Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 75

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 75
RÉTTUR 26 7 Flestir hinna yfirheyrðu neituðu að borga málskostnað, með því að rannsóknin væri ástæðulaus með öllu. Sú frétt barst til Skagafjarðar, eftir að réttarhöldunum var lokið, að taka ætti lögtak í eignum norðurreiðarmanna uppí málskostnaðinn. Segir Gísli Konráðsson í æfisögu sinni, að þeir hafi ákveðið að verja eigur sínar með oddi og eggju og hafi margir, sem ekkert voru við riðnir, heit- ið að veita þeim lið. Aldrei kom þó til þess og féll þessi málarekstur niður. Auðsætt er, að rannsóknin var meira til málamynda af Briems hendi, þar sem hann lét mönn- um haldast uppi að neita að hlýða stefnu og gefa upp- lýsingar, sem málið varðaði. En það var hvorttveggja, að sakir voru auðsjáanlega engar og við ofurefli að etja, þar sem allir stóðu saman sem einn maður og til alls búnir ef í hart færi. Um haustið komu þeir saman á Húsabökkum, Jón Sam- sonarson, Tómas á Hvalsnesi, Sigurður á Heiði, Sölvi hreppstjóri á Sjávarborg og Gísli Konráðsson til að semja greinargerð þá, sem þeir höfðu heitið að birta á prenti um orsakir norðurreiðar. Voru fjögur afrit tekin og skyldi eitt sent Þjóðólfi, annað til Kaupmannahafnar, til prentunar þar, ef það fengist ekki birt í Þjóðólfi, en eitt var sent Eggert Briem sýslumanni að ráði Gísla. Kaup- mannahafnarafritið mun hafa komizt í hendur Brynj- ólfs Péturssonar, sem þá var orðinn hátt settur í íslenzku stjórnardeildinni og að hans ráðum mun stjórnin hafa afnumið festuuppboðin með bréfi 23. maí 1850. Þjóð- ólfur birti greinargerðina (í 22—23 tbl. 1850) og nefnist þar: „Argur er sá, sem epgu verst“. undirrituð: „nokkr- ir norðurreiðarmenn“. Ráðast þeir þar á embættisfærslu Gríms amtmanns og segja, að hún hafi verið óþjóðleg, ósamkvæm sjálfri sér og móti lögum. Rökstyðja þeir það með nokkrum dæum. Um persónulega framkomu amtmanns vilja þeir ekki tala, enda sé það málinu óvið- komandi, en gefa þó í skyn, að hún sé ekki sízt ámælis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.