Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 14
206 RÉTTUR og þjóðina við háskalegum afleiðingum þess, að sleppa nú tæki- færunum til mikilla samninga í Austurveg um viðskipti til margra ára, en láta auðvald Vestur-Evrópu og Ameríku draga sig á asna- eyrunum út í fen kalda stríðsins og kreppunnar. Hvað eftir annað notaði flokkurinn útvarpsumræðurnar frá Alþingi til þess að vara við hvert stefnt væri. Um miðjan október 1947 fóru fram útvarpsumræður frá Alþingi um Marshallsamstarfið. í ræðu um það mál, sagði ég m. a. eftirfarandi um viðskipta- samningana, er ég talaði þar fyrir hönd Sósíalistaflokksins (Birt í Þjóðviljanum 17. okt. 1947): £ „Þá skulum við athuga í öðru lagi stefnu stjórnarinnar, hvað markaðina fyrir útflutningsafurðir okkar snertir. Ríkisstjórnin virðist telja markaðina í Bandaríkjunum og Bret- landi eftirsóknarverðustu markaðina. í Bandaríkjunum hefur fiskur okkar hingað til verið seldur fyrir hálfvirði móts við það, sem meginlandsþjóðir Evrópu borga. Og Bandaríkin eru fallvaltasti markaður veraldarinnar, og nú vofir þar yfir ægilegasta viðskiptakreppa veraldarsögunnar, og hefst jafnvel á næsta ári. Fyrir þá íslendinga, sem muna kreppuna hér 1931 og síðar, er því augljóst, hve fallvalt er að treysta hið minnsta til frambúðar á amerískan markað, þó sjálfsagt sé að hagnýta hann meðan hann, borgar vel. Næst hinum ótrygga ameríska markaði virðist ríkisstjórnin treysta á markaðina í Englandi og Vestur-Evrópu. Ýmsir þeir markaðir eru oss góðir nú og sjálfsagt að hagnýta þá sem bezt næstu ár. En mikil hætta er á, að þeir verði ekki traustir til fram- búðar. Englendingar, Hollendingar, Frakkar og Þjóðverjar eru allt gamlar fiskveiðiþjóðir, sem flestar hafa öldum saman veitt fisk á íslandsmiðum og líklegt er því miður, að þær geri það líka í stór- um stíl, þegar þær hafa náð sér aftur eftir hörmungar styrjaldar- innar. Þessi lönd verða því stopulir framtíðarmarkaðir fyrir okkur íslendinga, ef vér ætlum að vera ein mesta fiskframleiðsluþjóð heimsins. í Suður-Evrópu verða vonandi góðir framtíðarmarkaðir fyrir ís- lenzkan fisk sem oft áður, en vart stærri. En einhverjir eðilegustu markaðir fyrir afurðir íslenzkrar fisk- veiðiþjóðar eru þau meginlandsríki Evrópu, sem ekki liggja að út- höfum. Við íslendingar höfum unnið stærstu landvinninga okkar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.