Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 92

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 92
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Kl. 20.00Þriðja rússneska skáldakvöld MÍR er tileinkað Vladimír Vysotský, skáldi, leikara, tónlistarmanni og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðs- ritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Kynnt verða brot af tónlistarflutningi Vysotskýs og lítil myndasýning um listamanninn sett upp. Dagskráin fer fram í húsa- kynnum MÍR við Hverfisgötu 105. Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggj- andi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni. Gestur Antoníu er hafnfirski tenórinn Eyjólfur Eyjólfsson en þau hafa starfað töluvert saman. Auk þess mun leynigestur líta inn og leggja sitt af mörkum við dagskrána. Á efnisskrá kvöldsins eru klassísk og hátíðleg jólalög á borð við Panis angelicus eftir C. Franck, Ave Maria eftir Schu- bert, Bach-Guonud og Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir A. Adams. „Við reynum að hjálpa fólki að slappa af í jólastressinu og ef einhver sofnar í kirkjunni munum við líta á það sem hrós,“ segir Antonía og kímir. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru þeir öllum opnir. Unnið gegn jólastressinu Eyjólfur Eyjólfsson ópEru- söngvari Kemur Hafnfirðingum í jólaskap > Dustaðu rykið af … smásögum Antons Pavlovítsj Tsjekhov. Húmor og dæmalaus mannskilningur höfundarins nýtur sín einkar vel í sögum hans. Mæla má með safninu Konan með hundinn sem forlagið Bjartur gaf út í þýðingu Árna Bergmann árið 1998. Örvæntingarfullri þriggja vikna leit starfsmanna bókabúðarinnar Lame Duck í Cambridge í Massa- chusetts-ríki í Bandaríkjunum að tveimur handrita argentínska rit- höfundarins Jorge Luis Borges lauk á mánudag þegar gersemarn- ar fundust í versluninni. Greinir fréttavefur Yahoo! frá þessu vand- ræðalega tilstandi. Bókabúð þessi selur sjaldgæfar bækur, listmuni og handrit en starfsmenn hennar týndu eða töldu að handritunum tveimur hefði verið stolið á nýaf- staðinni bókasýningu. Handritin tvö, „Pierre Menard, höfundur Don Quixote“ og „Babelbókasafn- ið“, sem bæði voru gefin út árið 1939, eru metin á rúmar 66 millj- ónir íslenskra króna. Alþjóðalögreglan Interpol, sem berst jafnan af elju gegn fjölþjóð- legri glæpastarfsemi, var komin í málið ásamt fagaðilum á staðnum en handritin voru venju bundið læst inni í peningaskáp. Haft er eftir eiganda verslun- arinnar, John Wronoski, að hann hafi verið skömmustulegur en ósköp feginn þegar handritin komu í leitirnar. Starfsfólkið hafði snúið versluninni á hvolf tíu eða tólf sinnum á undanförnum þrem- ur vikum og honum sjálfum varla komið dúr á auga allan þann tíma. Fundust handritin á endanum bak við ljósmynd í plastslíðri sem farið hafði verið með á téða bóka- sýningu en sem betur fer ratað á ný í þessa bókabúð Ófélegu andar- innar. - khh Á ófyrirséðu flakki rithöfunDurinn jorgE luis BorgEs Handritin verða læst inni í skáp að nýju. NordiCPHoTo/ GETTy iMAGES Söngkonan Magga Stína og hennar liðtæka hljómsveit halda tvenna tónleika á næstunni, annað kvöld verða listir leiknar á kaffihúsinu Græna hattinum á Akureyri og á föstudagskvöld troða hljómlistar- mennirnir upp á Domo bar við Þingholtsstræti í Reykjavík. Magga Stína og félagar kynna disk sinn, Magga Stína syngur Megas, þar sem heyra má nýjar útsetningar á tón- og textasmíðum Megasar, þar af þrjú ný lög tón- skáldsins. Lög á borð við „Fíla- hirðirinn frá Súrín“ og „Aðeins eina nótt“ hafa víða hljómað á öldum ljósvakans og fá hlustendur nú tækifæri til þess að heyra þau í lifandi flutningi. Uppselt var á útgáfutónleika sveitarinnar í nóv- ember og góður rómur gerður að frammistöðu listamannanna þar . Sveitina skipa Kristinn H. Árnason gítarleikari, Guðni Finns- son kontrabassaleikari, Hörður Bragason sem leikur á harmon- ikku og fleiri ólíkindatól og trommu- og slagverksleikarinn Sigtryggur Baldursson. Miðar á tónleikana verða seldir í Pennanum, Glerártorgi, og við inn- gang Græna hattarins en