Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 98

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 98
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR42 Umboðsmaðurinn Páll Eyj- ólfsson, Palli Papi, hefur safnað saman athyglisverðri samsuðu tónlistarmanna úr öllum áttum, í hljómsveit sem kallast Phönix og mun leika á nýja staðnum Domo 22. desem- ber. „Það vantaði hljómsveit á staðinn fyrir þetta eina kvöld þannig að þetta er ekkert endi- lega band sem er að fara í gang,“ segir Palli en hann hafði sam- band við Júlíus í Skítamóral, Vigni Snæ úr Írafári, Benedikt Brynleifsson, trommara úr 200 þúsund naglbítum og Bo Hall og Einar Ágúst Víðisson söngvara, sem hefur snúið lífi sínu til betri vegar og mun vera hressari en nokkru sinni. „Það er ekkert búið að forma þetta sem hljómsveit heldur er þetta bara svona „happening“,“ segir Palli. „Þetta er bara eitt gigg sem þeir ætla að taka og ekkert meira planað með það,“ bætir hann við. - sig Tveimur háskólanemum tókst ekki að koma í veg fyrir að gam- anmyndin Borat verður gefin út DVD-mynddiski á næstunni. Nemarnir sögðust hafa verið gabbaðir í að vera með kynþátta- fordóma og karlrembu í spjalli við grínistann Sacha Baron Cohen í hlutverki fréttamannsins Borat. Sögðust þeir hafa beðið tilfinninga- legan skaða vegna myndarinnar. Dómstóll í Los Angeles vísaði ákærunni á bug og tók hvorki í mál að fresta útgáfu myndar- innar né að láta klippa atriðið með nemunum úr henni. Halldór Baldursson skopmyndateiknari hélt upp á útgáfu bókarinnar 2006 í grófum dráttum á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á föstudag. Margt góðra gesta mætti til að fagna með Halldóri, allt í senn vinir, vandamenn og viðfangsefnin. Stiklað á stóru í grófum dráttum Kastljósið á halldóri Skopteiknarinn og Kristján Kristjánsson, áður kenndur við Kastljós en er nú upplýsingafulltrúi FL-Group. FréttabLaðið/páLL YrKisefni framtíðarinnar Örn Smári Gíslason hönnuður, Guðmundur Steingríms- son stjórnmálamaður og alexía björg Jóhannesdóttir leikkona mættu á krána í tilefni útgáfunnar. Hver veit nema Guðmundur eigi eftir að verða Halldóri innblástur í framtíðinni. bóKvitið og asKarnir runólfur ágústsson, fyrrverandi rektor á bifröst, og Sigurjón árnason, bankastjóri Lands- bankans, voru á svæðinu. þeir Kunna líKa að teiKna Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður og Hugleikur Dagsson teiknimyndasöguhöfundur létu sig ekki vanta. jdj Hallgrímur Helgason rithöfundur og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi heilsuðu upp á höfundinn. halldór Halldór ásamt Erni Úlfari Sævarssyni almannatengli sem hampar bók þess fyrrnefnda. maður ársins Geir H. Haarde var útnefndur maður ársins en enginn kom oftar fyrir í teikningum Halldórs á árinu en hann. Geir mætti að sjálfsögðu til að veita viðurkenningunni viðtöku. Borat vann málið borat Fréttamaðurinn borat hefur slegið í gegn á þessu ári. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage ætlar að taka sér hlé frá leik- listinni til að einbeita sér að öðrum áhugamálum á borð við sjálfstæða kvikmyndagerð. „Mér finnst ég hafa leikið í mörgum kvikmyndum og núna vil ég skoða önnur verkefni, hvort sem það er að semja eða gera eitt- hvað annað. Cage var nýverið verðlaunaður fyrir kvikmyndaferil sinn á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Nassau. Sir Sean Connery afhenti honum verðlaunin. „Nic er algjör fagmað- ur og hefur hluti fram að færa sem gera það að verkum að það er mjög gaman að vinna með honum,“ sagði Connery. Á meðal nýjustu mynda Cage eru World Trade Centre og The Wicker Man. Átta kvikmyndir sem Cage leikur í koma út á næstu tveimur árum. Vill prófa aðra hluti nicolas cage Óskarsverðlaunahafinn ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndaleik. Adrianne Curry, fyrsti vinnings- hafinn úr þáttaröðinni America´s Next Top Model, er íðilfögur en greinilega ekki alveg fullkomin. Fyrirsætan greindi nýlega frá því að hún hefði farið í brjóstastækk- unaraðgerð. Það var þó ekki hefð- bundin aðgerð, því fyrirsætan segist hafa þurft að jafna stærð brjósta sinna. Hún hafi alltaf verið með misstór brjóst, annað heilum tveimur skálastærðum minna en hitt, og viljað samræma stærðina. Curry gekkst undir aðgerðina fyrir þremur vikum, og segir læknana hafa þurft að gera nokkrar tilraunir til að ná réttri stærð. Lét lagfæra brjóstin ófullKomin fYrirsæta Fyrsti sigur- vegarinn í america‘s Next top Model segir brjóst sín hafa verið áberandi misstór og lét lagfæra þau á dögunum. Deilur kryddpíunnar fyrrverandi Mel B og leikarans Eddies Murphy eru það sjóðheitar í Hollywood um þessar mundir að aðrar deilur hafa kviknað í kjölfarið. Mel B var stödd á veitingastað síðastliðinn föstudag, en þar svifu á hana tveir papparassa-ljósmyndarar, sem á endanum fóru að deila um hvor þeirra ætti rétt á umræddu svæði. „Þú ert í mínu hverfi núna,“ sagði annar ljósmyndaranna áður en hann réðst á hinn og átti Mel fótum fjör að launa, en hún var snögg að koma sér í bíl sinn og bruna af stað. En Mel B á von á barni með Eddie Murphy sem kveðst ekki eiga barnið og vill að Mel fari í DNA- próf. Papparassar lentu í slag mel b á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Geri Halliwell segist ekkert þurfa á karlmanni í sitt líf, hún eigi yndislegt barn og frábæra vini. Söngkonan upp- lýsir þetta í við- tali við glans- tímaritið OK. Halliwell hefur lítið látið fyrir sér fara eftir að hún eignaðist dóttur sína Bluebell í maí og leggur ríka áherslu á það í viðtalinu að hún hafi alls engan áhuga á að ganga í það heilaga. Söng- konan segist jafnframt ekki vera í neinum sam- skiptum við barnsfðður sinn, breska handritshöfundinn Sacha Gervasi og telur að hjónabandið sem stofnun hafi beðið álitshnekki. „Ég meina, af hverju eru svona margir að skilja?,“ sagði Halliwell. Geri loksins hamingjusöm hamingjusöm Geri Halliwell talaði opinskátt í viðtali við bandaríska tímaritið OK. Einar Ágúst aftur á svið á næstunni eldhress Söngvarinn Einar ágúst Víðisson verður í aðalhlutverki á Domo 22. desember. flott band Vignir Snær mun leika á gítarinn með þessari áhugaverðu hljómsveit en ekki hefur verið ákveðið hvort um framhald verð- ur að ræða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.