Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 81

Réttur - 01.10.1949, Side 81
RtTTVR 273 svokölluðu „vinstri menn“ mundu dirfast að bregða fæti fyrir þau umbótamál, sem þeir höfðu lofað umbjóðendum sínum að berjast fyrir, er þeir leituðu kjörfylgis þeirra. Varð fátt um svör, enda upplýsti Alþýðublaðið að Eysteinn Jónsson hefði einnig lýst því yfir fyrir hönd Franrsóknarflokksins, að hann mundi aldrei starfa með sósíalistum, hvað sem málefnum liði. En hvorugur hafði einurð eða drenglund til að segja þann sannleika, að báðir eiga sér húsbónda í Washington, sem þeir hafa skuldbundið sig til að hlýða l einu og öllu. Þegar fullreynt þótti að ekki mundi takast að mynda stjórn, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, tók Olafur Thors að sér að mynda minnihlutastjórn skipaða flokksmönnum sínum ein- göngu. Stjórnin kynnti sig á Alþingi 6. desember. Ráðherrar voru: Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Pálmason. Stefnuskrá hafði stjórnin enga, en Ólafur Thors fór ekki dult með það í ræðu sinni, að tilgangur hans væri að vinna að því, að koma aftur á samstjórn þríflokk- anna, eins og verið hafði fyrir kosningar. En eitthvað þurfti að vera á sviðinu ,,á meðan við bíðurn". Tjaldið var ekki hægt að draga frá fyrr en eftir bæjarstjórnarkosningar. ,,A meðan við bíðum" Eftir áramótin lagði ríkisstjórnin fram frumvarp um dýrtíðar- ráðstafanir, til þess að vertíðin gæti hafizt. Var það ábyrgð á fisk- verði bátaútvegsins eins og undanfarin ár og skyldi aðeins gilda til 1. marz, en framlengjast til 15. maí, ef ekki hefðu verið gerðar aðrar ráðstafanir af hálfu löggjafavaldsins fyrir þann tíma. Lagði ríkisstjórnin áherzlu á að hér væri aðeins um bráðabirgðaráðstöf- un að ræða, en „úrræði til frambúðar" kæmu seinna. Var stjórnin margsinnis innt eftir, hver þessi „úrræði" væru, en hún varðist allra frétta. Það var leyndarmál, sem ekki mátti vitnast fyrir kosningarnar í»janúar. í leiðinni lagði ríkisstjórnin til framlengingu og hækkun á 18

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.