Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 38

Réttur - 01.10.1949, Page 38
230 RÉTTUR því aldrei verið sinnt, allt slíkt kvabb hvarf í hina rúm- góðu ruslakörfu stjórnarinnar. Það var því eigi að undra, þótt menn fögnuðu ákaft, þegar von var á gufuknerr- inum „Jóni Sigurðssyni“. Breytingar þær, sem gerðar voru á innréttingu skipsins, tóku nokkru lengri tíma en ráð hafði verið fyrir gert, og seinkaði það brottför þess um rúma viku. En hinn 12. maí var skipið að heita mátti ferðbúið, hlaðið vörum og fullskipað farþegum. Um kvöld- ið var vegleg veizla í skipinu og ýmsar ræður fluttar. Talaði Henrik Krohn fyrir minni Jóns forseta, og þótti mælast skörulega. Daginn eftir var lagt af stað áleiðis til íslands. Skipstjórinn á „Jóni Sigurðssyni“ hét Adam W. Muller, en fyrsti stýrimaður nefndist Hille, og hafði hann oft verið 1 íslandsferðum. Skipið hafði viðkomu í Leirvík í Hjaltalandi og Þórshöfn í Færeyjum. Gekk ferð- in hið bezta í alla staði og kom skipið til Reykjavíkur 25. maí. Föst áætlun um ferðir skipsins sumarlagt hafði verið birt á prenti, og tókst að fylgja henni í nálega öllum atriðum. Eftir skamma viðdvöl í Reykjavík og Hafnarfirði, var haldið til Stykkishólms, Flateyjar, ísa- fjarðar, Borðeyrar og Grafaróss. Þar var snúið við og haldið suður aftur, með viðkomu á sömu höfnum. Önnur íslandsferð skipsins var í lok júnímánaðar, og tilhögun að mestu hin sama. í þriðju ferð kom „Jón Sig- urðsson“ til Reykjavíkur 9. ágúst, og hafði eins og áður hlaðfermi af vörum. Þá notuðu menn og óspart þessa miklu samgöngubót til að komast hafna og landshluta á milli, eins og sjá má af frásögnum íslenzkra blaða. Tek ég hér einungis fréttaklausu úr Þjóðólfi 29. ágúst. Þar segir: „Með „Jóni Sigurðssyni“ tóku sér enn margir far í þessari ferð hans kringum land. Fjöldi manna fór héðan bæði vestur og norður, til ýmissa hafna og héraða hér innanlands, og skiptust a farþegarnir, svo að á hverjum stöðvum fóru nokkrir á land en aðrir nýir komu þar og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.