Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 111

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 111
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR54 Hrósið … „Þetta var mjög fallegt allt saman. Brúðkaupið var fallegt og veislan á eftir ekki síðri,“ segir sjónvarps- maðurinn Jóhannes Kr. Kristjáns- son í Kompási. Á laugardaginn síðasta gengu þau Jóhann Trausta- son og Guðbjörg Inga, unnusta hans, í heilagt hjónaband. Lands- menn þekkja þau skötuhjúin eflaust betur undir nöfnunum Jói og Gugga, en þau hafa verið fasta- gestir í sjónvarpsþættinum Komp- ási á Stöð 2 síðasta árið. Þar hafa sjónvarpsáhorfendur getað fylgst með þeim berjast við eiturlyfja- fíkn sína. Síðast þegar fréttist af Jóa og Guggu höfðu þau farið í meðferð og bjuggu í húsnæði á vegum Krossins. Það var einmitt Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sem gaf þau saman. „Það voru reyndar ekki margir gestir í brúðkaupinu en þetta var góðmennt. Kompás var að sjálf- sögðu á staðnum, enda var þetta stór stund í lífi þeirra Jóa og Guggu,“ segir Jóhannes Kr. Hann fæst ekki til að upp- lýsa hvernig Jóa og Guggu hafi gengið að berjast við eitur- lyfjafíkn sína að undanförnu, segir að það komi í ljós í næsta þætti sínum. En hvað gaf Jóhannes og Kompásfólkið vinum sínum í brúðkaupsgjöf? „Við erum nú ekki enn búin að gefa þeim brúðkaupsgjöf en við munum færa þeim alla þættina sem þau hafa verið í á diskum fljótlega,“ segir Jóhannes. Eftir að Gunnar Þorsteinsson hafði gefið brúðhjónin saman var haldin vegleg veisla í Tæknigarði. „Það var fólk sem gaf þeim veisluna. Eftir að það sá síðasta þátt ákvað það að hjálpa þeim Jóa og Guggu. Mjög fallegt af þeim,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. - hdm 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 veistu svarið Svör við spurningum á bls. 8 1 Augusto Pinochet 2 Máni Svavarsson 3 Eggert Magnússon LÁrÉtt 2 jurt 6 upphrópun 8 umfram 9 sönghópur 11 slá 12 niðurlægja 14 hvæsa 16 tímaeining 17 rangl 18 ferð 20 í röð 21 tryggur. LóðrÉtt 1 að lokum 3 guð 4 nískupúki 5 hall­ andi 7 hreinar meyjar 10 þjófnaður 13 nálægt 15 þurrka út 16 stefna 19 óreiða. LausN LÁrÉtt: 2 gras, 6 oj, 8 auk, 9 kór, 11 rá, 12 smána, 14 fnæsa, 16 ár, 17 ráf, 18 túr, 20 lm, 21 trúr. LóðrÉtt: 1 loks, 3 ra, 4 aurasál, 5 ská, 7 jómfrúr, 10 rán, 13 nær, 15 afmá, 16 átt, 19 rú. „Þetta sýnir bara hvað Ísland er lítið. Arnaldur var staddur þarna í bænum vegna þess að kvikmynda- hátíðin er tvískipt; annars vegar er þetta kvikmyndahátíð og hins vegar bókmenntahátíð sem Arn- aldur tók þátt í og honum fannst það ekkert tiltökumál að veita verðlaununum viðtöku,“ útskýrir Ragnar Braga- son, leikstjóri kvikmynd- arinnar Börn, sem á sunnudaginn fékk sérstök verð- laun dómnefndar á ítölsku kvik- myndahátíðinni Courmayeur Noir. Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason veitti þeim viðtöku fyrir hönd leikstjórans. Væntan- lega gerir það tilviljunina enn skemmtilegri að Arnaldur er sem kunnugt er höfundur Mýrarinnar en kvikmynd byggð á bókinni hefur slegið öll aðsóknarmet hér á landi. „Það var hringt í mig á laugardeginum og ég beðinn um að koma og taka við þeim en þar sem ég var í Búdapest að leggja lokahönd á sýningareintökin fyrir Foreldra gafst mér því miður ekki tækifæri til þess,“ bætir leikstjór- inn við en hið sjálfstæða fram- hald Barna verður frumsýnt 19. janúar á næsta ári. Ragnar segir kvikmynda- hátíðina vera haldna í litlum bæ við ítölsku Alpana en Ingvar E. Sigurðsson, einn framleiðandi myndarinnar, hafi farið fyrir hönd aðstandenda mynd- arinnar og tekið þátt í blaðamanna- fundum og öllu því sem fylgir slík- um hátíðum en hann leikur ein- mitt einnig aðalhlutverkið í Mýrinni. Formaður dómnefndar- innar var Mike Hodges sem gerði meðal annars kvikmyndina Get Carter með Michael Caine í aðal- hlutverki og hreifst hann mjög af hinni íslensku kvikmynd. - fgg Arnaldur fulltrúi Barna á kvikmyndahátíð iNgvar e. sigurðssoN Ræddi við formann dómnefndar, Mike Hodges, sem hreifst mjög af hinni íslensku mynd. ragNar Komst ekki til Ítalíu þar sem hann var í Búdapest að klára sýningar­ eintök fyrir myndina Foreldrar. arNaLdur Fannst það lítil fyrirhöfn að veita sérstökum verðlaunum handa Börn­ um viðtöku á Ítalíu. Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Það er þó ekki hefðbundið jólastress sem herjar á hjúin, því þau ferðast um borgina endilanga til að halda tónleika – bæði með hljómsveit- inni Vinabandinu og sem dúettinn Hjónabandið. Þó að Arngrímur og Ingibjörg hafi verið gift í áratugi er tónlistar- samstarfið þó tiltölulega nýtil- komið. „Ég var alltaf svona gutl- andi á píanó og harmonikku og spilaði á böllum,“ sagði Arngrímur, „en Ingibjörg byrjaði ekkert fyrr en um sextugt. Mig vantaði svo trommuleikara með mér og hún bauð sig fram. Hún fékk trommu- settið í sextugsafmælisgjöf og fór að spila. Það gekk alveg ágætlega og hefur gengið síðan,“ útskýrði Arngrímur. Vinabandið er hins vegar sprottið upp úr félagsstarfi í Gerðubergi. „Þangað komu hljóð- færaleikarar sem voru hættir að vinna ákveðna daga í viku,“ sagði Arngrímur. „Svo var Guðrún Jónsdóttir í Gerðubergi beðin um að útvega hljómsveit fyrir lands- mót hjá samtökum sem ég man í svipinn ekki alveg hvað heita, og benti á okkur,“ sagði Arngrímur. „Við köllum hana einmitt mömmu okkar af því að það var hún sem kom þessu öllu af stað,“ bætti hann við. Hljóðfæraleikararnir héldu eina æfingu, spiluðu á sam- komunni og hafa varla lagt frá sér hljóðfærin síðan. „Guðrún skírði þetta Vinabandið, við erum fjórir hljóðfæraleikarar og fjórir söngv- arar,“ sagði Arngrímur, en hljóm- sveitin hefur nú verið starfrækt í ein níu ár. Hljómsveitirnar tvær hafa haft nóg að gera. „Núna erum við að spila svona fjórum, fimm sinnum í viku, það eru jólaskemmtanir úti um allt,“ sagði Arngrímur. „Venju- lega spilum við ekki nema svona tvisvar, þrisvar í viku,“ bætti hann við. Hljómsveitirnar hafa nokkra fasta viðkomustaði og sækja Alzheimersjúklinga og eldri borg- ara reglulega heim. „Svo erum við alltaf á Sólheimum í Grímsnesi tvisvar á ári,“ sagði Arngrímur. Efnisskrá sveitanna inniheldur yfirleitt lög sem eldri íbúar lands- ins kunna. „Við spilum lög með íslenskum texta, reynum að fá alla til að syngja með og svo er alltaf dansað mikið,“ sagði hann. Arngrímur segir Vinabandið og Hjónabandið yfirleitt ekki þiggja laun fyrir greiðann. „Ekki nema því sé þröngvað upp á okkur. Við erum bara að leika okkur og finnst það gaman,“ sagði hann keikur. sunna@frettabladid.is HjónABAndið: treður upp fjórum sinnum í viku Finnst gaman að leika sér HjóNabaNdið Arngrímur Marteinsson, sem hefur lengi gutlað við píanó og harmonikku, gaf ingibjörgu Sveinsdóttur trommu­ settið í sextugsafmælisgjöf. FRéttABlAðið/StEFán ... fær tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, sem heldur uppi heiðri Íslendinga í sjón- varpsþáttunum The O.C. með tónlist sinni. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir gafst upp á lífinu í danmörku fyrir skemmstu og fluttist á suðrænni slóðir, til Barcelona. Þar hélt verðlaunarithöf­ undurinn að hún væri laus við kalda vetur og gæti skrifað við bestu aðstæður árið um kring. Það hefur ekki alveg ræst, Auði er sífellt kalt á heimili sínu og kennir um öðruvísi húsbyggingastíl en hún á að venjast. Rithöfundur­ inn hefur þó fundið einfalda lausn á þessum vanda. Hún hefur óskað sér ullarpeysu í jólagjöf frá ömmu sinni og sér því fram á þægilega vormánuði. jólafrí alþingismanna hófst fyrir helgi, ef frí skyldi kalla, því eins og alþjóð veit felst svo margt fleira í starfi alþingismanna en að sitja á þingi. Siv Friðleifsdóttir, sem er ekki aðeins þingmaður heldur líka ráðherra, heldur úti ítarlegum dag­ bókarfærslum á vef sínum og ekki verður séð að fyrsti „frídagurinn“ hafi einkennst af mikilli afslöppun. Að loknu morgunkaffi skundaði Siv beinustu leið niður í ráðuneyti, dreif sig því næst í símatíma á flokksskrifstofu Framsóknarflokks­ ins, mætti í viðtal hjá fréttastofu Sjónvarpsins og rak smiðshöggið á daginn með jólafundi Slysavarnar­ deildar kvenna á Seltjarnarnesi. Siv fer þó líklega ekki í jólaköttinn því seinnipartinn gafst henni tóm til að skjótast í nýja verslun iKEA í Garðabæ, sem að sögn ráðherrans er „flott“. - hdm/bs FrÉttir aF FóLki Jói og Gugga í heilagt hjónaband stoLt og ÁNægð jói og Gugga gengu í heilagt hjónaband um síðustu helgi. Vegleg veisla var haldin í tæknigarði. við aLtarið jói og Gugga staðfestu ást sína í Krossinum. PresturiNN Gunnar Þorsteinsson í Krossinum gaf þau jóa og Guggu saman. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.