Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 95
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 10 11 12 13 14 15 16 Miðvikudagur n n TÓNLEIKAR c 20.00 Sönghúsið Domus Vox held- ur aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Rúmlega 200 söngkonur á öllum aldri koma fram á tónleikunum Tendrum ljós á tré, ásamt einsöngvaranum Hönnu Björk Guðjónsdóttur og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. n n FYRIRLESTRAR c 13.00 Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, fjallar um horfur í atvinnuþróun og nýtingu auðlinda, meðal annars út frá skýrslu Hagfræðistofnunar 2003. Hvaða atvinnuvegir eru vænlegir og hverjir ekki? Hvaða þróun ætti hið opinbera að styðja? Orkugarður, Grensásvegi 9. n n SÝNINGAR c 09.00 Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýningin Mynd mín af Hallgrími á vegum Listvinafélags kirkjunnar þar sem 28 íslenskir listamenn sýna andlitsmyndir sínar af sálmaskáldinu. Sýningarstjóri er Jón Reykdal. c 11.00 Á Torginu í Þjóðminjasafninu stendur yfir sýningin Sérkenni svein- anna. Á sýningunni er lítið jólahús og sitthvað fleira, svo sem kjöt fyrir Ketkrók og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Í dag kemur Giljagaur í heimsókn. c 13.00 Kristinn Már, Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson sýna í Anima galleríi við Ingólfsstræti 8. c 14.00 Helga Óskarsdóttir og Kristinn Már Pálmason sýna verk sín í Galleríi Kling & bang um þessar mundir. Opið fimmtudaga til sunnudaga milli 14 og 18. n n BÆKUR c 12.15 Jólahrollur í Þjóðmenningarhúsinu, spennu- sagnahöfundar lesa úr verkum sínum á aðventunni. Ævar Örn Jósepsson les úr bók sinni Sá yðar sem synd- laus er. n n UPPÁKOMUR c 20.00 Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR er tileiknað Vladimír Vysotský, skáldi, leikara, tónlistarmanni og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðs- ritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Kynnt verða brot af tónlistarflutningi Vysotskýs og lítil myndasýning um listamanninn sett upp. Dagskráin fer fram í húsakynn- um MÍR við Hverfisgötu 105. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekk­ ert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi – jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdóms­ jaxl með djúpa rót í kvikunni. Róttækur tímalaus riddari efans: orðið er spurn, maðurinn er fangi, tíminn er blekking, fortíðin óland, nútíminn ratvillur, eilífðin eilíf spurning, „á tali hjá guði“ (23). Engin merking er fyrir víst, hvorki orðs né æðis, ekkert er auð­ vitað, „ef kostirnir eru tveir, vel ég þann þriðja“ (13). Lífið er þver­ sögn og því óskiljanlegt án hennar, eins konar minningargrein um mann sem aldrei fæddist, „sann­ leikur sem aldrei segir satt“ (49). Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin spyr skáldið og leitar svars í draumi sem aðeins rætist í draumi (29), í einsemd hverfulla vona (19) þar sem jafn­ vel dauðinn bjargar lífi (24) og trúleysið trúnni (63). Ansi hald­ laus tilvera, því ef svarið (sann­ leikurinn) lýgur er sér­ hver spurning gildra og lygin jafnvel gild. Skáldið hamrar á þessari þverstæðu lífs og listar. Síbreytilegur ljóðmæl­ andinn skiptir um sjónarhorn, fornafn, kennileiti og kyn að vild en jafnvel í líki fjallræðu­ fjalls boðar hann að fullviss­ an sé staðlaus – og