Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 88

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 88
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis­ atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@fret- tabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. lísa pálsdóttir útvarpskona er 53 ára í dag „Ja, mér finnst enn þá alveg ógeðslega gott að reykja og fer ekkert ofan af því.“ Svo lét Lísa hafa eftir sér fyrir rösku ári en óvíst er hvort breyting hefur orðið þar á. merkisatburðir 1577 Sir Francis Drake leggur af stað í hnattsiglingu. 1744 Jón Þorláksson á Bægisá fæðist. 1922 Hannes Hafstein ráðherra andast í Reykjavík, 61 árs. 1947 Tólf mönnum bjargað af togaranum Dhoon við Látrabjarg. Þessi atburður var síðar kallaður „Björgunarafrekið við Látrabjarg”. 1988 Sjötug kona í Reykjavík vinnur 25 milljónir í happ- drætti. 1992 Orgelið í Hallgrímskirkju vígt. Það er um 25 tonn að þyngd og kostaði um 100 milljónir króna. Á þessum degi árið 1642 kom hollenski landkönn- uðurinn Abel Tasman, fyrstur Evrópubúa, auga á eyjarnar í Suður-Kyrrahafi sem nú heita Nýja-Sjá- land. Tasman reyndi einu sinni að ganga á land á Suðureyjum og gerði boð á undan sér með lúðraþyt. Eyjaskeggjar töldu hins vegar að skip- verjar ætluðu að ráðast á sig og snerust því til varnar. Tasman hörfaði eftir að nokkrir manna hans höfðu verið felldir. Nokkrum vikum áður hafði Tasman fundið Tasmaníu út undan suðurströnd Ástralíu. Sjálfur nefndi hann eyjuna Van Diemens-land en nafn- inu var síðar breytt og kennt við landkönnuð- inn honum til heiðurs. Nýja-Sjáland dregur nafn sitt af hollenska héraðinu Zeeland. Evrópubúar veittu eyj- unum litla athygli þar til á seinni hluta 19. aldar þegar enski landkönn- uðurinn James Cook ferðaðist um þær og skráði athuganir sínar nákvæmlega niður. Hvalveiðimenn, trúboð- ar og verslunarmenn fylgdu í kjölfarið. Árið 1840 innlimuðu Bretar Nýja-Sjáland í heimsveldi sitt og settu á fót fyrstu varanlegu evrópsku byggðina þar syðra í Wellington. þetta gerðist: 13. DES. 1642 Nýja-Sjáland kemur í leitirnar Félag náms- og starfsráðgjafa verður 25 ára á laugardag. Afmælisveisla til að fagna afmælinu verður haldin á föstudag klukkan 13 í Tónlistarhúsinu Ými að Skógarhlíð í Reykjavík. Ráðherrar mennta- og félagsmála munu heiðra samkomuna með stuttum ávörpum ásamt dr. Gerði Óskarsdótt- ur, dr. Sif Einarsdóttur, dr. Jóni Torfa Jónassyni og fleira fólki. Formaðurinn Ágústa E. Ingþórs- dóttir segir að félagið hafi vaxið jafnt og þétt síðan það var stofnað árið 1981. Þá voru stofnfélagar einungis sjö talsins en í dag eru þeir rúmlega 230 og fer hratt fjölgandi. Með til- komu meistaranáms í Háskóla Íslands útskrifast nú um 20 til 30 náms- og starfsráðgjafar á hverju ári. „Það er stóraukin þörf fyrir náms- og starfsráðgjöf í þjóðfélaginu,“ segir Ágústa. „Ekki síst af því það hafa orðið svo miklar framfarir á vinnumarkaði og tækniframfarir sem hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks og stöðu á vinnumarkaði. Í dag sjáum við fólk skipta oftar um störf og meiri þörf er fyrir endurmenntun,“ segir hún. „Fólk fer í nám til að efla hæfni sína og oft er þörf fyrir stuðning til að leysa úr þess- um verkefnum á náms- og starfsferlin- um. Það hefur kallað á aukna náms- og starfsráðgjöf.