Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 3

Réttur - 01.06.1955, Side 3
RÉTTUR 131 Þruman dunar. Bylgjur brattar brjótast um í fangi stormsins, grípur hann þær eina og eina æðisgenginn, harður, kaldur, þeim í brunabræði slöngvar bergsins hvössu eggjum móti, tærum, grænum þunga þeirra þyrlar upp í froðu og hjóm. Eins og dularelding hjúpuð æpir stormfuglinn og þýtur, lýstur skriðult ský sem örin, sker með vængnum bylgjufald. Sjá, hann stígur upp sem andi, andi stormsins, svartur, tiginn, og hann hlær í háði og ekka, hlær að þessum skýjaglópum, unz af gleði grætur hann. Grunar þá sem minnimáttar mitt í þeirra villtu reiði, veit svo vel að skruggur skýja skyggt ei geta á fögnuð sólar, aldrei skyggt með Öllu á hann.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.