Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 102

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 102
46 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HAnDboltI Breytingar verða hjá karlaliði Hauka í handknattleik næsta vetur. Páll Ólafsson mun láta af störfum sem þjálfari liðs- ins og við stöðu hans tekur, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins, Aron Kristjánsson en hann er á heimleið eftir að hafa alið manninn í Danmörku síðustu ár sem leikmaður og síðar þjálfari hjá Skjern. „Ég er búinn að ræða við Haukana og það er gagnkvæmur vilji að ganga til samninga,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær en hann vildi þó ekki staðfesta að málið væri frágengið. Aron lék með Haukum á sínum tíma og síð- ustu ár hefur verið talað um að hann sé á leið heim og nú er loks- ins að verða af því. „Fjölskyldan er búin að taka þá ákvörðun að koma heim og það er mikill léttir að vera búin að taka ákvörðun enda hefur ákvörðunin setið lengi í okkur,“ sagði Aron sem var með freistandi tilboð í höndunum frá Danmörku. „Til- boðið frá Team Tvis Holstebro var sérstaklega spennandi og það var erfitt að gefa það frá sér. Þeir voru búnir að setja upp mjög spennandi pakka fyrir mig sem ég lá lengi yfir með fjölskyldunni en eins og áður segir þá ákváðum við að koma heim.“ Aron stóð sig frábærlega úti í Danmörku bæði sem leikmaður og þjálfari og kom því ekki á óvart að lið í Danmörku skyldu bera víurn- ar í hann eftir að hann gaf út að tímabilið í ár væri hans síðasta með Skjern. Stórlið GOG var eitt þeirra liða. Aron segir að það legg- ist vel í sig að koma aftur heim. „Það verður spennandi. Ég var heima á dögunum, skellti mér á völlinn og hafði gaman af,“ sagði Aron en lærlingur hans hjá Skjern, Jón Þorbjörn Jóhannesson, er einnig á heimleið og hefur þegar verið orðaður við Haukaliðið.  henry@frettabladid.is Aron á leið heim og mun taka við liði Hauka Handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur tekið þá ákvörðun að flytja heim eftir áralanga dvöl sem leikmaður og þjálfari í Danmörku. Aron hefur átt í viðræðum við Hauka og mun að öllum líkindum taka við liðinu. íhaukabúningnumAron var einn skæðasti leikmaður Hauka á sínum tíma. aronáásvöllumAron Kristjánsson sést hér stýra Skjern í æfingaleik gegn Hauk- um á Ásvöllum í lok síðasta sumars. Hann mun stýra fleiri leikjum þar í framtíðinni. fréttAblAðið/StefÁn HAnDboltI Búast má við hörðum viðbrögðum vegna orða danska handboltamannsins Joachims Boldsen en hann sagði að danskar handboltakonur gætu ekki neitt í handbolta. Boldsen er einn besti leikmaður Dana og kvennahand- bolti er mjög vinsæll í Danmörku. „Það er nánast ekkert gott við kvennahandbolta, ef maður ber hann saman við karlahandbolta. Þetta eru tveir ólíkir heimar og það er nánast vandræðalegt að sjá hve lítið þær geta. Þær geta nán- ast ekki neitt. Þær geta ekki tekið snúnings- skot, geta ekki hoppað og ekki gert gabbhreyfingar,“ sagði Boldsen í samtali við danska blaðið Berl- ingske Tidene. Hann bætti þó við að karlahandboltinn stæði í þakk- arskuld við kvennahandboltann. „Við skuldum þeim mikið. Þær hafa auglýst íþróttina í mörg ár, þó að ég vilji ekki vera að líkja þessu saman. Kvennahandbolti hefur ekki verið merkilegur í gegnum tíðina, af því að það eru fá lið sem geta eitthvað í kvennahandbolta. En allt í lagi, það besta við kvenna- handboltann er að Danmörk vinn- ur annars lagið gullverðlaun,“ sagði hinn beinskeytti Joachim Boldsen. -dsd Joachim Boldsen ekki að skafa utan af því: Konur geta ekki neitt í handbolta joachimboldsener harðorður í garð kvennahandboltans í Danmörku. norDic pHotoS/getty Dregið var í fjórðungsúrslit Meistaradeild- ar evrópu í handbolta í gær og mætir danska liðið fc Kaupmannahöfn liði Magdeburg frá Þýskalandi. Arnór Atlason leikur með fcK en hann fór þangað frá Magdeburg í vor. „Það verður gaman að koma aftur í höllina í Magdeburg,“ sagði Arnór en viðurkennir að eiga ekk- ert sérstaklega góðar minningar þaðan enda lék hann ekki stórt hlutverk með liðinu á sínum tíma þar. leikirnir fara fram í febrúar en í millitíðinni leikur hann með íslenska landsliðinu á HM í handbolta en riðla- keppni Íslands fer einmitt fram í Magdeburg. Aðspurður býst hann ekki við að fá sér sæti á varamannabekk Magde- burg, til að rifja upp þá upplifun. „Ætli það nokkuð. en ég býst við því að mér verði ágætlega tekið og verður gaman að mæta þeim á vellinum.