Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 84
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR20 Sean Penn er sannur karakterleikari. Hann er ekki aðeins sérkennilega myndar- legur heldur lifir sig svo um munar í hlutverk sín og gerir persónurnar sannfær- andi. Penn er fæddur árið 1960, sonur leikstjórans Leo Penn sem var settur á svartan lista eftir að hann neitaði að bera vitni á McCarthy-tímabilinu. Ferill Seans Penn hófst árið 1982 með gamanmyndinni Fast Times at Ridgemont High. Síðan hefur hann leikið í um fjörutíu myndum. Frægðarsól Seans fór þó fyrst að skína þegar hann giftist söngkonunni Madonnu árið 1985. Sambandið var í meira lagi stormasamt og lauk nokkru síðar en er skrifað í spjöld sögunnar yfir sérstæð hjónabönd. Penn hlaut óskarsverðlaunin fyrir besta leik í myndinni Mystic River. Hann var einnig tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndunum I Am Sam, Sweet and Lowdown og Dead Man Walking. 1. Dead Man Walking (1995). Hér er sögð saga nunnunnar Helen Prejean sem kynnist dæmdum morðingja, leiknum af Sean Penn. Hún gerist andlegur ráðgjafi hans síðustu daga hans áður en hann er tekinn af lífi. 2. U Turn (1997). Mynd úr smiðju Olivers Stone. Hér segir frá því þegar Sean Penn endar óvart í smábæ í einhverjum útnára og kynnist alls kyns furðulegum bæjar- búum. Hann lendir milli steins og sleggju þegar hann kynnist kynþokkafullri konu (Jennifer Lopez) og eiginmanni hennar (Nick Nolte). Þá eru samskipti hans við bifvélavirkja bæjarins (Billy Bob Thornton) bæði súrrealísk og fyndin. 3. I Am Sam (2001). Myndin fjallar um Sam Dawson sem er með þroskahöml- un. Hann á dóttur sem hann elur upp á eigin spýtur en þegar hún fer í skóla hafa yfirvöld áhyggjur af framtíð hennar og vilja setja hana í fóstur. Við tekur barátta hins treggáfaða Sam sem vill ólmur hafa dóttur sína hjá sér. Penn var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. 4. Mystic River (2003). Stórmynd með ekki lakari leikurum en Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon, Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden, Laura Linney and Emmy Rossum. Leikstjóri er Clint Eastwood en myndin var tilnefnd til sex óskarsverðlauna og hlaut tvenn. Tim Robbins fyrir leik í aukahlutverki og Penn fyrir leik í aðalhlutverki. 5. 21 Grams (2003). Þetta var greinilega gott ár fyrir leikarann Sean Penn. Handritshöfundur er Guillermo Arriaga og leikstjóri Alejandro González Iñárritu sem einnig hefur gert myndina Amores perros. Líkt og sú mynd eru hér sagð- ar nokkrar sögur mismunandi fólks sem allt tengjast á einhvern hátt hræði- legu bílslysi. Penn leikur dauðvona mann sem bjargast þar sem hann fær nýtt hjarta úr manninum sem lést í slysinu. Topp 5: Sean penn Sean Penn var frábær í Mystic River. ... að epli virka betur en kaffi til að hressa sig við á morgnana? ... að fersk epli fljóta vegna þess að mikill hluti af rúmmáli þeirra er loft? ... að fitusameindirnar í geitamjólk eru fimm sinnum minni en í kúa- mjólk? ... að fleiri pítsur eru borðaðar á laugardagskvöldum en öðrum kvöldum vikunnar? ... að fólk eyðir miklu meira í matarinnkaup þegar það verslar á fastandi maga? ... að fólk ætti ekki að borða vatna- krabba með beinan hala þar sem hann hefur verið eldaður eftir að hann dó? ... að Frank Epperson fann upp íspinnann þegar hann var 11 ára? ... að frá árinu 1978 hafa að minnsta kosti 37 manns látið lífið eftir að hafa orðið undir sjálfsala sem það hefur hrist um koll við að reyna að losa varning? ... að fleiri en hundrað hafa slasast við sömu iðju? ... að fyrsta vestræna neysluvaran sem seld var í Sovétríkjunum var Pepsi-Cola? ... að fæða grísku guðanna kallaðist ódáinsfæða (ambrosia)? ... að geimfarar mega ekki borða baunir áður en þeir leggja af stað í geimferð þar sem óhóflegur vind- gangur skemmir geimbúningana? ... að gosdrykkurinn 7UP var fyrst framleiddur árið 1929? ... að talan 7 varð fyrir valinu vegna þess að upprunalega flaskan var sjö únsur og UP vísaði til þess að loftbólurnar stigu upp? ... að hanastélið „Bloody Mary“ var fundið upp í París árið 1930? ... að heimsins stærsti hamborgari vó 2,72 tonn? ... að heitt vatn er í sumum tilfellum eðlisþyngra en kalt? ... að hin sérstaka lauklykt á rætur sínar að rekja til þess að laukur- inn dregur til sín brennistein úr jarðveginum? ... að hnetur eru notaðar við fram- leiðslu á dínamíti? ... að hnetur innihalda ekkert kólesteról? ... að hreindýramjólk inniheldur meiri fitu en kúamjólk? ... að hrísgrjón eru meginuppistað- an í fæðu helmings jarðarbúa? ... að hrísgrjón eru ræktuð á 10 prósentum alls ræktarlands í heiminum? ... að hrísgrjónum er fleygt yfir brúð- hjón sem tákn um frjósemi? ... að hunang er eina matartegund- in sem ekki rotnar? ... að hundar og kettir éta gæludýra- fóður fyrir 11 milljarða dollara á ári hverju í Bandaríkjunum? ViSSir þú... Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar - Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Útsöluhorn 50% afsláttur Góðar vörur Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.