Réttur


Réttur - 01.06.1955, Síða 31

Réttur - 01.06.1955, Síða 31
R É TTTJR 159 Þessvegna held ég, góSir hálsar, aS þaS sé ekki til neins aS kalla neinn Olaf eSa Eystein, Bjarna eSa Kristinn, til ábyrgSar á því hvernig komiS er, af þeirri einföldu ástæSu aS þeir eru engir menn fyrir því — þaS eina sem er aS gera er aS reka þá út úr húsinu og láta síSan söguna dæma þá. Nei, viS verSum sjálf aS taka á okkur alla ábyrgSina, ekki einungis á okkar eigin linkind og ístöSuleysi, heldur og öllum þeirra óhappaverkum eins og þau leggja sig. ÞaS er ekki annaS aS gera en játa þaS meS annarri alþýSu Islands aS þaS hafi veriS aumingjaskapur aS láta fara svona meS sig og strengja þess jafnframt heit aS gera þaS ekki lengur. OSruvísi verSur hiS mikla galihús ekki hreinsaS. Og nú verSiS þiS, unga kynslóSin, atómfólkiS nýja, aS taka á ykkur þyngstu byrSarnar. Ykkar herSar eru breiSari og sterkari en nokkurrar annarrar kynslóSar sem fæSst hefur á Islandi, enda verSur mikiS á þær lagt. ÞaS er sannarlega enginn barnaleikur aS vera ungur þegn í samfélagi þar sem önnur eins stökkbreyt- ing hefur átt sér staS. Segja má aS jafnvel síSasti áratugurinn einn hafi valdiS meiri straumhvörfum en öll þjóSarævin áSur. Þegar þar viS bætist aS hér er hin geysta innreiS tæknibvlting- arinnar aS mestu knúin fram af öflum sem standa í beinni mót- sögn viS eSIi og nauSsyn þjóSlífsins, þá fer máliS aS vandast. Fyrsta skilyrSi heilbrigSrar þjóSfélagsþróunar er aS þegnarnir skapi hana sjálfir meS afrekum eigin anda og handa. AS öSrum kosti hrynur hinn siSlegi grunnur — nema þá því aSeins aS nægilegur meirihluti þegnanna geri sér í tæka tíS Ijóst hvert stefnir og hagi sér samkvæmt því. ÞaS er einmitt þessi meiri- hluti sem þiS verSiS nú aS mynda í kringum ykkur eins og súrdeig sýrir brauS. ★ Hversvegna varS íslenzka þjóSin aldrei hungrinu aS bráS? Þeirri spurningu hefur margsinnis veriS svaraS fyrir löngu — jafnvel hermangarar okkar og hörmangarar lýsa því stundum viS hátíSleg tækifæri. ÞaS var vegna þess aS hún átti sér andlegt traust í arfi tungu sinnar sem hún fékk varSveitt hvaS sem á gekk. ÞaS var hennar fjöregg sem ekkert hungur vann á. En

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.