Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 26

Réttur - 01.10.1949, Side 26
218 RÉTTUR þegar frá upphafi helzti forystumaður félagsins, enda var hann ráðinn kaupstjóri þess. Loks er þess að geta, að meðal ísfirðinga hófst verzl- unarhreyfing þetta sama ár. Ákváðu nokkrir fyrirmenn þeirra að bindast samtökum um bein viðskipti við út- lönd. Tóku þeir á leigu skip til vöruflutninga, hlóðu það varningi frá búum sínum, sigldu því utan og fengu er- lenda vöru í staðinn. Þótti sú tilraun gefast vel. Var Jón Sigurðsson og þar með í ráðum, enda átti hann margt samherja vestur þar. Á ísafirði sat Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson, einn bezti vinur hans úr stétt kaupsýslu- manna. Hafði Ásgeir löngu áður, að áeggjan Jóns Sig- urðssonar, beitt sér fyrir stofnun verzlunarfélags í ísa- fjarðarsýslum, en eigi hlotið nægan stuðning að því sinni. Mun Ásgeir enn hafa verið sama sinnis og áður og eng- an veginn fráhverfur því, að veita forystu verzlunarfé- lagsskap er bændur mynduðu. Það varð því eigi annað sagt, en að hafin væri allmikil sókn í verzlunarmálum íslendinga; því var líkast, sem drjúgur hluti þjóðarinnar hefði vaknað af þyrnirósar- svefni, sæi það nú glögglega, að steypa þyrfti selstöðu- kaupmönnunum af stóli og færa verzlunina með samtök- um á innlendar hendur. Vakning þessi náði þegar um meira en hálft landið, eða nálega órofin frá Reykjavík vestur og norður um land, allt í Þingeyjarsýslur. Einn var sá maður, sem fylgdist hvað bezt með framvindu þessara mála og hafði um þau mesta yfirsýn. Það var Jón Sigurðsson. í styrkum höndum hans komu saman allir þessir þræðir. Honum hefur nú sýnzt augljós orðinn árangur langrar baráttu fyrir alíslenzkri verzlun. Verður nú að hverfa hér frá um stund og geta ann- arra atburða. Meðal þeirra fjölmörgu manna, sem Jón Sigurðsson átti bréfaskipti við, voru nokkrir norskir kaupmenn, aðal- lega vestanfjalls. iHvatti Jón þá mjög til að hefja við-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.