Réttur


Réttur - 01.06.1955, Síða 36

Réttur - 01.06.1955, Síða 36
164 RÉTTUR lífvænleg laun fyrir 8 stunda vinnudag. Jafnframt var tekið fram að verkalýðsfélögin væru reiðubúin að fall- ast á hverjar aðrar raimhæfar tillögur er fram kynnu að koma til þess að ná því marki að auka kaupmátt launanna. Ríkisstjórnin skipaði sáttanefnd og tók hún þegar til starfa. En vika leið eftir viku án þess að atvinnurekendur léðu máls á að slaka hið minnsta til. Fór því ekki milli mála hvað fyrir þeim vakti. Verkfallið stóð í 6 vikur. Þá loks tókust samningar og voru aðalatriði þeirra sem hér segir: Vinnulaun hækkuðu almennt um 10% og auk þess skyldu greiddir veikindapeningar er nema 1 % af útborguðum laun- um- Orlof lengist úr 15 dögum í 18. Ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að setja lög um atvinnuleysistryggingar. I at- vinnuleysistryggingarsjóði skulu atvinnurekendur, ríkis- sjóður og sveitarfélög greiða 4% af almennum verka- mannalaunum. Samtals jafngildir þetta um 16% launa- hækkun, þar af bein kauphækkun um 11%. Auk þess fékkst mikil kjarabót fyrir iðnnema, svo að lægsta kaup þeirra hækkaði um 25%. Þetta var mikill sigur fyrir verkalýðssamtökin, einhver hinn mesti sem þau hafa unnið síðan 1942 miðað við allar aðstæður, enda þótt mjög hafi orðið að slaka á hinum upp- runalega kröfum. Einkum voru atvinnuleysistryggingarn- ar mikilvægar. 14 ár eru nú liðin síðan sósíalistar báru þetta mál fyrst fram á Alþingi og síðan hefur staðið um það látlaus barátta. Þetta varð lengsta stórverkfall, sem háð hefur verið til þessa hér á landi og eitt hið harðasta. Því lauk með miklum sigri vegna hinnar frábæru samheldni samtakanna og þróttmikillar og einhuga forustu. Engin ágreiningsmál komu upp allan tímann sem verkfallið stóð, enda þótt að því stæðu menn með ýmsar stjórnmálaskoðanir. Má það heita einsdæmi í slíkum stórátökum, þar sem varla líður svo dagur að ekki þurfi að taka vandasamar og djarfar ákvarð- anir. Allstaðar ríkti samhugur og eining. Aldrei fyrr hef- ur slíkur fjöldi tekið virkan þátt í rekstri verkfalls. Fórn-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.