Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 20

Réttur - 01.06.1955, Side 20
148 RÉTTTJR þjóðdjúpinu sjálfu, að jafnvel nöfn þeirra hafa ekki varðveist með verkum þeirra. Aðeins standa hin óbrotgjörnu verk þeirra í aug- sýn heimsins með jafn sjálfsögðum hætti og landið sjálft. Um langar myrkar aldir sátu þessir ónafnkendu menn í einhverju snauðasta landi heimsins, í húsakynnum, sem höfðu svip stein- aldar, og settu bækur saman án þess að þekkja hugmyndir slíkar sem laun, verðlaun, frami, frægð. Ég hygg, að í margri kytru þar, sem þessir menn sátu, hafi ekki einu sinni brunnið eldur svo að þeir gætu ornað sér á lopnum fingrum í andvökunni. Samt tókst þeim að skapa bókmenntamál svo ágætlegt, að sá listrænn miðill mun torfundinn í heimi, sem gefi rúm fleiri tilbreytingum hvort heldur er í því sem kallað er útsmogið ellegar hinu sem er kent til tíguleika. Og þeim tókst að semja á máli þessu bækur, sem teljast til sígildra bókmennta heimsins. Þó að þessum mönnum væri kannske stundum kalt á fingrunum, þá lögðu þeir ekki frá sér pennann meðan þeim var heitt um hjartað. Ég spurði mig þetta umrædda kvöld: hvað má frægð og frami veita skáldi? Vissulega velsælu af því tagi, sem fylgir hinum þétta leir. En ef íslenzkt skáld gleymir upphafi sínu í þjóðdjúpinu, þar sem sagan býr; ef hann missir samband sitt og skyldu við það líf, sem er aðþrengt, það líf, sem hún amma mín gamla kendi mér að búa öndvegi í huga mér — þá er frægð næsta lítils virði, og svo það hamingjulán sem hlýst af fé. Yðar hátignir, herrar mínir og frúr, sá hlutur, sem mér þykir mest um vert, þeirra sem mér hafa að höndurn borið um þessar mundir, það er að sænska akademían skuli af hinu mikla áhrifa- valdi sem henni er léð, hafa nefnt nafn mitt í sambandi við hina ókunnu meistara fornsagnanna íslenzku. Þær röksemdir, sem sænska akademían hefur látið liggja að veitingu hins mikla sóma mér til handa, mun ævilángt verða mér sjálfum hvatning um leið og þær munu verða fagnaðarefni þeirri þjóð, sem stendur að baki alls sem einhvers kann að vera nýtt í verkum mínum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.