slær því helst ekki botn í ljóð utan að opna því vídd út í óræða óvísa spurn. Krúsó í kórónafötum? sparkar í veruleikann (68), snýr honum um? Gott betur. Skáldinu svíður hræsni samfélagsins, sér inn í svarthol neyslunnar, þar glittir í grimm örlög – dauðinn hvarvetna nálæg­ ur og svikult að sofa hann af sér. Þá ber skáldi með gegnumlýsandi augu að gefa lesanda sínum leið þótt efi um algildi fylgi: eilífð gegn hraðbraut tímans, almáttur gegn alvísum dauða, ást gegn fánýti, frelsi gegn gaddavír valds­ ins, lýrík gegn lygi sögunnar, ljóð gegn einsemd og feigð. Ekki slæm skipti. Þá gerir Einar Már að venju gríðarlega kröfu til sjálfs sín að finna boðorði sínu orðfæri sem er því samboðið – enda magnar ljóð ekki seið í öðrum búningi. Til þeirra verka beitir hann ekki síst óvæntum (oft gagnstæðum) lík­ ingum og myndhvörfum sem koll­ varpa vanabundinni sýn lesandans og breyta inntaki tungumálsins, hefur hausaskipti á hlutverkum orða, skekkir vísvitandi fyrri vensl orðs og veruleika, eins konar rangfeðrun Orðsins (sbr. frelsar­ ann) og beitir því síðan í óbreyttu líki með umbreyttu hlutverki gegn upphaflegri ætlun (sjá t.d. Nætur­ ljóð, Rimlar hugans, Óbyggðir hugans, Tónar úr eldhúsi minning­ anna, Skógarljóð, Í vasa eilífðar­ innar – allt frábær ljóð). Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er stefnumót við stór­ skáld sem lesandinn skynjar að hefur fráleitt sagt sitt síðasta – bókin raunar svolítið eins og síspyrjandi undrabarn sem skák­ ar þeim eldri í helgidómi orðsins en á þögnina enn inni þótt píslin sé að baki. Sigurður Hróarsson Trúin á spurningarmerkið BÆKUR Ég stytti mér leið framhjá dauð- anum Einar Már Guðmundsson Mál og menning HHHH Fantafín bók sem gefur fyrri verkum hans ekkert eftir. EINAR MÁR GUÐMUNdSSON Kammerkór Tretjakov­listasafns­ ins í Moskvu heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík næst­ komandi föstudag og flytur þar rússneska kirkju­ og jólatónlist. Heimsókn kórsins er í tilefni af rússneskri menningarhátíð sem nú stendur yfir í Reykjavík en henni lýkur með guðsþjónustu tileinkaðri St. Nikulási næstkom­ andi laugardag en þá verða fimm ár liðin frá stofnun safnaðar rúss­ nesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi. Kórinn mun enn fremur taka þátt í messunni en eitt af markmiðum heimsóknarinnar er að sýna hvernig tilbeiðsla innan kirkjunnar fór fram til forna. Kórinn er skipaður níu söngv­ urum en stofnandi hans og stjórn­ andi er Alexey Puzakov. Kórinn hefur víða komið fram á tónleik­ um og tekið þátt í sýningum og fyrirlestrahaldi en auk þess taka kórfélagar jafnan þátt í messu­ gjörðum í kirkju St. Nikulásar í Tretjakov­galleríinu í Moskvu þar sem finna má hina þekktu íkona­ mynd Andreys Rublev, sem álitinn er fremstur rússneskra íkona­ málara, af heilagri þrenningu. Á efnisskrá tónleikanna á föstu­ dag verða sálmar og hefðbundin rússnesk og úkraínsk jólalög „kol­ yadki“. