Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 46

Réttur - 01.10.1949, Side 46
238 RÉTTUR BJÖRN BJARNASON: ÞAR Á ÉG ÚLFS VON, ER ÉG EYRUN SÉ Hið nýja alþjóðasamband klofningsmanna Síðustu daga nóv. mán. og fyrstu daga des. þ. á. sat á rökstólunum í London stofnþing svokallaðs alþjóða- sambands verkalýðsins. Til þessa þings var boðað af Brezka verkalýðssambandinu, T. U. C. með þátttöku Ameríkusambandsins C. I. O. og A.F.L. Þá munu verka- lýðssambönd Norðurlandanna Svíþjóðar, Noregs og Dan- merkur eiga þar fulltrúa, eitt af þrem samböndum Belgiu, annað hollenska sambandið, eitt af þremur frá Luxem- burg, kaþólsku samböndin í Frakklandi og Ítalíu og sambandsnefna frönsku kratanna, F. O. Aðrir þátttak- endur eru svo smá klofningshópar úr verkalýðssambönd- um víðsvegar um heim, sem A. F. L. hefur með ærnu fé og fyrirhöfn, átt mikinn þátt í að koma á fót. Stofnun þessa sambands er áframhald og árangur þeirr- ar klofningsiðju er helztu hvatamenn þess hafa stund- að undanfarið innan Alþjóðasambands Verkalýðsfélag- anna, F. S. U., er stofnað var fyrir rúmum 4 árum. Helztu hvatamenn að stofnun hins nýja sambands eru, hinn nýbakaði Sir Arthur Deakin, einn af aðalforingj- um T. U. C. og fyrrverandi forseta F. S. U., James Carey, fjármálaritara C. I. O. og fyrrverandi fram- kvæmdaráðsmeðlimur í F. S. U., maðurinn, sem nú hefur tekið að sér það hlutverk, að koma á fót klofningssam- bandi innan C. I. O. í stað U. E. annars stærsta sam- bandsfélags C.I.O. sem nú hefur verið vikið úr því sök-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.