Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 72

Réttur - 01.10.1949, Side 72
264 RÉTTUR Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari og Þorgrímur Tómasson gullsmiður á Bessastöðum, mágur Gríms, munu hafa verið aðalhvatamenn þess að norðurreiðarmálið var kært fyrir Rosenörn stiftamtmanni. En það gerði Ás- mundur Jónsson prestur í Reykjavík, tengdasonur þeirra Bessastaðahjóna. Kaldhæðni örlaganna má það kalla, að í febrúar 1850 gerðist sá atburður í Reykjavíkurkirkju eftir messu, að Sveinbjörn Hallgrímsson ritstjóri stóð upp og krafðist þess fyrir hönd flestra safnaðarmanna, að þeir fengju annan prest, því að þeir heyrðu ekki til séra Ás- mundar í kirkjunni! Varð þetta til þess að hann flutti sig nokkru síðar í annað prestakall. Þórður Jónsson yfirdómari í Landsyfirrétti var settur amtmaður í norður- og austuramtinu eftir Grím látinn. Fór hann norður laust eftir að þeir Gísli Konráðsson voru heim komnir úr Þingvallaför sinni. Segir Gísli* að Þórður hafi ekki þorað norður á meðan Skagfirðingar voru á fjöllunum. En ólíklegt er að Skagfirðingar hafi verið slíkir stigamenn í augum Þórðar, að hann teldi sér ekki óhætt fyrir þeim. Eitthvert fyrsta verk Þórðar í amtmannsembættinu, hefur verið að fyrirskipa rannsókn í norðurreiðarmálinu. Lárus Thorarensen, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu baðst undan að fram- kvæma réttarrannsókn þessa. Hann hefur verið öllum hnútum kunnugur og vitað að um engar sakir var að ræða og auk þess gjörla vitað um hug almennings til þessa máls og samheldni norðurreiðarmanna. Þórður amtmaður skipaði Eggert Briem, sýslumann í Eyjafjarð- arsýslu rannsóknardómara í málinu. Lárus sýslumaður skrifaði Skagfirðingum og bað þá hlýða Eggerti eins og sjálfum sér. En norðurreiðarmenn höfðu samþykkt (á Karlsárfundi) að mæta ekki fyrir rétti, þó stefnt yrði. Ef * Æfis. bls. 299.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.