“ Í tilefni af afmælisárinu hefur félagið staðið fyrir mikilli dagskrá. Hinn 20. október var í fyrsta sinn hald- inn hátíðlegur dagur náms- og starfs- ráðgjafar og verður sá dagur helgaður faginu framvegis. Á þessum fyrsta hátíðisdegi kom bandaríski fræðimað- urinn Mark Savickas í heimsókn og hélt fyrirlestur. „Hann hefur sett fram kenningu sem hann nefnir The Theory of Career Construction. Hún fjallar um að það sé einhver ákveðinn drif- kraftur sem kemur af stað breytingum á starfsferli einstaklings. Það skipti máli hvernig hver og einn túlkar við- burði sem gerast á starfsævinni og hvaða tilgang fólk sér í þeim verkefn- um sem það fæst við í störfum sínum,“ segir Ágústa. freyr@frettabladid.is ÁgúSTA E. iNgÞóRSDóTTiR: Félag náms- og starFsráðgjaFa 25 ára Úr sjö félögum í 230 ágústa e. ingþórsdóttir Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa heldur upp á 25 ára afmæli samtakanna á föstudag. FRéTTABLAðið/ANTON Móðir okkar, Margrét Stefánsdóttir Írabakka 24, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 9. desember sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 15. desember kl. 11.00. Ragnheiður Benediktsdóttir Elsa Benediktsdóttir Ásdís Benediktsdóttir Einlægar þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, samúð og hlýhug gegnum veikindi og við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Arnar Steinars Ásbjarnarsonar Starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi fær sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun. Kristín Guðjónsdóttir Ásbjörn Guðmundsson Þorbjörg Ásbjarnardóttir J. Óskar Sigurbjörnsson Margrét Ásbjarnardóttir Þorvaldur Kristjánsson Ásbjörn, Alexander og Þorvaldur Örn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Snæborg J. Stefánsdóttir Eiðsvallagötu 36, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 9. desember. Bragi Stefánsson Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir Guðmundur H. Svavarsson Allý Halla Aðalgeirsdóttir Hilmar Brynjólfsson Ingibjörg Bragadóttir Stefanía Bragadóttir Gunnar Örn Guðmundsson Vala Bragadóttir Hallur Eyfjörð Þórðarson ömmubörn og langömmubarn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og aðstoð vegna fráfalls og útfarar okkar ástkæru, Ingigerðar Einarsdóttur Lindasíðu 4, Akureyri. Óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar. Synir, tengdadætur, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu stafrænu miðl- un í söfnum. Verðlaunin voru veitt á ráðstefn- unni NODEM 2006, Nordic Digital Excellence in Museums, sem fram fór í Ósló í síðustu viku. Sýningin fjallar um landnám í Reykja- vík, en þar má sjá rústir af skála frá land- námsöld. Rústirnar fundust við byggingu Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti árið 2001, og eru nú til sýnis þar undir í sýningar- aðstöðu undir hótelinu. Allt að 25.000 gestir hafa sótt sýninguna heim frá því að hún var opnuð og látið vel af henni. Í áliti dómnefndarinnar á NODEM segir meðal annars að sýningin sé glæsileg á að líta og gerð af tilfinningu fyrir rýminu og staðnum. Þar fari saman fjölbreytt miðlunar- tækni, gott aðgengi og framsetning í hæsta gæðaflokki. Verðlaunin voru veitt Minjasafni Reykjavíkur og Gagarín, samstarfsfyrirtæki þess í margmiðlun, en fyrirtækið vann marg- miðlunarhluta sýningarinnar í samstarfi við Art+Com í Berlín. Hjörleifur Stefánsson, Guðný Káradóttir, Þórunn S. Þorgrímsdóttir og Hringur Hafsteinsson veittu verðlaunun- um viðtöku. Landnámssýningin 871±2 verður lokuð í janúar og febrúar en verður opnuð að nýju 3. mars 2007. - sun Landnámssýning verðlaunuð tóku við verðlaunum Fulltrúar Minjasafns Reykjavíkur og gagarín tóku við verðlaunum fyrir bestu stafrænu miðlun í söfnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.