Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 87

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 87
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst meira saman en flestir gerðu ráð fyrir í október. Hallinn hafði hækkað jafnt og þétt síðastliðið ár og fór í methæðir í hverjum mánuði. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 64,3 milljörðum Bandaríkja- dala eða 4.470 milljörðum króna í september og gerðu greiningarað- ilar almennt ráð fyrir því að hann færi niður um 1,3 milljarða dali eða rúma 90 milljarða krónur í október. Viðskiptahallinn tók hins vegar snarpa dýfu og fór niður í 58,9 milljarða dali eða tæplega 4.100 milljarða krónur, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í gær. Viðskiptahallinn vestanhafs hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í fyrra og hefur ekki tekið jafn snarpa dýfu á milli mánaða síðan í desember árið 2001. Þrátt fyrir þetta nemur heildarhallinn á árinu 772,1 milljarði dala eða 53.668 milljörðum íslenskra króna og stefnir í að hann fari í methæðir fimmta árið í röð. Lækkunin í október, sem nemur 8,4 prósentum milli mánaða, er að mestu tilkomin vegna lægra verðs á innfluttri olíu sem lækkaði um 17,1 prósent milli mánaða. Vöruskipti Bandaríkjanna gagn- vart Kína voru hins vegar áfram óhagstæð. Heildarhallinn við Kína það sem af er ári nemur 229 millj- örðum dala eða 15.900 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fer á næstu dögum til Kína ásamt Ben Bernanke seðla- bankastjóra og nokkrum úr ríkis- stjórn sinni til fundar við ráðamenn þar í landi til að ræða viðskipti landanna. jonab@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] icex-15 6.460 +0,56% Fjöldi viðskipta: 403 Velta: 55.444 milljónir HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: 365 4,61 +1,77% ... Actavis 65,40 -1,06% ... Alfesca 5,12 +0,00% ... Atlantic Petroleum 548,00 +0,00% ... Atorka 6,59 +0,30% ... Bakkavör 62,70 -0,32% ... Eimskipafélagið 31,40 +0,64% ... FL Group 24,00 +0,00% ... Glitnir 23,60 +0,43% ... Kaupþing 849,00 +1,07% ... Landsbankinn 27,10 +1,12% ... Marel 77,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,20 -0,61% ... Straumur-Burðarás 17,60 +0,57% ... Össur 112,50 -0,44% Umsjón: nánar á visir.is Alfesca hefur gengið frá sölu á fasteign félagsins að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar félagsins hafa verið þar til húsa en húsnæðið var á sínum tíma hannað og byggt utan um saltfisk- starfsemi félagsins á Íslandi. Það var því orðið óhentugt fyrir starfsemi Alfesca í dag. Afhending eignarinnar hefur þegar farið fram en nettósöluverð var um 640 milljónir króna. Bókfærður hagnaður vegna sölunnar er um 100 milljónir króna sem mun tekjufærast á yfirstandandi ársfjórðungi. Alfesca hyggst nota söluand- virðið til frekari niðurgreiðslu á lánum. - hhs Alfesca selur höfuðstöðvar oLÍUSKiP Í HÖFNiNNi Í New YorK Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dróst mikið saman milli mánaða vegna lækkunar á olíuverði. FréttABLAðið/AP Viðskiptahallinn minnkar Samkeppniseftirlitið segir tilefni til íhlutunar vegna kaupa DM efh. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grund- velli samrunaákvæðis samkeppnis- laga. Í úrskurði Samkeppniseftirlits- ins segir að eigendur DM, sem ann- ast rekstur vöruhúss og dreifingu á bókum, tímaritum, ritföngum og skrifstofuvörum, séu að miklu leyti þeir sömu eða tengdir eigendum Pennans hf., heildsölu- og smásölu- fyrirtækis sem selur einkum bækur, tímarit, ritföng og skrifstofuvörur. Samkeppniseftirlitið og DM sættust á ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif samruna fyrirtækjanna á sam- keppni en það felur meðal annars í sér að koma í veg fyrir flæði upp- lýsinga á milli DM og Pennans til að skapa jafnræði með þeim sem eru í sama geira. Í því skyni verður DM meðal annars óheimilt að sinna inn- heimtu reikninga fyrir þá aðila sem fyrirtækið dreifir bókum og tíma- ritum fyrir. Þá hefur Samkeppniseftirlitið úrskurðað að ekki sé ástæða sé til að aðhafast vegna kaupa Íslands- pósts hf. á öllu hlutafé Samskipta og Samskipta-merkinga ehf. í byrjun nóvember. Samkeppniseftirlitið vísar til þess í úrskurði sínum að ekki sé skörun á starfsemi félaganna sem hafi í för með sér röskun á sam- keppni og því sé ekki ástæða til að aðhafast frekar í málinu. - jab Samruni gegn skilyrðum Meðalverð fyrir fisk á mörkuð- um landsins lækkaði um 4,7 pró- sent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls seldust tæp 2.100 tonn á mörkuðunum og var með- alverðið 169,37 krónur á kíló sem er 8,33 króna lækkun milli vikna. Verðið hefur lækkað tals- vert síðustu vikurnar frá því að það stóð í hæstu hæðum á haust- dögum. Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu en í boði voru 818 tonn sem er tæplega tvöfalt meira en vikuna á undan og fengust 166,34 króna meðalverð fyrir kíló af slægðri ýsu. Þá var verulegt framboð af þorski eða 230 tonn sem þó er 40 tonnum minna en vikuna á undan en 249,12 króna meðal- verð fékkst fyrir slægðan þorsk. Ufsi var að þessu sinni þriðja söluhæsta tegundin og hefur hann sætaskipti við steinbít, sem iðulega er ofarlega á lista yfir mest seldu tegundirnar. - jab Fiskiverðið lækkaði Undirbúningur að einkavæðingu Föroya Banki, elsta og annars stærsta banka Færeyja, er hafinn og hafa ráðgjafar verið ráðnir til verkefnisins. Á næsta ári verður bankinn skráður tvíhliða í Kauphöllina í Kaupmannahöfn og á VMF, fær- eyska verðbréfamarkaðinn sem er í nánu samstarfi við Kauphöll Íslands. Hlutabréf bankans verða því einnig skráð hérlendis. Eyðun á Rógvi, stjórnarformað- ur Fíggingargrunnsins frá 1992, félags í eigu færeyska ríkisins sem á nánast allt hlutafé í bankan- um, segir að með þessu verði lagð- ur grunnur að frekari vexti bank- ans, viðskiptavinum og færeyska fjármálakerfinu til hagsbóta. - eþa Föroya banki skráður hér ýSA Verð á fiski hefur lækkað nokkuð síðan það stóð í methæðum á haust- dögum. úr bóKAbúð Samkeppniseftirlitið hefur sett ákveðin skilyrði fyrir kaupum DM á Dreifingarmiðstöðinni. FrEttABLAðið/PjEtUr MEStA hæKKUn 365 +1,77% Landsbankinn +1,12% Kaupþing +1,07% MEStA LæKKUn Flaga -4,86% Actavis -1,06% Mosaic -0,61% EN N EM M / S ÍA / N M 24 57 0 2006 Nýr bæklingur um hátíðarvínin í næstu vínbúð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.