Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 50

Réttur - 01.10.1949, Side 50
« 242 < RÉTTUR hafa Rússarnir reynt að þröngva fram skoðunum sínum. Allar samþykktir hafa náðst fram samhljóða1. Varðandi fagsamböndin sagði hann, að það væri langt frá því, að sameining þeirra hefði strandað á andstöðu Rússa, heldur væri orsökin „eiginhagsmunastreita og Sovétfjandskapur sumra gömlu foringjanna“. Meira að segja Deakin sjálfur sagði á þingi Flutnings verkamannasambandsins í Oslo 20. júlí 1948, að það væri með öllu tilhæfulaust að Alþ.s.b. væri í tæki í hönd- um Rússa. En hvað breytti skoðun Deakins frá því í júlí og þangað til í sept. er hann á þinginu Margate réðist með offorsi á sitt eigið samband er hann var forseti fyrir? Þessi sami Deakin forseti Alþ.sb. sat þegjandi á þingi A. F. L. í San Fransisco í okt. 1947, undir heiftarlegum árásum A. F. L.-foringjanna á Alþ.sb. og hlýddi í þögn á þingið samþ. að verja tugþúsundum dollara til að berj- ast gegn Alþ.sb. Og í ræðu sinni á þessu þingi minntist hann ekki einu orði á Alþ.sam., en sagði aftur á móti: „Það hefur aldrei verið og mun aldrei verða neinn skoð- anamunur á milli T. U. C. og ríkisstjórnar okkar“. Þetta segir maðurinn, sem ræðst á Alþ.sb. fyrir það, að það sé pólitískt. Hann heitir stjórn sinni fullum stuðn- ingi til hvers er hún kynni að framkvæma, hvað sem hagsmunum verkalýðsins líður. Þegar Alþ.sb. trútt yfirlýstri stefnu sinni tók ein- dregna afstöðu með þjóðfrelsisbaráttu indonesisku þjóð- arinnar gegn nýlendukúgun Hollendinga, gerði Kupers á- greining. Á fundi framkvæmdanefndarinnar í nóv. 1947. mótmælti hann því að Hollendingar væru taldir reka nýlendustyrjöld, heldur taldi þá aðeins vera að halda uppi „lögum og rétti“. Þessi afstaða Kupers er enn ein sönnun þess, að þeir félagar mátu einskis yfirlýsta stefnu Alþ.sb. ef hún fór í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.