Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 104

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 104
48 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR HAnDboltI Liðin sem mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, spænsku liðin Ciudad Real og Portland San Antonio, drógust gegn hvort öðru í átta liða úrslitum keppn- innar. Portland á harma að hefna eftir að Ciudad fór mjög illa með liðið í báðum úrslitaleikjunum á síðustu leiktíð. Fyrri leikur lið- anna fer fram í Ciudad Real. Alfreð Gíslason og lærsvein- ar hans í Gummersbach voru nokkuð heppnir með andstæð- inga en þeir drógust gegn spænska liðinu Valladolid. Félag Viggós Sigurðssonar, Flensburg, mætir spænska stórliðinu Bar- celona en Viggó lék með því félagi á sínum tíma. Hann verð- ur væntanlega fjarri góðu gamni í þessum leikjum þar sem samn- ingur hans við Flensburg er að renna út. Í EHF-keppninni lentu Arnór Atlason, Gísli Kristjánsson og félagar í FCK á móti gamla félagi Arnórs, Magdeburg. Íslendinga- liðið Skjern tekur aftur á móti Lemgo-bönunum í Dunkerque. Sigfús Sigurðsson og félagar í Ademar Leon fá tiltölulega auð- velt verkefni er þeir mæta danska liðinu Bjerringbro/Silke- borg sem Heimir Örn Árnason var á mála hjá. Fyrri leikir liðanna fara fram 24. og 25. febrúar og síðari leik- irnir eru viku síðar. -hbg drátturinn Meistaradeildin: Ciudad Real - Portland San Antonio Flensburg - Barcelona Valladolid - Gummersbach Veszprem - Kiel EHF-keppnin: Magdeburg - FCK Dunkerque - Skjern Grasshoppers - Paris Handball Aragon - Bidasoa Evrópukeppnibikarhafa: Bjerringbro/Silkeborg - Ademar Leon Constanta - RK Zagreb Hamburg - HC Portovik Vardar Skopje - RK Bosna Stórleikir fram undan í Evrópukeppnunum í handbolta en dregið var í átta liða úrsitin í gær: Ciudad Real mætir Portland í stórleik átta liða úrslita Meistaradeildarinnar í handbolta MætastánýÓlafur Stefánsson tekur hér á Ivano Balic í úrslitaleiknum í apríl. FRéttABLAðIð/VILHeLM nbA Jason Kidd komst í þriðja sæti, og upp fyrir sjálfan Wilt Chamberlain, yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum á ferlinum í NBA-deildinni þegar New Jersey Nets lagði Memphis Grizzlies af velli, 105-93, í fyrri- nótt. Nets eru í efsta sæti Atlants- hafsdeildarinnar þrátt fyrir að vera aðeins búnir að vinna átta af tuttugu leikjum sínum til þessa. Þetta var 79. þrennan sem Jason Kidd nær á ferlinum en hann skoraði 12 stig, átti 13 stoð- sendingar og hirti 10 fráköst. Vince Carter átti einnig stór- leik en hann setti niður níu þriggja stiga körfur í leiknum og setti nýtt félagsmet hjá New Jersey Nets. Carter var stigahæstur í liði Nets með 37 stig en hjá Memphis Grizzlies var varamaðurinn Chucky Atkins stigahæstur með 26 stig. Grizzlies skoraði eingöngu tíu stig í fyrsta leikhluta en það er lægsta skor liðs í einum leikhluta á þessari leiktíð. Meistarar Miami Heat unnu Toronto Raptors, 99-77, þar sem Dwyane Wade var stigahæstur með 37 stig fyrir Heat. Wade hefur verið með tannpínu síðustu daga en lék í fyrrinótt þrátt fyrir að vera sárkvalinn. „Ég finn mjög mikið til núna. Það er engin meðferð við þessu, ég verð bara að sofa þetta úr mér,“ sagði Wade eftir leikinn. Phoenix Suns vann sinn ellefta leik í röð þegar liðið lagði Orlando Magic, 103-89, á útivelli. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir Suns og Steve Nash gaf 15 stoðsendingar í leiknum auk þess að skora 18 stig. -dsd Jason Kidd í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum á ferli sínum í NBA-deildinni: Carter setti niður níu þriggja stiga körfur JasonkiddNáði sinni 79. þrennu í New Jersey og Memphis í fyrrinótt. NoRDIC PHotoS/Getty fótboltI Svo virðist sem AC Milan sé búið að fá nóg af þeim sögu- sögnum að Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko sé á leið aftur til félagsins. Nú hefur Leandro Cantamessa, lögfræðingur AC Milan, sagt að fjölmiðlar geri í því að dreifa lygum. „Það hafa engin samskipti átt sér stað milli Milan og Chelsea um hugsanleg viðskipti með Shevchenko. Það eru þrjár hugsanlegar ástæður fyrir þessum orðrómi. Annaðhvort er Shevchenko að ljúga, hann skiptir stanslaust um skoðun eða þá að fjölmiðlarnir eru að ljúga,“ sagði Cantamessa um málið. -dsd Andryi Shevchenko-málið: AC Milan búið að fá nóg sHEvcHEnkoHefur margoft verið orð- aður við endurkomu á San Siro í vetur. NoRDIC PHotoS/AFP fótboltI Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur látið hafa eftir sér að gagnrýni hvetji hann til frekari