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og fást miðar við innganginn. ­ khh Heimsþekktir gestir úr austri Rithöfundurinn og Nóbelsverð­ launahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slés­ íska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi. Vefmiðill Deutsche Welle greinir frá því að sýning þessi verði mögulega til þess að lægja öldur þær sem risu í kjöl­ far útgáfu ævisögu Grass þar sem hann játaði meðal annars að hafa starfað með ungliðasveitum SS her­ deildanna á sínum yngri árum. Grass lærði myndlist á árunum 1948­56 og hélt nokkrar sýningar. Hann myndskreytti sjálfur fyrstu ljóðabókina sína sem kom út árið 1956. Skáldsagan Blikktromman, sem kom út þremur árum síðar, færði honum heimsfrægð. Grass hafði ekki hátt um myndlistarhæfi­ leika sína þótt hann gæfi þá aldrei upp á bátinn. „Ég teikna alltaf, jafn­ vel þegar ég er ekki að teikna því þá skrifa ég,“ er haft eftir höfundin­ um. Borgin Görlitz er við landamæri Þýskalands og Póllands. Systurborg hennar í næsta nágrenni heitir Zgorzelec og tilheyrir Póllandi en saman líta þær á sig sem eina heild. Forsvarsmenn borganna tilnefndu Grass til sérstakra verðlauna fyrir framlag hans til gagnkvæms skiln­ ings milli þjóðanna tveggja en hann afþakkaði verðlaunin í kjölfar fjaðrafoksins sem ævisagan olli. Úthlutunarnefndin ákvað þó að afhenda ekki einhverjum öðrum verðlaunin heldur standa við til­ nefningu Grass og ákváðu aðstand­ endur Slésíska safnsins jafnframt að standa við sitt og halda sýningu á verkum hans þrátt fyrir deilurnar. Sýningin verður opin til 4. febrúar 2007. - khh Günter Grass rétt sáttarhönd RITHöFUNdURINN GRASS Leynir á sér á listasviðinu. FRéTTabLaðið/aP RúSSNESKRI MENNINGARHÁTíÐ AÐ LjúKA Kammerkór Tretjakov-listasafnins syngur í Dómkirkjunni um helgina. Hljómdiskurinn Dauðaskammt­ ur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauða­ skammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túngl­ skinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma. Rekja má rætur verkefnisins til ársins 1985 því þá hafði Þór Eldon umsjón með upptökum á ljóðasnældunni „Fellibylurinn Gloría“ sem Grammið gaf út. Á henni lásu nokkur skáld eigin ljóð með frjálsri aðferð, sum með undirleik en önnur ekki. Eitt af skáldunum sem las inn á snælduna var Dagur Sigurðar­ son. Hann þurfti engan undirleik því svo mikil tónlist var í ljóðun­ um hans. Dagur las ljóðin sín upp eins og rokkstjarna á stóru sviði, jafnvel þótt upptökusalurinn væri kjallarahola við Klappar­ stíginn. Dagur var kóngurinn og höllin það rými sem hann var staddur í hverju sinni. Átta árum síðar var Dagur staddur á heimili Þórs í Reykja­ vík við mjólkurdrykkju. Þór var þá að vinna að tónlist sem hann leyfði Degi að heyra og ekki leið á löngu þar til Dagur greip í hljóðnemann og kyrjaði áhrifa­ mikla möntru inn á fjögurra rása upptökutæki Þórs. Þeir ákváðu í framhaldinu að vinna meira saman í þessum dúr en því miður varð ekkert úr þar sem Dagur lést nokkrum miss­ erum síðar. Þór hélt upptökunum til haga og koma nú út lög Þórs við sjö af ljóðum skáldsins sem les þau sjálfur við undirleik Þórs. - khh Skammtur af Degi dAGUR SIGURÐARSON SKÁLd Var eitt merkasta ljóðskáld síðustu aldar þótt hann hafi löngum verið utangarðs, enda gaf hann lítið fyrir borgaralegt velsæmi og tepruskap. Sjö LjÓÐ VIÐ LöG Diskurinn Dauða- skammturinn færir ljóðum Dags Sigurðar- sonar framhaldslíf. �� Jólastjörnur í Dómkirkjunni ���� ���� Helgar aríur og jólalög Erlendur Þór Elvarsson Jóna Fanney Svavarsdóttir Sólveig Samúelsdóttir Bjarni Jónatansson ���� Fimmtudaginn 14.desember Kl. 21 Miðaverð 1500 kr. Eldriborgarar og félagar í Sjálfsbjörgu fá miðann á 750.kr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.