“ Hann segir möguleika fcK þokkalega. „Við höfum unnið tólf af þrettán leikjum okkar í deildinni og sjálfstraustið er því mikið. Þetta var kannski ekki óskamótherjinn en við ætlum okkur langt í keppn- inni og þurfum því að vinna lið eins og Magdeburg.“ Sjálfum hefur Arnóri gengið afar vel og er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar og ekki útlit fyrir að það breytist fyrir jólafrí. liðið mætir botnliði lemvig á sunnudag í síðasta leik fyrir frí og segir Arnór það gott að fara í þetta langa hlé á toppi deildarinnar. „Við höfum þó átt í vandræðum með meiðsli og keyrt liðið á sömu 7-8 mönnun- um. ég hef spilað næstum hverja einustu sekúndu á tímabilinu og er langt síðan ég hef verið í jafn góðu formi. en þetta var það sem ég vildi fá að gera, að spila reglulega, og ég er því ánægður.“ eins og gefur að skilja er danska deildin ekki jafn sterk og sú þýska en Arnór segir að hún verði aðeins sterkari á næstu árum. „Margir danskir handknattleiksmenn eru að snúa aftur heim og það styrkir deildina,“ sagði Arnór. búast má við að hann gegni lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Arnór AtlASon: MÆtir SÍnuM göMlu félöguM Í fjórðungSúrSlituM MeiStArADeilDArinnAr Ætlum okkur langt í Evrópukeppninni FótboltI Líklegt þykir að Alan Curbishley verði kynntur til sög- unnar í dag sem nýr knattspyrnu- stjóri West Ham í dag. Hann hóf í gær viðræður við Eggert Magn- ússon og Björgólf Guðmundsson, eigendur West Ham, og segir Curbishley sjálfur að hann hafi mikinn áhuga á starfinu. Í gær- kvöldi sagði á fréttasíðu BBC að Curbishley yrði ráðinn annað- hvort í dag eða á morgun. Þeir sem þekkja til Eggerts kemur það sjálfsagt ekki á óvart hversu stuttan tíma hann tekur sér til verksins. Hann er þekktur fyrir að ganga beint til verks og klára málin á sem skemmstum tíma. „Ég myndi gjarnan vilja heyra hvað West Ham hefur við mig að segja,“ sagði Curbishley í gær. „Auðvitað hef ég áhuga, þetta er mitt félag.“ Curbishley ólst upp hjá West Ham og segir í pistli sem hann skrifaði í Daily Express í gær að hann hafi lært lexíurnar, bæði innan vallar sem utan, af sjálfum Bobby Moore sem er mikil hetja í augum Englendinga og stuðn- ingsmanna West Ham. „Þegar maður elur manninn í félagi eins og West Ham losnar maður aldrei við tilfinningarnar sem maður ber til félagsins.“ Hann sagði að hann hafi hafn- að boði um að gerast stjóri félags- ins árið 2001 þegar hann var við störf hjá Charlton þar sem hann var í fimmtán ár. The Sun fer mikinn í umfjöll- un sinni í málið og segir að Cur- bishley muni fá 135 milljónir króna í árslaun. Einnig segir blað- ið að Slavan Bilic og Guus Hidd- ink hafi einnig komið til greina hjá Eggerti og Björgólfi. -esá Leitin af eftirmanni Alans Pardew hjá West Ham er stutt: Tekur Alan Curbishley við í dag? curbishleyAfar virtur knattspyrnu- stjóri í englandi. norDic pHotoS/getty >Þórólfurorðaðurviðformannsstólksí fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Þórólfur Árnason væri nú orðaður við framboð til formanns KSÍ en eggert Magnússon mun láta af því starfi á ársþingi sambandsins í febrúar næstkomandi. Aðeins geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur opinberlega lýst yfir framboði en aðrir hafa verið orðaðir við embættið, til að mynda guðni bergsson, gunnar Sigurðsson og Viðar Halldórsson. Þórólfur játaði því hvorki né neitaði að hann væri að íhuga framboð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.