Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 11
RÉTTUR 203 um árið 1947 vörur fyrir 96*4 milljón króna. Síðan þessi samningur var gerður, hefur allur áróður ríkisstjórnarinnar verið á þá leið, að Rússar hafi sagt, að íslenzku vörurnar væru of dýrar og vildu ekki kaupa. Er þá vitnað í orð hins umrædda fulltrúa. En það er aldrei minnst á staðreyndina: að Sovétstjórnin gerði, — eftir að verzlun- arfulltrúar hennar vafalaust hafa „prúttað" svo sem siður er við kaupmennsku, — stærsta verzlunarsamning við ísland, sem ís- lendingar nokkru sinni hafa gert. (Sú íslenzka ríkisstjórn, sem mest ber síðan fyrir sig kaup- mennskusnið rússneska fulltrúans, hefur sjálf haft þann undarlega hátt á viðskiptum við önnur lönd, að kvarta yfir því að íslenzkar vörur væru of dýrar! Sjaldan hefur slíkt heyrzt frá seljanda í við- skiptum, en þykir eðlilegt frá kaupendum!). Samningur þessi er gerður í júní 1947. Sökum aflabrests tókst íslendingum ekki að fullnægja eftirspurn Rússanna. Útflutningur íslands til Sovétríkjanna varð 1947 aðeins 54 milljónir króna, inn- flutningur frá Sovétríkjunum 9 milljónir króna. Viðskiptin voru íslandi mjög hagstæð. Enginn vafi er á að þessum viðskiptum hefði veftð hægt að halda áfram. En nú kemur ameríska auðvaldið til sögunnar. í júlí 1947 er ísland kvatt til Marshallfundar í París. í júlí 1948 er íslenzka ríkisstjórnin síðan látin undirskrifa Marshallsamn- inginn við Bandaríkin. Viðskipti íslands eru komin undir yfirstjórn auðdrottnanna í Wall ÍHtreet og Washington, sumpart opinberlega, sumpart leynilega. Tilgangur Marshallsamtakanna var að skipuleggja „kalda stríð- ið“ við Sovétríkin (viðskipta-, áróðurs- og táugastríð), og að koma Vestur-Evrópulöndunum og nýlendum þeirra undir ægishjálm hins ameríska auðvalds, svo að það gæti velt kreppunni sem mest af sér yfir á þau, keypt upp iðjufyrirtæki þeirra, lagt undir sig mark- aði þeirra, og náð yfirtökunum í þessum löndum efnahagslega, pólitískt og hernaðarlega. Út frá þessu sjónarmiði voru það ein af þeim fyrirmælum, sem erindrekar Bandaríkjaauðvalds hjá hinum ýmsu Marshall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.