Réttur


Réttur - 01.06.1955, Page 33

Réttur - 01.06.1955, Page 33
RÉTTUR 161 urinn er að hneppa þjóðina í herfjötra? Hvað táknar orðið lýðrœði þar sem fólki er gert að lifa á mútum og ölmusum? Hvað táknar orðið réttlceti þar sem það er tukthússök að segia sannleikann? Hvað táknar orðið landráð þar sem sjálfur verkn- aðurinn leiðir beint upp í ráðherrastólana? Þessa meinbugi hafa líka hin ungu atómskáld rekið sig á. Þau finna, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt að afturhaldsöflin eru búin að gera hina stoltu, róttæku endurreisnartungu þjóðarinnar að svindli og öfugmælum. Rím er til dæmis fornt og fagurt sér- kenni íslenzkrar braglistar, en þegar að því rekur að jafnvel hættulegustu þjóðlygarnar verði stuðlaðar — er þá nokkur furða þó að rímið dragi sig hæversklega í hlé um sinn og bíði betri tíða? Atómskáldin þykja kannski aumir boðberar sinnar tíðar. En trúið mér til: strax og íslenzkt æskufólk hefur hreinsað gali- húsið, strax og þið hafið gert til dæmis orðið þjóðfrelsi að sönnu og lifandi máli með því að reka hið erlenda hervald af höndum ykkar og vernda sjálf ykkar eigið land, þá munu þessi skáld taka það upp í mál sitt í nýrri tign og hreinleika, gera það aftur að fullveðja sameign okkar, jafnvel skipa því í stuðla eða endarím. Tungan, hin viðkvæma vog andans, krefst ákveðinna eiginda í brjósti fólksins til þess að geta vaxið og magnast. Ef við slökum á, þá daprast tónn hennar á vörum skáldanna, ef við gerumst átvögl og vínsvelgir sem eira ekki öðru en einhverju endalausu spani í tóminu, þá týnum vér brátt arfi Völuspár og Islands- klukkunnar og um leið þeim aflvaka sem hefur gert okkur að þjóð. Þær rúmlega hundrað og fimmtíu þúsundir sem byggja þetta Iand munu verða að taka á öllu því sem þær eiga til ef þær eiga ekki að hverfa í iðuköst þess stóra heims sem nú hefur opnast þeim. Einangrun sveitanna er nú rofin og þar með sú innhverfa eldskírn bændafólksins sem hélt tungunni sannri um aldir. Tækni- hraði atómaldarinnar er tekinn við í borg og bæ undir forustu nýríkra æfintýramanna. Allt er á ferð og flugi í galihúsinu, það er eins og enginn megi vera að neinu nema græða peninga og skemmta sér — manni verður á að spyrja: hvenær hefur þetta fólk tíma til að vera með sjálfu sér? Maður getur stundum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.