Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 30

Réttur - 01.10.1949, Page 30
222 RÉTTUR sinnar. Fór hann fyrst til Kauppmannahafnar, en Jón Sigurðsson beindi honum til Björgvinjar. Þangað kom Sigfús 1 byrjun maímánaðar. Hélt hann þegar á fund Henriks Krohn og hafði ærin tíðindi að segja af vexti félagsverslunar meðal íslendinga. Kvað hann fullvíst, að hin nýju verzlunarsambönd á íslandi myndu öll beina viðskiptum sínum til Björgvinjar, yrði þess nokkur kost- ur. Þá mun hann einnig hafa látið í veðri vaka, að ís- lendingar yrðu fúsir til að gerast hluthafar í norsk-íslenzku verzlunarfélagi, svo fremi það yrði stofnsett í Björgvin. Var Henrik Krohn nú hinn bjartsýnasti og gekk enn á ný fyrir þá kaupsýslumenn, sem hann hafði að ein- hverju eða öllu leyti unnið til fylgis við mál þetta. Er eigi vitað hvort þeir sátu á rökstólum lengur eða skem- ur, en svo vel varð Krohn ágengt, að síðari hluta maí- mánaðar 1870 tókst honum að stofna hlutafélag, sem hlaut nafnið „Det islandske Handelsamlag í Bergen“. Stjórn var kosin og lög félagsins undirrituð hinn 24. dag maímánað- ar. Stjórnarformaður var kjörinn roskinn og þekktur kaupsýslumaður, Torkill J. Johnson að nafni. Meðstjórn- endur voru Henrik Krohn og A. J. Kruger. Kruger hvarf þó brátt úr stjórninni og kom í hans stað John Troye. Fara hér á eftir helztu ákvæði félagslaganna: Tilgangur samlagsins er sá, að reka verzlun og fisk- veiðar við ísland, ýmist frá eigin bækistöðvum í landinu sjálfu eða með samstarfi og viðskiptum við íslenzka kaupmenn og verzlunarfélög. Samlagið er hlutafélag og skal hlutafjárupphæðin vera 12000 spesíudalir, en heimilt er að auka hana, hvenær sem stjóm félagsins telur nauðsyn til að bera. íslend- ingum skal gefinn kostur á, til loka þessa árs, að gerast hluthafar í samlaginu, svo að nemi allt að 5000 spesiud. Félagið skal hafa aðsetur í Björgvin. Stjórn þess skal skipuð þrem mönnum, og er einn þeirra framkvæmda- stjóri. Framkvæmdastjóra má velja utan félagsins. —

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.