Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 13

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 13
RÉTTTJR 141 innilega og þá menn innlenda sem mæla þeim uppí eyrun; þeir virða þá yfirleitt ekki viðtals nema til að skipa þeim fyrir verkum. Það liggur í hlutarins eðli að útlendur ásælnismaður virðir þann íslendíng einan sem stendur fast á sjálfstæði og fullveldi lands síns. Ef mótmæli gegn útlendri ásælni og yfirgángi aldrei þagna með þjóðinni; ef það er gegn skýrum vilja landsfólksins, ekki síst þeirra sem skipa trúnaðarstöður, að hervæddir útlendir þrá- setumenn traðka hér tún og haga, þá erum við sjálfstæðir hvað sem við kunnum að vera kallaðir þjóðréttarlega. Land verður ekki heldur ósjálfstætt þó útlent stríðsfólk troði landsfólkinu um tær; menn eru ekki orðnir ósjálfstæðir að marki fyren þeir biðja útlendíngana að gánga á sér. Það er eingin kúnst að vera sjálf- stæður ef ekkert aðvífandi vald hefur reynt að troða mönnum um tær. Þegar japanar höfðu troðið sér mitt inn í Kína, í minnum þeirra manna sem nú lifa, og sest upp meðfram fljótum og öðrum samgaunguæðum, og meira að segja fluttu þángað með sér nú- tímatækni sem var í sjálfu sér gott, þá sátu þeir í landinu gegn mótmælum allrar kínversku þjóðarinnar, og augnvum datt í hug að þeir mundu haldast þar við til leingdar. Ef tíu miljónir kín- verja stæðu gráir fyrir járnum á bökkum Missísippífljóts, og segð- ust vera komnir þángað til að vernda Bandaríkin, þá fvrst mundi koma í Ijós hvort Bandaríkin væru sjálfstæð þjóð eða ekki. Nú er ég ekki að segja að kínverjar séu að neinu levti verri menn heldur en bandaríkjamenn, fremur en mér dvtti í hug að segja að danir væru verri menn en íslendíngar, þó dönsk stiórn hafi haft Island að nýlendu og hjálendu í mörghundruð ár. Oðru nær, ég held að kínverjar séu alveg eins góðir og bandaríkjamenn. En ef bandaríkjamenn Iétu sér Iynda að hafa tíu miljónir vopnaðra kínverja inní landi sínu miðju, án þess að mótmæla þessum að- skotadýrum seint og snemma, vaknir og sofnir, af instu djúpum sálar sinnar; ef þeir segðu: „ég er hræddur um að ég missi stöðuna eða fái ekki lán ef ég er á móti þessum mandarínum," þá mundu bandaríkjamenn vera ekki aðeins ósjálfstæð og ófullvalda bjóð í Iandi sínu (og það ekki síður þó þeir hétu sjálfstæð þjóð í ein- hverjum pappírsgögnum); heldur mundu þeir vera verri þjóð en kínverjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.