Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 32

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 32
224 RÍTTUR heimleiðis: „Mér líkaði nú bezt að þér fóruð með gufu- skip, og ég vona að guð gefi yður enn heppilega og góða ferð... Þér megið trúa, að íslenzku kaupmennirnir tala ekki um annað nú en Björgvinjar verzlun og yður, bölvandi í hljóði bæði yður og mér. Þó verður mest gaman þegar þeir heyra nú að þér hafið gufuskip, því ekki eru nú skepnurnar meiri en svo, að þeir hugsa það sé hreint ófært, og sjá eigi hvað við það er unnið marg- falt.. Það er auðséð á bréfum frá þessum tíma, að Jóni Sig- urðssyni og öðrum þjóðræknum íslendingum þótti nú vænlega horfa um verzlunarmálin og væntu sér hins bezta af störfum samlagsins í Björgvin. Henrik Krohn er einnig bjartsýnn 1 bréfum sínum um þessar mundir, segir, að vonandi sé sú hugsjón sín að rætast, að knýtt verði að nýju bönd viðskipta og vináttu milli Norð- manna og íslendinga, báðum þjóðunum til gagns og sæmdar. Pétur Eggerz leitaði nú, með tilstyrk Jóns Sigurðs- sonar, til Björgvinjarsamlagsins, og fékk þar hinar beztu viðtökur. Náði hann samningum um kaup á ýmsum nauðsynjavarningi til handa félagsverzluninni við Húna- flóa og kom heim með þær vörur í júlímánuði 1871. Skömmu áður, eða 17. maí 1871, hélt íslenzka samlag- ið aðalfund sinn, og var þá liðið tæpt ár frá stofnun þess. Horfur þóttu þá ágætar, hreinn ágóði af rekstr- inum var rúmlega 3800 spesíur. Var hluthöfum greidd- ur 6% arður, en hitt lagt í varasjóð. Einn var þó sá gjaldaliður, sem félaginu hafði orðið tiltakanlega hár. Það var skipaleiga til vöruflutninganna. Hreyfði Henrik Krohn því á fundinum, að brýnasta nauðsynjamál fé- lagsins væri að eignast sjálft gufuskip til ferðanna. Var því máli prýðilega tekið og þegar hafizt handa um söfn- un aukins hlutafjár og annan undirbúning að kaupun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.