Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 31

Réttur - 01.10.1949, Page 31
RÉTTUR 223 Hið nýa félag tók nú þegar til starfa og runnu samtök þeirra Sigfúsar Eymundssonar og Þorsteins Egilssonar þegar inn í samlagið. Er raunar líklegast, að þar hafi eigi verið um formlega stofnuð hlutafélög að ræða, held- ur skuldbindingar manna að afhenda samtökunum út- flutningsvarning sinn og kaupa af þeim erlenda neyzlu- vöru í staðinn. Ákvað samlagið að koma þegar á fót þrem föstum verzlunum á íslandi: í Reykjavík, Hafn- arfirði og Stykkishólmi. Var Sigfús ráðinn forstjóri Reykjavíkurdeildarinnar, Þorsteinn deildarinnar í Hafn- arfirði en Daníel Thorlacius skyldi stjórna Stykkis- hólmsverzlun. Þegar um sumarið sendi hið nýja félag þrjú kaupför hlaðin varningi heim til íslands. Fóru þau á hina föstu verzlunarstaði, en jafnframt var eitt þeirra sent á Ðrák- arpoll, til að verzla við 'Borgfirðinga. Kornvara þeirra Björgvinjarmanna þótti góð, reyndist miklu betri en korn það, sem kaupmenn í Reykjavík og Hafnarfirði höfðu á boðstólum. Jafnframt var verð hinna norsku matvara lægra, svo að þær seldust ört. Þótti nú sel- stöðukaupmönnum heldur en ekki vá fyrir sínum dyr: um, enda leið eigi á löngu áður en þeir tóku að fjand- skapast gegn samtökum þessum. Blaðið Þjóðólfur skýr- ir svo frá, að fyrsti mótleikur kaupmanna hafi verið í því fólginn, að snúa sér til. dönsku póststjórnarinnar og ná á leigu sér til handa öllu lestarrúmi póstskips- ins fram til ársloka, til að koma í veg fyrir að verzl- unarsamtökin fengju fluttar með því vörur. Varð af þessum sökum allmikill vöruskortur síðsumars í verzl- unum þeirra Sigfúsar og Þorsteins, en í byrjun október- mánaðar kom gufuskip beint frá Björgvin, með hlað- fermi af vörum. 'Með því kom einnig Sigfús Eymunds- son, sem haft hafði langa en giftusamlega útivist. Kemst Jón Sigurðsson þannig að orði, í bréfi sem hann skrif- ar Sigfúsi um þær mundir, sem hann lagði af stað

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.