dáða. Þetta segir hann í nýlega útkominni bók sem ber heitið Manchester United Opus. Þar ræðir hann einnig um hve stoltur hann sé af árangri sínum hjá enska liðinu. „Ég er mjög stoltur af mínum tíma hér. Þetta hefur verið frábær tími. Sir Bobby Charlton hefur stutt vel við bakið á mér frá því ég kom til félagsins og hann veit að ég kann að meta það. Mér liður mun betur núna en fyrir tveimur árum þegar við vorum gagnrýndir mjög mikið. Það skiptir ekki máli hvort þú átt það skilið eða ekki, engum líkar vel við gagnrýni og hún hvetur þig áfram. Eins leiðin til að halda haus er að vinna titla. Það þarf að vinna titla eins og Úrvalsdeildina, Meistaradeildina og bikarkeppn- ina,“ sagði Ferguson. -dsd Sir Alex Ferguson: Gagnrýni hvet- ur hann áfram siralExSegist þrífast á gagnrýni. NoRDIC PHotoS/Getty fótboltI Hrafnkell Helgason, leik- maður Fylkis, hefur átt í langvinn- um meiðslum sem ógna nú ferli hans sem aldrei fyrr. Í síðasta mánuði gekkst hann undir aðgerð vegna krossbandaslita á vinstra hné í annað skiptið á tæpum þrem- ur árum. Meiðslin þýða að hann verður frá í 8-10 mánuði og missir því í besta falli af fyrri hluta næsta tímabils. „Það þurfti að laga krossbanda- festingarnar upp á nýtt þar sem þær höfðu allar slitnað aftur,“ sagði Hrafnkell. Nokkru fyrr fór hann í speglun á hnénu og þá hékk ein festingin saman en var slitin þegar að aðgerðinni kom. Hrafn- kell segir að aðgerðin hafi heppn- ast vel og útlitið gott enn sem komið er. En eftir að hafa verið á hliðarlínunni stærsta hluta síðustu þriggja tímabila er hann orðinn langþreyttur á ástandinu og segist ætla að gefa fótboltanum eitt tæki- færi enn. Hættiefbatinnverðurlélegur „Ef batinn verður ekki eins og hann á að vera ætla ég að hætta. Ég get ekki staðið í þessu í mörg ár í viðbót,“ segir Hrafnkell sem er 28 ára gamall. Hann segir að meira komi til við þessa ákvörðun en bara fótboltinn en hann ætlar ekki að hætta á frekari sköddun á hnénu, upp á framtíðina að gera. Hann vilji geta beitt sér að eðlileg- um mætti þótt hann geti ekki spil- að knattspyrnu í efstu deild leng- ur. Þessar vikurnar og mánuðina er hann í endurhæfingu hjá sjúkra- þjálfara sem gengur vel. Fyrri aðgerð hans gekk ekki eins vel og sú síðari og er það stór hluti af því að batinn hefur gengið jafn illa og raun ber vitni. Til að mynda voru plastfestingar græddar í hnéð í fyrra skiptið sem áttu að eyðast eftir því sem á leið og meiðslin greru. „Plastfestingarnar voru enn til staðar og á dreif hér og þar í hnénu. Það var líka mikill munur á aðgerð- inni sem slíkri og eftirmálum henn- ar. Í fyrra skiptið var ég svæfður í sjö tíma en bara tvo tíma nú. Skurð- urinn var helmingi minni en áður og eftir aðgerðina í fyrra skiptið var ég á hækjum í sjö daga og tók morfín í fjóra daga. Nú var ég á hækjum í tvo daga og þurfti ekki að taka eina parkódín-töflu.“ Missirafbestuárunum Hann segir að þessi langa meiðsla- saga hafi verið vitanlega mikil vonbrigði fyrir sig. „Auðvitað hefur þetta verið ofboðslega svekkjandi. Ég lék í sex ár og var laus við meiðsli í stórum dráttum en svo virðist þetta vera sagan endalausa eftir fyrstu alvarlegu meiðslin. Þetta væri ekki jafn svekkjandi ef þetta hefði gerst eftir þrítugsaldurinn. En mér finnst að ég hafi misst af mínum bestu árum sem knattspyrnumað- ur. Vissulega á 28 ára leikmaður nokkur góð ár eftir en þetta hefur verið afar erfitt engu að síður.“ Hrafnkell er uppalinn Árbæing- ur og hefur leikið með Fylki alla sína tíð. Foreldrar hans eru vel þekktir stuðningsmenn Fylkis og mæta á flesta leiki liðsins. „Þetta er mikil Fylkisfjölskylda og verð ég bara að fara á leiki með þeim ef ég get ekki spilað sjálfur,“ segir hann í léttum dúr. Hrafnkell kom inn á sem vara- maður í einum leik í sumar en þurfti að fara aftur af velli nokkr- um mínútum síðar. Hann hefur alls komið við sögu í 21 leik síð- ustu þrjú árin og sjaldan eða aldrei leikið heilan leik á þessum tíma. Alls á hann að baki 72 leiki með meistaraflokki Fylkis í efstu deild og hefur hann skorað í þeim tíu mörk. Hann á einnig einn U-21 landsleik að baki.  eirikur.asgeirsson@frettabladid.is HraFnkEllHElgasonKlæðist vonandi Fylkisbúningnum á ný næsta sumar. FRéttABLAðIð/eIRíKuR Hrafnkell verður frá í 8-10 mánuði Hrafnkell Helgason segir að nái hann sér ekki af meiðslum sínum í sumar ætlar hann að leggja skóna á hilluna. Hann fór í aðgerð í nóvember og þegar er ljóst að hann missir af fyrri helmingi næsta tímabils.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.