Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 51

Réttur - 01.10.1949, Side 51
RÉTTUR 243 bága við þá stefnu, er ríkisstjórnir landa þeirra höfðu tekið. Þessi afstaða þeirra, að meta ávalt meir stefnu ríkis- stjórna sinna en samþ. Alþ.sb. leiddi þá út í opna bar- áttu gegn sínum eigin samþykktum. Á miðstjórnarfundinum í Prag 1947 var einróma samþ., að stofna samstarfsnefnd til þess að flýta fyrir sam- einingu þýzku verkalýðsfélaganna í eitt samband er gengi í Alþ.sb. Þessi nefnd mætti ýmsum hindrunum frá her- námsyfirvöldum Vesturveldanna, er litu starf hennar ill- um augum. Á fundi framkvæmdanefndarinnar í Róm í maí 1948 var einróma samþykkt að skora á landssamb. þessara ríkja að beita áhrifum sínum á ríkisstjórnirnar til að þær hættu andstöðu sinni við sameininguna. En í skýrslu sinni til þingsins í Margate um haustið fellir Deakin þessa samþykkt niður og segir, aðeins að samkomulag hafi ekki náðst milli fjórveldanna um sam- einingu þýzku verkalýðsfélaganna. Carey og Kupers lögðust einnig á sveif með hernáms- stjórnum Vesturveldanna, sem töldu sér hag í því að halda þýzka verkalýðnum sundruðum. Hin hundslega þjónusta þessara herra við utanríkis- stefnu stjórna sinna, kemur greinilega fram 1 afstöðu C. I. O. til grísku verkalýðshreyfingarinnar. Á fundi framkvæmdaráðsins í sept. 1946 var samþykkt með öll- um atkvæðum: „Stjórn gríska verkalýðSsambandsins, er kosin var 1. marz 1946 er hinn eini löglegi fulltrúi verkalýðssamtakanna í landinu og sú eina stjórn þeirra, er nýtur trausts F. S. U.“. En þegar þessi löglega stjórn var fangelsuð og fasistastjórnin gríska boðaði þing gerfi- fulltrúa er hún sjálf hafði valið, sendi forseti C. I. O. þessu þingi sínar beztu kveðjur, þar sem segir meðal annars: „Grikkland er í dag hið eina af Balkanlöndunum,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.