Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 9
RÉTTUR 201 Þá er að athuga útflytjendurna. Þar er að vísu erfitt að skyggn- ast fyrir um orsakir hlutanna. Útflutningur íslands er álíka ein- okaður nú og á 18. öld. En svo mikið er víst, að grunsamlega mikil tregða hefur verið á því að fá þá, sem ráðið hafa í útflutningnum, til þess að beita sér fyrir verðhækkunum þar. Og allt frá Gismondi- samningunum 1933—4 og til þessa dags, hefur öðru hvoru komið í ljós, að voldugir íslenzkir útflytjendur hafa sjálfir verið þátt- takendur í fyrirtækjum þeim, sem keypt hafa íslenzku afurðirnar, og grætt þannig á því að íslendingar fengju sem lægst verð fyrir fiskinn. Slík gróðaaðstaða myndi glatast þeim, ef mikið af út- flutningsvöru íslands væri selt beint til sósíalistisku ríkjanna, þar sem engir möguleikar væru á að skapa sér fyrirtæki á borð við „Bjarnason og Marabotti" til þess að græða á íslendingum utan landsteinanna. Voldugustu innflytjendur og útflytjendur íslands, — mennirnir, sem hafa orðið milljónamæringar í þjónustu erlendra auðhringa og samstarfi við þá, — eru fjandsamlegir miklum viðskiptum við sósíalistisku löndin vegna einkahagsmuna sinna. Hagsmunir þeirra eru í þessu alveg andstæðir hagsmunum fiskframleiðenda, neyt- enda og þjóðarinnar sem heildar. — En þessir milljónamæringar ráða Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar skiljanlegt, að þessir íslenzku auðmenn verði að fara í felur með þennan fjandskap sinn við allar tilraunir til þess að beina miklu af viðskiptum íslands í Austurveg. Þeir hafa líka venjulega góða aðstöðu til þess, þvi þeir ráða lengst af ríkis- stjórninni og þar með útflutningnum, hindra því venjulega undir alls konar yfirskyni að viðskiptunum sé komið á, en segja svo opinberlega, að það sé „því miður ekki hægt.“ Til viðbótar við þessa hagsmunalegu andstöðu voldugra yfir- stéttarmanna gegn miklum viðskiptum í Austúrveg, hefur svo bætzt andstaða amerísku auðhringanna. Ameríska auðvaldið ætlar sér að ráða íslandi. Frá þess sjónarmiði er um að gera að ísland eyðileggist fjárhagslega, svo ameríska auðvaldið eigi alls kostar við oss íslendinga. Þá fyrst gæti það undirokað oss eins og það þarf, til þess að geta farið öllu sínu fram í þessu landi, án þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.