Réttur


Réttur - 01.06.1955, Page 34

Réttur - 01.06.1955, Page 34
162 RÉTTTJR meira að segja orðið dálítið guðhræddur og tekið undir með trésmiðssyninum fræga: maðurinn lifir ekki á einu saman brauði — og: að hvaða gagni kemur það manninum þótt hann eignist allan heiminn ef hann bíður tjón á sálu sinni? Eg held að á hverju sem veltur verði hin æðsm lífssannindi og lífsgildi ævinlega jafn einföld og kyrrlát og hljóð. Ég held að alisnægtirnar, svo sjálfsagðar og nauðsynlegar sem þær eru, geti aldrei orðið annað en tæki til sóknar að háleitari markmið- um. Eg heli að við verðum aldrei hlutgeng í samfélag framtíð- arinnar einvörðungu upp á kjöt og fisk, bíla og flugvélar — jafnvel ekki forseta og ambassadora. Eg held að þið, atómfólkið unga verðið að tryggja mvnt ykkar daglega lífs með nýjum and- Iegum gullfæti og að því aðeins komi ykkar breiðu herðar, tækni vkkar og hraði, að fullu gagni í nýrri sóknarlotu sósíalismans á Islandi. Eg treysti ykkur til að gera þetta — og mun þá það djúp, sem ég gat um í öndverðu að á milli okkar væri, reynast hlýtt og frjótt.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.