ og erfið í framkvæmd. Engin þjóð hefur enn sem komið er tekið upp peningalaust kerfi þó svo að fræðilega hafi þessi hugmynd verið á reiki innan hagfræðinnar í heila öld í verkum sænska hagfræðingsins Knut Wisckell. Á undanförnum árum hefur síðan peningahagfræðin í vaxandi mæli beinst inn á þessar brautir og í reynd er framkvæmd peningastefnunnar í nokkrum löndum nú þegar sniðin að þessu fyrirkomulagi. Að síðustu virðist augljóst að eftir því sem rafrænar greiðslur aukast mun hefðbundin notkun á seðlum og mynt smátt og smátt dragast saman. Það er því einungis spurning um tíma hvenær skrefið yfir í peningalaust hagkerfi verður stigið til fulls. Af hverju ættum við Íslendingar ekki að verða fyrstir til og nota þetta tækifæri, ef á annað borð tenging við evruna væri talin æskileg? Myntráð án myntar - leiðin inn í evruna? Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðill landsins hefur verið áberandi á þessu ári og forsvarsmenn stærri fyrirtækja á markaði gjarnan bent á að hún standi í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér. Þá setur óstöðugur gjaldmiðill strik í allar rekstraráætlanir fyrirtækja sem eiga viðskipti við útlönd. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbanka Íslands, veltir hér að neðan í grein sinni upp nýrri hugmynd um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi. Hann segir að þótt „dollaravæðing“ gjaldmiðils hafi fengið á sig óorð í Argentínu og myntráð þyki á margan hátt gamaldags og þunglamaleg leið kunni millivegurinn að henta okkur hér. Hér yrði þá evran tekin upp sem viðmiðunargjaldmiðill um leið og Íslandi yrði breytt í peningalaust hagkerfi. engin þjóð hefur enn sem komið er tekið upp peninga- laust kerfi þó svo að fræði- lega hafi þessi hugmynd verið á reiki innan hagfræðinnar í heila öld … Af hverju ættum við Íslendingar ekki að verða fyrstir til og nota þetta tækifæri, ef á annað borð tenging við evr- una væri talin æskileg?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.