Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 79

Réttur - 01.10.1949, Page 79
RÍ5TTUR 271 þurfti einnig að ljúka af áður en lagt yrði til atlögu við fólkið í landinu. Minnihlutastjórn. Eftir að þing kom saman urðu nokkrar málamyndaumleitanir um samstarf. Síðan var Hermanni Jónassyni falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Sósíalistaflokkurinn snéri sér þá til hans með eftirfarandi bréfi: Alþingi, 16. nóv. 1949. Þingflokkur Sósíalistaflokksins leyfir sér hér með a'ð snúa sér til yðar með tilliti til þess að þér nú athugið sem formað- ur Framsóknarflokksins möguleika á stjórnarmyndun og vill tjá yður afstöðu sína og álit þar á. Þingflokkurinn álítur að hagsmunir vinnandi stéttanna í landinu krefjist þess að mynduð sé vinstri stjórn, sem geri allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að firra alþýðu manna þeirri geigvænlegu lífskjaraskerðingu, sem yfir hennir vofir, ef ekkert ar aðhafzt og afturhaldsöfl landsins fá á einn eða annan hátt komið á ríkisstjórn, er leiði launa- lækkun, gengisfall og atvinnuleysi yfir þjóðina. Jafnframt álitur þingflokkurinn að þingræðið sé í verulegri hættu, ef ekki tekst nú myndun vinstri stjórnar. Þingflokkurinn er því reiðubúinn til samstarfs um myndun slíkrar stjórnar, er starfi í aðalatriðum á eftirfarandi grund- velli: 1) Staðið sé á verði um sjálfstæði þjóðarinnar og lands- réttindi. Keflavíkursamningnum verði sagt upp og ís- lendingar taki einir rekstur flugvallarins í sínar hendur. Öllum kröfum um herstöðvar og hernaðarleg fríðindi sé vísað á bug. 2) Reynt verði af ýtrasta megni að afstýra þeirri markaðs- kreppu, er nú vofir yfir, og tryggja þjóðinni, að hún geti

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.