Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 101

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 101
Tökur eru nú hafnar á Duggholufólkinu fyrir vestan. Ari Kristinsson er leikstjóri myndarinnar sem hann segir vera jólamynd í ítrasta skilningi. „Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem við ætlum okkur að frumsýna um næstu jól.“ segir Ari Kristins- son kvikmyndagerðarmaður en nú standa yfir tökur á Vestfjörðum á kvikmyndinni Duggholufólkið sem er nýjasta verk Ara. „Þetta verður jólamynd í ítrasta skilningi þess þar sem við erum að nýta okkur bæði jólastemninguna og náttúru- fegurðina í vetrinum hérna fyrir vestan. Það hæfir sögu myndarinn- ar ákaflega vel þar sem þetta er fjölskyldu- og draugasaga og umhverfið hefur þennan kynngi- magnaða blæ sem fellur fullkom- lega að því sem við erum að gera.“ Myndin hefur verið í tökum fyrir sunnan í eina 25 daga og hafa tökur aðallega farið fram í Lata- bæjarstúdíóinu og að einhverju leyti í Hafnarfirði. Nú er hins vegar komið að útitökum fyrir vestan og þegar náðist í Ara var hann í óða önn við að hlúa að leik- urum og starfsfólki sem voru rétt nýlent á Ísafjarðarflugvelli eftir erfitt flug. „Það var víst all svaka- leg ókyrrð í fluginu og fólkið er svona rétt að byrja að jafna sig og þá einkum yngri kynslóðin. Fólk þarf að fá að koma við jörðina oftar en tvisvar og þakka fyrir að vera á lífi áður en það jafnar sig á þessu.“ segir Ari og er greinilega ánægður með að vera kominn með allt sitt fólk vestur heilt á húfi. Í aðalhlutverkum í Duggholu- fólkinu eru krakkarnir Þórdís Árnadóttir, Bergþór Þorvaldsson og Árni Beinteinn Árnason auk reyndari leikaranna Brynhildar Guðjónsdóttur, Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Erlends Eiríksson- ar. „Við verðum nokkuð víða í tökum hér fyrir vestan og förum meðal annars í hlíðar Bolafjalls svo þetta verður örugglega heilmikið ævintýri. Ég er búinn að vera fyrir vestan í nokkra daga við undirbún- ing og er orðinn spenntur að byrja að taka, en ég er hræddur um að fólkið þurfi að fá að jafna sig á fluginu áður en það fer að hlakka til vinnunnar.“ magnusg@frettabladid.is Leiðin til Betlehem ( (HinirrÁFÖLLnUF BNA GEGN JOHN LENNON HAGATORGI • S. 530 1919 / álfabakka / kringlunni / keflavík / akureyri SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 Leyfð THE GRUDGE 2 kl. 5:50 - 10:30 B.i. 16 FLY BOYS kl. 8 B.i. 12 BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð DEAD OR ALIVE kl. 4 - 6 - 8 - 9 - 10:10 B.i.12 DEAD OR ALIVE VIP kl. 5 - 8 - 10:10 SAW 3 kl. 8 - 10:20 B.i.16 SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal kl. 3:40 - 5:50 Leyfð FLUSHED AWAY M/-Ensk tal. kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 Leyfð THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7 DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.12 SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð FLUSHED AWAY M/-Ensk tal kl. 10 Leyfð THE HOLIDAY kl. 8 - 10:30 Leyfðð SANTA CLAUSE 3 kl. 8 Leyfð THE GRUDGE 2 kl. 10 B.i. 16 DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð FLUSHED AWAY M/-Ensk tal kl. 8 Leyfð SCANNER DARKLY (óTExT) kl 10 B.i.16 Martin ShortTim Allen Frá framleiðendum og NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12 THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 Byggð á tölvuleiknum vinsæla DeaD OR alive FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS „Óborganleg grínmynd eftir Lars Von Trier um árekstra Íslendinga og Dana, þar sem Friðrik Þór og Benedikt Erlings stela senunni.