Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 27
RÉTTUR 219 skipti við íslendinga, enda tóku norskir lausakaupmenn að venja hingað komur sínar, einkum með timburskip til húsaviðar. í þennan mund hófu og ýmsir úr hópi hinna frjálslyndari Norðmanna að gefa gaum sjálfstæð- isbaráttu íslendinga. Mátti þar einnig rekja spor Jóns Sigurðssonar, sem kom á framfæri við norsk blöð fræð- andi greinum um deilumál Íslendinga og Dana, auk þess sem hann skrifaðist á við eigi allfáa málsmetandi menn í Noregi. Verður hér að geta sérstaklega eins góðkunn- ingja hans í Björgvin, Henriks Krohn, því hann kemur manna mest við sögu þá, sem brátt mun sögð verða. Henrik Krohn var kaupmannssonur, fæddur 1826 í Björgvin. Átta ára gamall fluttist hann í sveit og ólst upp meðal sveitafólks fram yfir fermingaraldur. „Ég var því miklu fremur sveitadrengur en bæjarbarn, og fyrir það fæ ég aldrei þakkað himnaföðurnum nógsam- lega“, segir hann sjálfur. Krohn var vel menntaður, víðles- inn, ritfær í bezta lagi og skáldmæltur nokkuð. Hug- sjónamaður var hann mikill og fágætlega óeigingjarn. Hann tók ungur að fást við verzlun í Björgvin, og var þó eigi sérlega hneigður til kaupsýslu. Hugur hans beindist allur að þjóðernismálum og framförum í menningarleg- um efnum. Barðist hann manna vasklegast fyrir öllu því, sem norskt var, en gegn sænskum og dönskum áhrif- um. Meðal bændastéttarinnar taldi hann sig finna traust- asta máttarviði norsks þjóðernis. Bændurnir höfðu bezt allra varðveitt hina fornu tungu þjóðarinnar. Þeim var einkum til þess treystandi, að hefja hana til vegs að nýju. Krohn varð fyrstur manna vestan fjalls til að stofna blað á norsku landsmáli. Fórnaði hann landsmálshugsjóninni miklum tíma og fjármunum. Árið 1866 beitti Krohn sér fyrir stofnun félagsins „Vestmannalaget“, en það félag hefur um langan aldur stutt hvað mest að framgangi landsmálsins og hverskyns þjóðernismálefna vestan fjalls í Noregi. Var Krohn form.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.