miðar á tónleikana sunnan heiða eru seldir á midi.is, á forlagsskrifstofu Bjarts við Bræðraborgarstíg og við inn- gang djassbúllunnar Domo. - khh Megas í meðförum Magga stína trEður upp ásaMt sérlEgri svEit sinni Flytja lög Megasar norðan og sunnan heiða. FréTTABlAðið/HEiðA Forystusveit íslenskra tónlistarmanna kallar eftir hugmyndum um heiti á hátíðisdegi sem helgaður verði íslenskri tónlist. Þeir vilja hefja til vegs íslenskt tónlistarsumar og nýta þessi tímamörk til frekari sóknar íslenskra tónlistarmanna heima og erlendis. Þetta kom fram í hádegishófi sem Samtónn, heildarsamtök þeirra félaga sem standa innan vébanda tónlistarinnar á Íslandi, hélt á Hótel Borg í gær. Þar var tilkynnt um stofnun sjóðs á vegum 365 miðla og Stefs sem tekur til starfa á næsta ári og verður árlega veitt úr honum 6 milljónir króna til styrktar tónsköpun. Skálaræður einkenndu samkom- una: menntamálaráðherra flutti ræðu og þakkaði hlý orð í grein- um forkólfa tónlistarmanna þá um morguninn þar sem ríkis- stjórn voru þökkuð vel unnin störf í þágu tónlistar í landinu: lægra stig virðisaukaskatts og fleira. Jakob Magnússon minnti samkomuna á að í upphafi var orðið, en orðið væri tíðni og nú leiddu vísindamenn að því rökum að innsti kjarni lífsins væri tíðni. Hann sagði á þriðja hundrað diska líta dagsins ljós á ári og á þeim færu á þriðja þúsund tón- verk. Vildi Samtónn brýna karla og konur að gera veg tónlistar sem mestan. Rétt eins og íslensk tunga hefði sinn hátíðisdag ár hvert vildu menn finna hátíðis- dag íslenskrar tónlistar – helst að hausti. Var þá Máni Svavarsson heiðr- aður fyrir glæsilega framgöngu á erlendum mörkuðum með tón- list sinni við Latabæ, en lag hans situr nú í fjórða sæti breska smá- skífulistans og hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum. Tilkynnt var um stofnun nýs sjóðs með framlagi Stefs og 365 miðla og undirritað samkomulag þar um af þeim Kjartani Ólafs- syni, formanni Tónskáldafélags Íslands, og Ara Edwald, forstjóra 365 miðla. Bætist sá sjóður við Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins og Rásar 2. Öllum þessum sjóð- um er ætlað að styrkja nýsköpun tónlistarmanna. Páll Magnússon útvarpsstjóri minntist framlags Ríkisútvarps- ins til tónlistarlífs í landinu og áréttaði framlag Rásar 2 í útrás íslenskrar tónlistar: net evr- ópskra útvarpsstöðva dreifði Rás 2 tónleikum: 11 útvarpsstöðvar tækju á móti tónleikum Mugis- ons og 13 á móti tónleikum Sigur Rósar. Ekki vildi hann gera upp á milli stöðva á sinni ábyrgð og taldi Sjónvarpið sinna tónlist af miklum krafti bæði með dag- skrárþáttum og flutningi tónlist- ar í Kastljósi. Að lokum bað hann samtök tónlistarmanna að ganga til þess verks að endurskoða samninga um flutning eldra efnis í fórum útvarpsins: Opnum gullkistuna, gildandi samningar eru barn síns tíma, sagði Páll og hét að gera nýja samninga við tónlistarmenn áður en nýr dagur tónlistarinnar rynni öðru sinni. Brostu tónlist- armenn þá breitt í salnum og hugsuðu sitt. Í fleiri skálaræðum stungu menn upp á liðnum tónlistar- mönnum sem kenna mætti dag- inn við: Bjarna Böðvarsson og Svavar Gests, 12. september og Sigfús Halldórsson. Ellý Vil- hjálms reyndist vera fædd 28. desember svo ekki dugar sá dagur nema sem skiladagur fyrir diska jólanna. En nógir eru merk- ismenn sem lagt hafa líf sitt í tón- list á liðinni öld. Það er hugur í tónlistarmönn- um: lækkun virðisaukaskatts til samræmis við virðisaukaskatt á bókum hefur víða stóraukið sölu útgefinnar tónlistar á diskum. Geirinn sér aukin sóknarfæri í útflutningsmiðstöð tónlistar, styrktarsjóðum Reykjavíkur- borgar og Flugleiða fyrir nýgilda og sígilda tónlist og fleiri stoðum sem skotið er undir tónlistarlíf „okkar stórhuga þjóðar“ eins og Jakob orðaði það. - pbb Tónlistarmenn sækja fram tónlist Máni Svavarsson tekur við viðurkenningu fyrir árangur á erlendum vettvangi síðustu daga úr hendi Jakobs Magnússonar í gær. Jakob minnti á að ætíð gætu menn treyst á hjálp Mána til góðra verka. Fréttablaðið/Hörður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.