Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 82

Réttur - 01.10.1949, Page 82
274 RÉTTTJR tollum og neískötcum að upphæð nokkuð á annað hundrað milljóna. Söluskatturinn af innflutum vörum skyldi hækka upp í 30%, og er það fimmföldun. Alþingi felldi hækkun söluskatts- ins, en samþykkti ábyrgðina á fiskverðinu. Þegar þetta er ritað eru „frambúðarúrræðin" ekki enn komin fram, en sagt er að frumvarpið sé í prentun. Mikil viðtöl eru nú daglega milli foringja borgaraflokkanna. Frá því hefur verið skýrt að Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum hafi verið afhent frumvarpið til athugunar ,,í því skyni að ná samkomu- lag' • Mörg verkalýðsfélög hafa skorað á Alþýðusambandið að boða nú þegar til verkalýðsráðstefnu til að taka ákvörðun um samein- aðar varnir gegn fyrirhuguðnm árásum. Bœjarstjórnarkosningar. í bæjarstjórnarkosningunum í janúar urðu ekki miklar breyt- ingar á styrkleikahlutföllum flokkanna. Það sem helzt vakti at- hygli voru úrslitin í.JReykjavík og í Neskaupstað. í Reykjavík hélt Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sínum og bætti við sig at- kvæðum á kostnað allra hinna flokkanna. Mest varð tap Fram- sóknar, um fjórðungur fylgisins frá Alþingiskosningunum í haust. Alþýðuflokkurinn fékk nú lægri hlutfallstölu í Reykja- vík en nokkru sinni. Fyrir bæjarstjórnarkosningar bauð Sósíalistaflokkurinn Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum samfylkingu eða, ef þeir kysu heldur samvinnu um stjórn bæjarins að kosningunum lokn- um, enda þótt flokkarniir hefðu hver sinn lista. Meginverkefni þeirrar samvinnu skyldu vera: 1, að tryggja öllum bæjarbúum at- vinnu og 2. leysa húsnæðisvandamál bæjarins. — Bæði Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfnuðu hyorutveggja. Var nú sýnt, að enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn misti meiri- hluta sinn mundi íhaldsstjórn halda áfram að. fara með völd í Reykjavík með aðstoð Alþvðuflokksins og.Framsóknarflokks-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.