“ JÓLAMYNDIN Í ÁR BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 THE US VS. JOHN.. kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 - 8 Leyfð BAráTTAn uM jólin er hAfin. jólASveininn 3 TónlisTarmaður - mannúðarvinur - þjóðarógn S.V. -MBL V.J.V. topp5.iS www.haskolabio.is þRjáR á tOppnum Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlim- um úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitun- um hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Air- waves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frek- ar stutt plata. Níu lög, tæpur hálf- tími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frá- bæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t. d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarna- senunni undanfarin ár. Gavin Port- land vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkom- an er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söng- urinn er kannski veikasti hlekkur- inn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson Rokkplata ársins? TónlisT Views of Distant Towns Gavin Portland HHHH Views of Distant Towns er ekki lengri en tæpur hálftími, en því- líkur hálftími! Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Hljómsveitin Dýrðin heldur útgáfutónleika á Barnum á föstu- dag í tilefni af útkomu fyrstu plötu sinnar sem er samnefnd sveitinni. Platan kom út í Bandaríkjunum í byrjun október á vegum útgáfu- fyrirtækisins Skipping Records sem uppgötvaði Dýrðina á netinu. Hér á landi kom platan út um miðj- an nóvember. Að sögn Magnúsar Axelssonar mun Dýrðin spila nýju plötuna á tónleikunum auk eins nýs lags sem nefnist Goldfish. „Við ætlum að halda áfram að semja fleiri lög og það er alveg inni í myndinni að halda áfram að gefa út á næsta ári,“ segir Magnús. Bætir hann því við að þótt nýja lagið sé sungið á ensku sé platan öll á íslensku. Þrátt fyrir það hafi sveitin fengið góðar viðtökur í Bandaríkjunum þar sem áheyrendur hafi meira að segja sungið með þeim á tónleikum. Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er ókeypis inn. Hljómsveitin The Way Down sér um að hita upp. Dýrðin á tónleikum hafís og einar Systkinin Hafdís og Einar Hreiðarsbörn á tónleikum með Dýrðinni. mynD/nick karPowicz Þakka fyrir að vera á lífi ari krisTinsson Er ánægður með að allir hafi sloppið heilir á húfi. Kvikmyndin Apocalypto í leik- stjórn Mel Gibson fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknar- listanum eftir fyrstu frumsýning- arhelgina. Myndin fjallar um Maya-indí- ána í Mið-Ameríku og er töluð á mállýsku þeirra. Ekki höfðu marg- ir trú á að hún færi á toppinn. „Ég held að fólk sé frekar undrandi á því að hún sé númer eitt. Fyrir tveimur mánuðum hefði enginn trúað því,“ sagði starfsmaður Disney. Myndin var þó langt frá því að nálgast síðustu mynd Gibson í vin- sældum, The Passion of Christ, sem náði inn rúmum 5,7 milljörð- um króna króna eftir frumsýning- arhelgi sína. Aflaði Apocalypto framleiðendum um 960 milljónum króna. Í öðru sæti á aðsóknarlistanum varð rómantíska gamanmyndin The Holiday með Cameron Diaz og Jude Law í aðalhlutverkum og í því þriðja varð mörgæsamyndin Happy Feet. Gibson á toppinn Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur gefið eina milljón dollara, eða tæpar sjötíu milljónir króna, til lista- skóla í Balti- more þar sem hún stundaði nám á sínum yngri árum. Vonast hún jafnframt til að nýtt leikhús skólans verði til- einkað rappar- anum Tupac Shakur sem var skotinn til bana fyrir tíu árum. Jada Pinkett og Tupac voru góðir vinir þegar þau gengu í skólann og vildi hún minnast hans á þennan hátt. „Það skiptir miklu máli þegar þú ert kennari og frægasti nemandinn þinn snýr aftur til að gefa pening,“ sagði Donald Hicken, yfirmaður leiklistardeildarinnar. „Það hefur mikið að segja fyrir samfélagið að skólinn skiptir máli í lífi fólks.“ Gefur 70 milljónir JaDa pinkeTT og will smiTh Hjónin Jada Pinkett og will eru ekki búin að gleyma listaskólan- um í Baltimore. apocolypTo nýjasta mynd mel Gibson er að gera góða hluti í Bandaríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.