Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 65

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 65
RÉTTUR 257 boðuðu menn til fundarins. Jón Samsonarson var boð- inn, en ekki mun hafa þótt hyggilegt að hann væri meðal fundarboðenda, það gat spillt fyrir honum á þingi, en kosinn var hann fundarstjóri. Á fundinum voru rædd mörg mál, svo sem um að tveir menn úr hverjum hreppi sæktu Þingvallafund, um jarðamatið, sem þá var mikið rætt á þingi,jarðakúgildi, vildu sumir leiguliðar reka þau heim til landsdrottna, tíundargjaldið til prests og kirkju, „þótti mönnum ósanngjarnt að það væri greitt öðruvísi en til kóngs og fátækra11,* þ. e. að það væri goldið í pen- ingum eftir meðaltalinu í verðskránni. Þessi tvö síðast- nefndu mál voru þögguð niður, með því að ný landbún- aðarlög væru í undirbúningi. Ennfremur var rætt um nauðsyn þess að skipa nefnd til þess að rannsaka fjár- hagsmál landsins, og að lokum „vandræði þau, er á lögð- ust með harðstjórn amtmanns1'.** Var nefnd kosin í það mál. í nefndinni voru þessir menn: Tómas í Hvalsnesi, Gunnar Gunnarsson, hreppstjóri í Laxárdal, Sigurður Guðmundsson á Heiði, Gísli Konráðsson og Indriði sonur hans. Voru það ráð nefndarinnar að biðja Grím amt- mann að leggja niður embætti og skyldu menn fjölmenna norður að .Möðruvöllum í því skyni að bera fram þessa ósk. Vildu sumir ríða þegar norður, en aðrir löttu þess og töldu þetta þurfa meiri undirbúnings við. í því skyni var samþykkt að halda annan fund við Vallalaug í Vall- hókni. Samþykkt var á Karlsárfundi, að halda leyndu því sem þar gerðist, þangað til næsti fundur yrði haldinn. í fund- arbyrjun kom óboðaður, unglingsmaður, Gunnlaugur, son- ur Björns prests Arngrímssonar að Hvammi í Laxárdal. Trúðu fundarmenn honum illa. Þeir Gunnlaugur og Indriði Gíslason voru á líku reki og var með þeim kunn- * Sbr. dómabók, framburð Þorbergs Jónssonar á Dúki. ** Æfiisaga Gísla Konráðssonar, bls. 231, 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.