Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 22
214 RÉTTUR en meginhluta þeirra er að finna í bréfa- og skjalasöfn- um Jóns Sigurðssonar, þar sem varðveitt eru margvísleg frumgögn um þessi mál. Eins og alkunnugt er, var einokunarverzluninni aflétt árið 1787, og verzlunin gefin frjáls við alla þegna Dana- konungs. Þá risu upp fáeinir ötulir íslenzkir kaupmenn, en áhrifa þeirra til umbóta á verzluninni gætti aðeins skamma hríð og á takmörkuðum svæðum. Víða umhverfis landið héldust verzlunarhættir að mestu óbreyttir frá því, sem verið hafði á einokunartímunum. Dönsku sel- stöðuverzlanirnar tóku við arfi einokunarinnar og á- vöxtuðu hann furðanlega sér til framdráttar. Landsmenn höfðu lengi vel furðu litla tilburði til að bæta verzlunina. Jón Sigurðsson lýsti þessu ástandi með svofelldum orðum: „Það var eins og einokun verzlunarinnar væri orðin ó- læknandi þjóðarsýki, sem ætlaði að fylgja oss lengur en nokkur ættarfylgja og draga úr oss ekki einungis allt framkvæmdarafl, heldur líka hugsunarafl, svo að sjá- andi sáu menn ekki, og heyrandi heyrðu þeir ekki, hver aðferð höfð var til að halda hinni gönolu stefnu einok- unarinnar, eða þeir höfðu ekki snerpu til að beita sér, öld- ungis eins og sá maður, sem lengi hefir legið í böndum, og þegar hann er leystur, hefir hann í fyrsta bragði ekki f jör eða afl til að teygja limina og spenna vöðvana, svo að hann gæti staðið upp og farið ferða sinna og neytt frels- is síns. Hann er í fyrstu sem höggdofa og þarf umhugs- unartíma, þar til hann kemur því fyrir sig, að hann verði að reyna, hvort hann sé laus og geti neytt lima sinna“. Eftir að algert verzlunarfelsi náðist 1854, hafði það þegar nokkur bætandi áhrif á verzlunina, einkum á hinum stærri verzlunarstöðum. Lausakaupmenn sigldu á ýmsar hafnir umhverfis landið og þóttu miklir aufúsu- gestir. Samt mátti svo heita, að selstöðuverzlanirnar hefðu enn tögl og hagldir í viðskiptamálum. Hinar fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.