Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 8

Réttur - 01.10.1949, Side 8
200 RÉTTUR ríkin og auðvaldsríki Vestur-Evrópu nú neita að kaupa af okkur. Stórfelld, skipulögð, vaxandi viðskipti íslands við sósíalistisku löndin, myndi skapa möguleika fyrir sífelldar, óslitnar framfarir hér á landi og losa ísland út úr kreppu, sem ella myndi eyðileggja það f járhagslega. Andúð íslenzku yfirstéttarinnar á viðskiptum við lönd sósíalismans íslenzku yfirstéttinni er ekkert um það gefið að viðskiptum þjóð- arinnar verði beint meira í Austurveg, jafnvel þótt hún sannfærðist um að það væri þjóðinni sem heild betra og myndi skapa henni öruggari lífsafkomu. Orsakirnar eru hagsmunir voldugustu ein- staklinganna innan yfirstéttarinnar, sem einvörðungu líta á sína hagsmuni, en ekki þjóðarheildarinnar. Er hér um að ræða vold- ugustu heildsalana (innflytjendurna) annars vegar og voldugustu útflytjendurna hins vegar. Skal þetta nánar tilgreint. Voldugustu innflytjendurnir hafa mjög náin sambönd við auð- hringi Bretlands og annarra auðvaldslanda. „íslenzku“ olíufélögin eru launaðir umboðsmenn hinna forríku olíuhringa, Standard Oil, Shell og Anglo-Iranian. Aðrir heildsalar eru launaðir umboðsmenn fyrir rafmagnshringi, gúmmíhringi, kornhringi og aðra auðhringi. Þeir fá hlutdeild í ofsagróða þessara hringa, jafnvel möguleika með „sérstöku samkomulagi" að fá einhvern hluta hans í erlendum gjaldeyri, utan við allt gjaldeyriseftirlit. Þessi „hlunnindi“ væru hinir voldugu heildsalar smeykir við að missa, ef mikið af þessum viðskiptum færu allt í einu til sósíalistisku landanna. Þess vegna beita þeir áhrifum sínum gegn slíkri viðskiptapólitík. Og þessir heildsalar eru uppistaðan í Sjálfstæðisflokknum fjárhagslega. Við þetta bætist svo pólitísk andúð þessara manna á því að auka viðskipti íslands við lönd sósíalismans, sem þeir hata. — Og auk þess ber einnig að taka með í reikninginn skefjalausa fáfræði og ofstæki ýmsra þessara manna. Þeir trúa því ekki, að hægt sé að hafa viðskipti við þessi lönd!

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.