Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 62

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 62
254 RÉTTUR „harðstjórnarlega samin“,* svo að á fárra færi var að halda þau í öllum atriðum og var því auðvelt að byggja mönnum út. Þótti það ákvæði verst, að landsetar máttu hvorki lána né selja öðrum slægjur né hey, hvað sem við lá og varðaði það 16 skildinga sekt á hvern heyhest. Varð af þessu megn óánægja meðal bænda. Þingmenn Skag- firðinga og Strandamanna báru fram á Alþingi 1847 bæn- arskrár um afnám festuuppboðanna, aðra undirritaða af 196 mönnum, en hina 82. Voru þær mikið ræddar og að lokum samþykkt að senda konungi bænaskrá um afnám festuuppboðanna, en að öðru leyti yrði tekið tillit til vilja þingsins um byggingu jarða í frumvarpi til nýrra landbúnaðarlaga.** Grímur amtmaður Jónsson varð brátt mjög óvinsæll af festuuppboðunum og fleiru. Hann hafði dvalið mikinn hluta æfi sinnar í Danmörku og gengt ýmsum embættum, þar á meðal verið foringi í danska hernum. Grímur varð tvívegis amtmaður í norður- og austur-amtinu (1824—1833 og 1842 til dauðadags). Þegar í fyrri amtmannstíð sinni varð hann óvinsæll af sýslumönnum og alþýðu, meðal annars út af byggingu klaustursjarða.*** Grímur sat á Hróarskelduþingi sem konungskjörinn fulltrúi fyrir ís- land og Færeyjar. Ekki voru afskipti hans þar af íslands- málum að öllu leyti heppileg né þjóðleg. Frumvarp flutti hann þar, sem átti að auka tekjur ríkissjóðs af landinu, með nýjum sköttum; einnig vildi hann láta meta að nýju allar fasteignir á Íslandi, með það fyrir augum, að fá meiri tekjur af konungsjörðum með hækkuðum afgjöld- um. Má vera, að þessar tillögur Gríms hafi ýtt undir stjórnina síðar með festuuppboðin. Allt þetta átti að vera * Sbr. Æíisaga öísla Konráðssonar, Rvík. 1911—1914, bls. 229 ** Sfor. Alþinigiistíð. 1847. *** Sbr. Árbækur Espóliíns, IX. deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.